Tilnefningar til Fjöruverðlaunanna 2015 Magnús Guðmundsson skrifar 3. desember 2015 12:30 Höfundarnir sem eru tilnefndar til Fjöruverðlaunanna 2015 Í gær var tilkynnt um tilnefningar til Fjöruverðlaunanna 2015 en verðlaunað er í þremur flokkum; fagurbókmenntum, barna- og unglingabókmenntum og flokki fræðibóka og rita almenns eðlis. Fjöruverðlaunin hafa verið veitt árlega síðan 2007 og eru ætluð til þess að hampa og vekja athygli á hlut kvenna í íslenskum bókmenntum sem og að hvetja konur til dáða við ritstörf. En gildi sérstakra bókmenntaverðlauna hefur sannað sig á síðustu árum bæði í Bretlandi sem og hér heima. Í ár eru eftirtaldar bækur tilnefndar til Fjöruverðlaunanna: Í flokki fagurbókmennta: Humátt eftir Guðrúnu Hannesdóttur, Mörk eftir Þóru Karítas Árnadóttur og Tvöfalt gler eftir Halldóru K. Thoroddsen. Dómnefndina skipuðu: Þórunn Hrefna Sigurjónsdóttir, Ragnheiður Margrét Guðmundsdóttir og Salka Guðmundsdóttir. Í flokki barna- og unglingabókmennta: Vetrarfrí eftir Hildi Knútsdóttur, Koparborgin eftir Ragnhildi Hólmgeirsdóttur og Randalín, Mundi og afturgöngurnar eftir Þórdísi Gísladóttur. Dómnefndina skipuðu: Þórey Mjallhvít H. Ómarsdóttir, Júlía Margrét Axelsdóttir og Þorbjörg Karlsdóttir. Í flokki fræðibóka og rita almenns eðlis: Heiður og huggun – Erfiljóð, harmljóð og huggunarkvæði á 17. öld eftir Þórunni Sigurðardóttur, Ástin, drekinn og dauðinn eftir Vilborgu Davíðsdóttur og Rof – Frásagnir kvenna af fóstureyðingum eftir Silju Báru Ómarsdóttur og Steinunni Rögnvaldsdóttur. Dómnefndina skipuðu Erna Magnúsdóttir, Erla Elíasdóttir Völudóttir og Sigurrós Erlingsdóttir. Menning Mest lesið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Lífið 50+: Hræðslan við að eldast útlitslega og góð ráð Áskorun Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Lífið Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Lífið Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Lífið Fleiri fréttir Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Í gær var tilkynnt um tilnefningar til Fjöruverðlaunanna 2015 en verðlaunað er í þremur flokkum; fagurbókmenntum, barna- og unglingabókmenntum og flokki fræðibóka og rita almenns eðlis. Fjöruverðlaunin hafa verið veitt árlega síðan 2007 og eru ætluð til þess að hampa og vekja athygli á hlut kvenna í íslenskum bókmenntum sem og að hvetja konur til dáða við ritstörf. En gildi sérstakra bókmenntaverðlauna hefur sannað sig á síðustu árum bæði í Bretlandi sem og hér heima. Í ár eru eftirtaldar bækur tilnefndar til Fjöruverðlaunanna: Í flokki fagurbókmennta: Humátt eftir Guðrúnu Hannesdóttur, Mörk eftir Þóru Karítas Árnadóttur og Tvöfalt gler eftir Halldóru K. Thoroddsen. Dómnefndina skipuðu: Þórunn Hrefna Sigurjónsdóttir, Ragnheiður Margrét Guðmundsdóttir og Salka Guðmundsdóttir. Í flokki barna- og unglingabókmennta: Vetrarfrí eftir Hildi Knútsdóttur, Koparborgin eftir Ragnhildi Hólmgeirsdóttur og Randalín, Mundi og afturgöngurnar eftir Þórdísi Gísladóttur. Dómnefndina skipuðu: Þórey Mjallhvít H. Ómarsdóttir, Júlía Margrét Axelsdóttir og Þorbjörg Karlsdóttir. Í flokki fræðibóka og rita almenns eðlis: Heiður og huggun – Erfiljóð, harmljóð og huggunarkvæði á 17. öld eftir Þórunni Sigurðardóttur, Ástin, drekinn og dauðinn eftir Vilborgu Davíðsdóttur og Rof – Frásagnir kvenna af fóstureyðingum eftir Silju Báru Ómarsdóttur og Steinunni Rögnvaldsdóttur. Dómnefndina skipuðu Erna Magnúsdóttir, Erla Elíasdóttir Völudóttir og Sigurrós Erlingsdóttir.
Menning Mest lesið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Lífið 50+: Hræðslan við að eldast útlitslega og góð ráð Áskorun Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Lífið Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Lífið Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Lífið Fleiri fréttir Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira