Eitt mansalsfórnarlamb í athvarfinu síðustu tvö ár 2. desember 2015 06:00 Eygló Harðardóttir greinir frá því að velferðarráðuneytið endurgreiði kostnað sveitarfélaga af nauðsynlegri þjónustu til fórnarlamba mansals. Fréttablaðið/Ernir Samfélagsmál Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra, segir velferðarráðuneytið veita kvenkyns fórnarlömbum mansals örugga neyðardvöl í Kvennaathvarfinu. Engin sérútbúin úrræði eru hins vegar til fyrir karlmenn og börn. Ef karlmaður þarf á húsnæðisúrræði að halda er leyst úr því með dvöl á gistiheimili sem félagsþjónusta sveitarfélags sér um eða með öðrum tryggum hætti í samráði við lögregluyfirvöld. Þetta kemur fram í svari Eyglóar við fyrirspurn frá Jóhönnu Maríu Sigmundsdóttur um eftirfylgni áætlunar um aðgerðir gegn mansali. Í áætlun ríkisstjórnar Íslands um aðgerðir gegn mansali 2013-2016 eru þrjár aðgerðir þar sem velferðarráðuneytið er skráður ábyrgðaraðili. Þær eru í fyrsta lagi að tryggja að öllum fórnarlömbum mansals standi til boða líkamleg, félagsleg og sálræn aðstoð. Í öðru lagi að tryggja öruggt húsnæði fyrir öll fórnarlömb mansals og í þriðja lagi að skoða möguleika á að þróa úrræði til að bæta félagslega færni og andlega líðan. Eygló segir dæmi um að fórnarlömb mansals hafi leitað til heilsugæslustöðva og Landspítalans þar sem þau hafa notið eftir atvikum þjónustu neyðarmóttöku, geðsviðs og fæðingardeildar en þau eigi aðeins rétt á heilbrigðisþjónustu í neyðartilvikum. Þá greinir Eygló frá því að velferðarráðuneytið endurgreiði félagslega ráðgjöf og fjárhagsaðstoð fyrir brýnustu nauðsynjum. Á vegum velferðarráðuneytis starfa tvö teymi sem vinna í samræmi við framangreindar þrjár aðgerðir. Annað teymið er samráðs- og samhæfingarteymi, en hitt er framkvæmdateymi sem tekur einstök mál til meðferðar. Síðustu tvö ár hefur verið lögð áhersla á fræðslu um mansal vegna þess að ekkert fjármagn fylgdi aðgerðaáætlun ríkisstjórnar gegn mansali. Í skýrslu bandaríska utanríkisráðuneytisins frá því í sumar er aðgerðaleysi stjórnvalda gagnrýnt. Sigþrúður Guðmundsdóttir fræðslu- og framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins segir ekki koma til greina hjá athvarfinu að taka á móti karlmönnum eða börnum. Mæður geta þó dvalið með börnum sínum í athvarfinu en þá eru börnin á ábyrgð mæðra sinna. „Við getum ekki tekið ábyrgð á börnum, við höfum ekki til þess leyfi og það samræmist ekki okkar starfsemi. Það vantar góð úrræði fyrir karla og börn.“ Aðeins ein kona hefur dvalið í Kvennathvarfinu síðan Velferðarráðuneytið gerði samstarfssamning við það. „Árinu áður dvöldu hér margar konur sem voru grunaðar mansalsfórnarlömb og þurftu margar á mikilli þjónustu að halda.“ Sigþrúður segir skorta skýra verkferla í mansalsmálum. Nú hafi verið ákveðið að þegar grunur kviknar um mansal er sett af stað neyðarteymi sem hugi að þjónustu til fórnarlambs. „Það eru engir skýrir verkferlar til. Það er ekki hægt að útskýra fyrir grunuðu fórnarlambi mansals hvað bíður þess ákveði það að segja sögu sína,“ segir hún og segir með því hvatann til að greina frá mansali lítinn. kristjanabjorg@frettabladid.is Mansal í Vík Mest lesið „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Fleiri fréttir Reyna að ræða við þingmann sem kvartað hafði verið undan vegna slæmrar lyktar „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Sjá meira
Samfélagsmál Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra, segir velferðarráðuneytið veita kvenkyns fórnarlömbum mansals örugga neyðardvöl í Kvennaathvarfinu. Engin sérútbúin úrræði eru hins vegar til fyrir karlmenn og börn. Ef karlmaður þarf á húsnæðisúrræði að halda er leyst úr því með dvöl á gistiheimili sem félagsþjónusta sveitarfélags sér um eða með öðrum tryggum hætti í samráði við lögregluyfirvöld. Þetta kemur fram í svari Eyglóar við fyrirspurn frá Jóhönnu Maríu Sigmundsdóttur um eftirfylgni áætlunar um aðgerðir gegn mansali. Í áætlun ríkisstjórnar Íslands um aðgerðir gegn mansali 2013-2016 eru þrjár aðgerðir þar sem velferðarráðuneytið er skráður ábyrgðaraðili. Þær eru í fyrsta lagi að tryggja að öllum fórnarlömbum mansals standi til boða líkamleg, félagsleg og sálræn aðstoð. Í öðru lagi að tryggja öruggt húsnæði fyrir öll fórnarlömb mansals og í þriðja lagi að skoða möguleika á að þróa úrræði til að bæta félagslega færni og andlega líðan. Eygló segir dæmi um að fórnarlömb mansals hafi leitað til heilsugæslustöðva og Landspítalans þar sem þau hafa notið eftir atvikum þjónustu neyðarmóttöku, geðsviðs og fæðingardeildar en þau eigi aðeins rétt á heilbrigðisþjónustu í neyðartilvikum. Þá greinir Eygló frá því að velferðarráðuneytið endurgreiði félagslega ráðgjöf og fjárhagsaðstoð fyrir brýnustu nauðsynjum. Á vegum velferðarráðuneytis starfa tvö teymi sem vinna í samræmi við framangreindar þrjár aðgerðir. Annað teymið er samráðs- og samhæfingarteymi, en hitt er framkvæmdateymi sem tekur einstök mál til meðferðar. Síðustu tvö ár hefur verið lögð áhersla á fræðslu um mansal vegna þess að ekkert fjármagn fylgdi aðgerðaáætlun ríkisstjórnar gegn mansali. Í skýrslu bandaríska utanríkisráðuneytisins frá því í sumar er aðgerðaleysi stjórnvalda gagnrýnt. Sigþrúður Guðmundsdóttir fræðslu- og framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins segir ekki koma til greina hjá athvarfinu að taka á móti karlmönnum eða börnum. Mæður geta þó dvalið með börnum sínum í athvarfinu en þá eru börnin á ábyrgð mæðra sinna. „Við getum ekki tekið ábyrgð á börnum, við höfum ekki til þess leyfi og það samræmist ekki okkar starfsemi. Það vantar góð úrræði fyrir karla og börn.“ Aðeins ein kona hefur dvalið í Kvennathvarfinu síðan Velferðarráðuneytið gerði samstarfssamning við það. „Árinu áður dvöldu hér margar konur sem voru grunaðar mansalsfórnarlömb og þurftu margar á mikilli þjónustu að halda.“ Sigþrúður segir skorta skýra verkferla í mansalsmálum. Nú hafi verið ákveðið að þegar grunur kviknar um mansal er sett af stað neyðarteymi sem hugi að þjónustu til fórnarlambs. „Það eru engir skýrir verkferlar til. Það er ekki hægt að útskýra fyrir grunuðu fórnarlambi mansals hvað bíður þess ákveði það að segja sögu sína,“ segir hún og segir með því hvatann til að greina frá mansali lítinn. kristjanabjorg@frettabladid.is
Mansal í Vík Mest lesið „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Fleiri fréttir Reyna að ræða við þingmann sem kvartað hafði verið undan vegna slæmrar lyktar „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Sjá meira