Volvo með sölumet í nóvember Finnur Thorlacius skrifar 3. desember 2015 08:45 Volvo XC90 jeppinn er heitur þessa dagana. Volvo hefur aldrei selt fleiri bíla í einum mánuði en í nýliðnum nóvember og sala fyrirtækisins jókst um 26% frá fyrra ári. Volvo seldi 49.055 bíla í mánuðinum og þar vegur mest góð sala jeppans XC90 og jepplingsins XC60, en sala þeirra jókst til dæmis um 91% í Bandaríkjunum í nóvember. Sala Volvo í Bandaríkjunum nam 6.903 bílum og hefur sala Volvo risið þar hratt á allra síðustu mánuðum, þökk sé mikilli eftirsprun eftir jeppum og jepplingum. Öll söluaukning sem orðið hefur í Bandaríkjunum í ár er vegna sölu slíkra bíla. Þó svo að hægt hafi á söluaukningu bíla í Kína tókst Volvo að auka söluna þar í nóvember um 16% og selja þar 8.045 bíla. Í Evrópu jókst salan um 17% og í heimalandinu Svíþjóð um 43%. Volvo er eins og kuynnugt er í eigu kínverska bílaframleiðandans Geely. Mest lesið Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Innlent Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Erlent Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Innlent Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Innlent Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Erlent Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Innlent
Volvo hefur aldrei selt fleiri bíla í einum mánuði en í nýliðnum nóvember og sala fyrirtækisins jókst um 26% frá fyrra ári. Volvo seldi 49.055 bíla í mánuðinum og þar vegur mest góð sala jeppans XC90 og jepplingsins XC60, en sala þeirra jókst til dæmis um 91% í Bandaríkjunum í nóvember. Sala Volvo í Bandaríkjunum nam 6.903 bílum og hefur sala Volvo risið þar hratt á allra síðustu mánuðum, þökk sé mikilli eftirsprun eftir jeppum og jepplingum. Öll söluaukning sem orðið hefur í Bandaríkjunum í ár er vegna sölu slíkra bíla. Þó svo að hægt hafi á söluaukningu bíla í Kína tókst Volvo að auka söluna þar í nóvember um 16% og selja þar 8.045 bíla. Í Evrópu jókst salan um 17% og í heimalandinu Svíþjóð um 43%. Volvo er eins og kuynnugt er í eigu kínverska bílaframleiðandans Geely.
Mest lesið Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Innlent Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Erlent Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Innlent Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Innlent Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Erlent Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Innlent