Litlar byltingar og stórar Brynhildur Björnsdóttir skrifar 2. desember 2015 09:45 Eitt af því mikilvæga sem það að halda svona vel og rækilega upp á hundrað ára kosningaafmæli kvenna í ár leiddi af sér er áhugi og vakning um kvennasögu og kvennasögur. Hundruð ef ekki þúsundir hafa hlýtt á konur segja sögur amma sinna á fyrirlestrum á vegum Rannsóknarstofnunar í jafnréttisfræðum við Háskóla Íslands en markmiðið með fyrirlestraröðinni var að segja sögur kvenna sem lifðu þann tíma þegar nútíminn hóf innreið sína á Íslandi og varpa ljósi á framlag þeirra, stöðu og aðstæður. Í framhaldinu fór Þjóðminjasafnið að safna ömmusögum og Landsbókasafnið safnar nú bréfum, dagbókum og fleiru eftir konur til að bæta í rýran kost, þar sem efni eftir konur var þar að auki flokkað undir nöfnum eiginmanna þeirra og því erfitt að finna það við venjulega gagnaleit. Konur gera einnig gangskör að skrásetningu sögu kvenna í myndrænu formi, og má sem dæmi nefna sjónvarpsþættina Öldin hennar og heimildarmyndir Höllu Kristínar Einarsdóttur um rauðsokkahreyfinguna og kvennaframboðin og mynd Ölmu Ómarsdóttur um stúlkurnar á Kleppjárnsreykjum sem báðar voru frumsýndar á þessu ári. Og kvennasagan er enn að gerast, í ár hafa konur líka staðið fyrir stórum og mikilvægum byltingum sem fólust meðal annars í því að segja sögur sem allt of lengi hafa legið í þagnargildi undir merkinu #þöggun. Kvennasagan og kvennasögur eru því bæði í mótun og skrásetningu á þessu ári sem aldrei fyrr. Sagan Litlar byltingar eftir Kristínu Helgu Gunnarsdóttur smellpassar í þessa kvennasögugósentíð. Þó sögurnar séu skáldskapur byggja þær á sögum raunverulegra kvenna sem höfundur nýtir sér til að segja kvennasögu tuttugustu aldar. Í bókinni eru sögur tíu kvenna fléttaðar saman í eina heild, sögusviðið spannar allt frá torfbæ til skemmtisnekkju á Miðjarðarhafinu, með viðkomu í Reykjavík í mótun, bóhemhverfum Kaupmannahafnar og glæsivillum vestanhafs. Söguhetjurnar eru alþýðukonur sem hver á sínu tímabili og sinn hátt eiga það sameiginlegt að hafa kjark til að breyta lífi sínu og þeim römmum sem þeim eru settir og við fáum að vera á staðnum á þeim stundum þegar líf þeirra krefst þessara byltinga. Kristín Helga er frábær sögumaður, eins og allir krakkar á Íslandi og þeir sem lesa fyrir þau vita. Í þessari bók fá fullorðnir að njóta þess á sínum forsendum, sagan er feiknavel fléttuð og þessar tíu sögur sem flakka ólínulega milli tímabila byggja þannig heilsteypta frásögn sem heillar lesandann upp úr skónum á fyrstu síðu og allt til enda. Mér finnst Litlar byltingar vera sagan mín og ég er viss um að margar konur upplifa slíkt hið sama. Þetta eru sögurnar af konunum í ættinni sem við heyrðum þegar við földum okkur undir borði í saumaklúbbum hjá mömmum okkar og ömmum, við eldhúsborðið þegar frænkur komu í heimsókn, sögurnar sem við byggðum okkar sjálfsmynd að einhverju leyti á, sögurnar um það sem við máttum eiga von á í lífinu og það sem við gætum stefnt á að verða. Sagan okkar.Samantekt: Feiknavel skrifuð saga kvenna á tuttugustu öld og fram á þá tuttugustu og fyrstu, mikilvægt innlegg í kvennasögu, bæði skemmtileg og fróðleg. Bókmenntir Menning Mest lesið Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Fleiri fréttir Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira
Eitt af því mikilvæga sem það að halda svona vel og rækilega upp á hundrað ára kosningaafmæli kvenna í ár leiddi af sér er áhugi og vakning um kvennasögu og kvennasögur. Hundruð ef ekki þúsundir hafa hlýtt á konur segja sögur amma sinna á fyrirlestrum á vegum Rannsóknarstofnunar í jafnréttisfræðum við Háskóla Íslands en markmiðið með fyrirlestraröðinni var að segja sögur kvenna sem lifðu þann tíma þegar nútíminn hóf innreið sína á Íslandi og varpa ljósi á framlag þeirra, stöðu og aðstæður. Í framhaldinu fór Þjóðminjasafnið að safna ömmusögum og Landsbókasafnið safnar nú bréfum, dagbókum og fleiru eftir konur til að bæta í rýran kost, þar sem efni eftir konur var þar að auki flokkað undir nöfnum eiginmanna þeirra og því erfitt að finna það við venjulega gagnaleit. Konur gera einnig gangskör að skrásetningu sögu kvenna í myndrænu formi, og má sem dæmi nefna sjónvarpsþættina Öldin hennar og heimildarmyndir Höllu Kristínar Einarsdóttur um rauðsokkahreyfinguna og kvennaframboðin og mynd Ölmu Ómarsdóttur um stúlkurnar á Kleppjárnsreykjum sem báðar voru frumsýndar á þessu ári. Og kvennasagan er enn að gerast, í ár hafa konur líka staðið fyrir stórum og mikilvægum byltingum sem fólust meðal annars í því að segja sögur sem allt of lengi hafa legið í þagnargildi undir merkinu #þöggun. Kvennasagan og kvennasögur eru því bæði í mótun og skrásetningu á þessu ári sem aldrei fyrr. Sagan Litlar byltingar eftir Kristínu Helgu Gunnarsdóttur smellpassar í þessa kvennasögugósentíð. Þó sögurnar séu skáldskapur byggja þær á sögum raunverulegra kvenna sem höfundur nýtir sér til að segja kvennasögu tuttugustu aldar. Í bókinni eru sögur tíu kvenna fléttaðar saman í eina heild, sögusviðið spannar allt frá torfbæ til skemmtisnekkju á Miðjarðarhafinu, með viðkomu í Reykjavík í mótun, bóhemhverfum Kaupmannahafnar og glæsivillum vestanhafs. Söguhetjurnar eru alþýðukonur sem hver á sínu tímabili og sinn hátt eiga það sameiginlegt að hafa kjark til að breyta lífi sínu og þeim römmum sem þeim eru settir og við fáum að vera á staðnum á þeim stundum þegar líf þeirra krefst þessara byltinga. Kristín Helga er frábær sögumaður, eins og allir krakkar á Íslandi og þeir sem lesa fyrir þau vita. Í þessari bók fá fullorðnir að njóta þess á sínum forsendum, sagan er feiknavel fléttuð og þessar tíu sögur sem flakka ólínulega milli tímabila byggja þannig heilsteypta frásögn sem heillar lesandann upp úr skónum á fyrstu síðu og allt til enda. Mér finnst Litlar byltingar vera sagan mín og ég er viss um að margar konur upplifa slíkt hið sama. Þetta eru sögurnar af konunum í ættinni sem við heyrðum þegar við földum okkur undir borði í saumaklúbbum hjá mömmum okkar og ömmum, við eldhúsborðið þegar frænkur komu í heimsókn, sögurnar sem við byggðum okkar sjálfsmynd að einhverju leyti á, sögurnar um það sem við máttum eiga von á í lífinu og það sem við gætum stefnt á að verða. Sagan okkar.Samantekt: Feiknavel skrifuð saga kvenna á tuttugustu öld og fram á þá tuttugustu og fyrstu, mikilvægt innlegg í kvennasögu, bæði skemmtileg og fróðleg.
Bókmenntir Menning Mest lesið Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Fleiri fréttir Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira