Afrekskonur styrktar um 3,5 milljónir Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 3. desember 2015 18:43 Mynd/ÍSÍ Í dag var 3,5 milljónum króna úthlutað úr Afrekskvennasjóði Íslandsbanka og ÍSÍ fyrir árið 2015. Fimleikasamband Íslands, Handknattleikssamband Íslands, Knattspyrnusamband Íslands voru styrkt um eina milljón króna hvert og Sundsamband Íslands um hálfa milljón. Í sjóðsstjórn sitja þær Helga H. Magnúsdóttir, Elsa Nielsen og Kristín Rós Hákonardóttir en umsóknir sem bárust voru 39 talsins. Umsögn frá stjórninni um hvern styrkþega má sjá hér fyrir neðan:Sundsamband Íslands, 500.000. Okkar fremstu sundkonur hafa náð eftirtektarverðum árangri á síðustu misserum. Nú þegar hafa tvær sundkonur náð að tryggja sér þátttökurétt á Ólympíuleikunum í Ríó. Sundsamband Íslands hefur sett sér það markmið að endurtaka leikinn frá London 2012 og koma boðsundssveit kvenna í 4x100 metra fjórsundi á Ólympíuleikana í Ríó 2016. Til að það geti orðið að veruleika þarf að senda boðsundsveit til þátttöku á alþjóðlegum mótum og ná á þeim nógu góðum tíma til að tryggja sér þátttökurétt.Fimleikasamband Íslands, 1.000.000. Fimleikar er sú íþrótt sem flestar konur stunda hér á landi. Mikill kostnaður fylgir þátttöku í landsliðsverkefnum á vegum FSÍ, sá kostnaður hefur að töluverðu leiti verið greiddur af iðkendum sjálfum. Síðastliðna mánuði hafa farið fram mörg umfangsmikil verkefni landsliða Fimleikasambandsins og ýmislegt er framundan. Fyrir skemmstu varð ljóst að íslensk kona mun næstkomandi vor í fyrsta sinn taka þátt í forkeppni Ólympíuleika. Líkur eru því töluverðar á að Ísland eigi í fyrsta sinn þátttakanda í áhaldafimleikum kvenna á Ólympíuleikunum í Ríó. Næsta haust fer fram Evrópumót í hópfimleikum þar sem landsliðskonurnar freista þess að endurheimt gullið frá 2012. Fimleikasamband Íslands fær styrk til að standa straum af landsliðsverkefnum kvenna.Handknattleikssamband Íslands, 1.000.000. A landsliði kvenna í handknattleik hefur tekist í þrígang að tryggja sig inn í lokakeppni stórmóts. Landsliðið tók þátt í úrslitakeppni Evrópumótsins 2010 og 2012 auk Heimsmeistaramóts árið 2011. Næsta stórmót er Evrópumótið sem fram fer í Svíþjóð í lok árs 2016. Riðlakeppni er hafin og stendur hún fram á sumarið 2016. Ísland hefur leikið tvo leiki til þessa í undankeppninni en á fjóra leiki eftir. Ísland er í sterkum riðli ásamt Frakklandi, Þýskalandi og Sviss.Knattspyrnusamband Íslands, 1.000.000. Á undanförnum árum hefur íslenska kvennalandsliðið verið framarlega í flokki á heimsvísu í knattspyrnu og meðal annars unnið sér þátttökurétt í lokakeppni EM 2009 og 2013. Nú er nýhafin undankeppni EM og verður úrslitakeppnin í Hollandi 2017 en þangað stefnir liðið. Baráttan er hörð enda eru aðrar þjóðir í Evrópu í mikilli sókn í kvennaknattspyrnu. Liðið hefur leikið þrjá leiki til þessa í keppninni og stendur ágætlega að vígi en fleiri leikir eru framundan allt fram á næsta haust þegar undankeppninni lýkur. X Aðrar íþróttir Ólympíuleikar 2016 í Ríó Mest lesið Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Fótbolti Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Fótbolti Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Enski boltinn „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Enski boltinn Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Dagskráin: Úrslitastund hjá Orra á Old Trafford og spennan magnast í Bónus Sport Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Körfubolti Simeone efins: „Sástu hann snerta boltann tvisvar?“ Fótbolti „Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ Handbolti Fleiri fréttir F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Carragher veiktist í beinni útsendingu Simeone efins: „Sástu hann snerta boltann tvisvar?“ Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Dagskráin: Úrslitastund hjá Orra á Old Trafford og spennan magnast í Bónus Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Aston Villa og Arsenal fóru bæði örugglega áfram „Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Tinna Guðrún: Þetta er ógeðslega gaman Gróttukonur gerðu aftur góða ferð á Selfoss Uppgjör: Fram-Haukar 26-23 | Hefndu fyrir tap í bikarúrslitaleiknum Áttundi sigurleikur Njarðvíkurkvenna í röð Hákon nálægt því að skora og leggja upp en úti er ævintýri „Frábært að fá fleiri gaura inn í systemið“ Tryggvi komst í kvöld í undanúrslit Evrópubikarsins „Finnst við hafa sýnt hversu góðir við erum“ Hálfleiksræða Dags kveikti á króatíska liðinu Uppgjörið: Haukar - Þór Ak. 97-73 | Haukar deildarmeistarar Ronaldo dregur forsetaframboð sitt til baka Gísli og Ómar gerðir útlægir vegna skautasýningar Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Orri leiðtogi nýrrar gullkynslóðar KR á flesta í U21-hópi Íslands Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Þjálfari Martins látinn fjúka Sjá meira
Í dag var 3,5 milljónum króna úthlutað úr Afrekskvennasjóði Íslandsbanka og ÍSÍ fyrir árið 2015. Fimleikasamband Íslands, Handknattleikssamband Íslands, Knattspyrnusamband Íslands voru styrkt um eina milljón króna hvert og Sundsamband Íslands um hálfa milljón. Í sjóðsstjórn sitja þær Helga H. Magnúsdóttir, Elsa Nielsen og Kristín Rós Hákonardóttir en umsóknir sem bárust voru 39 talsins. Umsögn frá stjórninni um hvern styrkþega má sjá hér fyrir neðan:Sundsamband Íslands, 500.000. Okkar fremstu sundkonur hafa náð eftirtektarverðum árangri á síðustu misserum. Nú þegar hafa tvær sundkonur náð að tryggja sér þátttökurétt á Ólympíuleikunum í Ríó. Sundsamband Íslands hefur sett sér það markmið að endurtaka leikinn frá London 2012 og koma boðsundssveit kvenna í 4x100 metra fjórsundi á Ólympíuleikana í Ríó 2016. Til að það geti orðið að veruleika þarf að senda boðsundsveit til þátttöku á alþjóðlegum mótum og ná á þeim nógu góðum tíma til að tryggja sér þátttökurétt.Fimleikasamband Íslands, 1.000.000. Fimleikar er sú íþrótt sem flestar konur stunda hér á landi. Mikill kostnaður fylgir þátttöku í landsliðsverkefnum á vegum FSÍ, sá kostnaður hefur að töluverðu leiti verið greiddur af iðkendum sjálfum. Síðastliðna mánuði hafa farið fram mörg umfangsmikil verkefni landsliða Fimleikasambandsins og ýmislegt er framundan. Fyrir skemmstu varð ljóst að íslensk kona mun næstkomandi vor í fyrsta sinn taka þátt í forkeppni Ólympíuleika. Líkur eru því töluverðar á að Ísland eigi í fyrsta sinn þátttakanda í áhaldafimleikum kvenna á Ólympíuleikunum í Ríó. Næsta haust fer fram Evrópumót í hópfimleikum þar sem landsliðskonurnar freista þess að endurheimt gullið frá 2012. Fimleikasamband Íslands fær styrk til að standa straum af landsliðsverkefnum kvenna.Handknattleikssamband Íslands, 1.000.000. A landsliði kvenna í handknattleik hefur tekist í þrígang að tryggja sig inn í lokakeppni stórmóts. Landsliðið tók þátt í úrslitakeppni Evrópumótsins 2010 og 2012 auk Heimsmeistaramóts árið 2011. Næsta stórmót er Evrópumótið sem fram fer í Svíþjóð í lok árs 2016. Riðlakeppni er hafin og stendur hún fram á sumarið 2016. Ísland hefur leikið tvo leiki til þessa í undankeppninni en á fjóra leiki eftir. Ísland er í sterkum riðli ásamt Frakklandi, Þýskalandi og Sviss.Knattspyrnusamband Íslands, 1.000.000. Á undanförnum árum hefur íslenska kvennalandsliðið verið framarlega í flokki á heimsvísu í knattspyrnu og meðal annars unnið sér þátttökurétt í lokakeppni EM 2009 og 2013. Nú er nýhafin undankeppni EM og verður úrslitakeppnin í Hollandi 2017 en þangað stefnir liðið. Baráttan er hörð enda eru aðrar þjóðir í Evrópu í mikilli sókn í kvennaknattspyrnu. Liðið hefur leikið þrjá leiki til þessa í keppninni og stendur ágætlega að vígi en fleiri leikir eru framundan allt fram á næsta haust þegar undankeppninni lýkur. X
Aðrar íþróttir Ólympíuleikar 2016 í Ríó Mest lesið Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Fótbolti Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Fótbolti Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Enski boltinn „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Enski boltinn Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Dagskráin: Úrslitastund hjá Orra á Old Trafford og spennan magnast í Bónus Sport Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Körfubolti Simeone efins: „Sástu hann snerta boltann tvisvar?“ Fótbolti „Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ Handbolti Fleiri fréttir F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Carragher veiktist í beinni útsendingu Simeone efins: „Sástu hann snerta boltann tvisvar?“ Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Dagskráin: Úrslitastund hjá Orra á Old Trafford og spennan magnast í Bónus Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Aston Villa og Arsenal fóru bæði örugglega áfram „Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Tinna Guðrún: Þetta er ógeðslega gaman Gróttukonur gerðu aftur góða ferð á Selfoss Uppgjör: Fram-Haukar 26-23 | Hefndu fyrir tap í bikarúrslitaleiknum Áttundi sigurleikur Njarðvíkurkvenna í röð Hákon nálægt því að skora og leggja upp en úti er ævintýri „Frábært að fá fleiri gaura inn í systemið“ Tryggvi komst í kvöld í undanúrslit Evrópubikarsins „Finnst við hafa sýnt hversu góðir við erum“ Hálfleiksræða Dags kveikti á króatíska liðinu Uppgjörið: Haukar - Þór Ak. 97-73 | Haukar deildarmeistarar Ronaldo dregur forsetaframboð sitt til baka Gísli og Ómar gerðir útlægir vegna skautasýningar Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Orri leiðtogi nýrrar gullkynslóðar KR á flesta í U21-hópi Íslands Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Þjálfari Martins látinn fjúka Sjá meira