Rannveig vongóð um að sátt náist í tæka tíð Þórhildur Þorkelsdóttir. skrifar 1. desember 2015 21:00 Rannveig Rist, forstjóri Rio Tinto Alcan, á Íslandi er vongóð um að samnningar við starfsmenn náist áður en allsherjarverkfall þeirra hefst á miðnætti. Fundað hefur verið með óformlegum hætti í allan dag og funda samninganefndinar nú hjá ríkissáttasemjara, þó ekki með formlegum hætti. Kjaradeila starfsmanna álversins í Straumsvík hefur verið í hnút í margar vikur, en síðasti formlegi samningafundur í deilunni var í gær og var stóð aðeins yfir í tæpa klukkustund. Fréttastofa ræddi í dag við fjölda starfsmanna Álversins og voru þeir flestir sammála um að hafa þungar áhyggjur af stöðunni. Enginn þeirra vildi aftur á móti koma í viðtal af ótta við að missa vinnuna. Starfsmannastjóri Rio Tinto Alcan í Evrópu kom hingað til lands í gær til að ræða við starfsfólkið og reyna að koma á sáttum. Deilan snýst að mestu leyti um aukna heimild Rio Tinto til verktöku, en Rannveig Rist, forstjóri fyrirtækisins, segir það ekki ætla að draga í land með þær kröfur. „Það er aðalmarkmiðið hjá okkur að reyna að semja og við erum enn að reyna að ná samningum. Við erum búin að vera í óformlegum viðræðum og erum líka að ræða saman innbyrðis hér, hvað er hægt að gera og hvernig sé hægt að nálgast þessa stöðu“ segir Rannveig. Mikil óvissa ríkir um framtíð álversins, verði af fyrirhuguðu verkfalli starfsmanna. Ekki verður þó slökkt á öllum kerunum fyrr en 16 desember, en komi til þess eru líkur á að fyrirtækið loki til frambúðar. Rannveig vísar á bug ásökunum um að búið hafi verið að ákveða að loka álverinu hér á landi áður en til deilunnar kom. Fái hún einhverju ráðið sé fyrirtækið ekki á förum. „Við erum að miða við það að sitja við sama borð og önnur fyrirtæki. Þessar kröfur eru sanngjarnar og eðlilegar og okkur munar um allt. Við erum búin að bjóða það sama og á almennum markaði, tugprósenta hækkanir, bónusa og ýmislegt fleira auk þess að vera nýlega búin að fjárfesta hér á landi fyrir tugi milljarða, þannig að við erum ekki á förum,“ segir Rannveig Rist. Kjaradeila í Straumsvík Verkfall 2016 Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Erlent Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Innlent Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Erlent „Ég er rasandi hissa á þessu“ Innlent Fleiri fréttir Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Sjá meira
Rannveig Rist, forstjóri Rio Tinto Alcan, á Íslandi er vongóð um að samnningar við starfsmenn náist áður en allsherjarverkfall þeirra hefst á miðnætti. Fundað hefur verið með óformlegum hætti í allan dag og funda samninganefndinar nú hjá ríkissáttasemjara, þó ekki með formlegum hætti. Kjaradeila starfsmanna álversins í Straumsvík hefur verið í hnút í margar vikur, en síðasti formlegi samningafundur í deilunni var í gær og var stóð aðeins yfir í tæpa klukkustund. Fréttastofa ræddi í dag við fjölda starfsmanna Álversins og voru þeir flestir sammála um að hafa þungar áhyggjur af stöðunni. Enginn þeirra vildi aftur á móti koma í viðtal af ótta við að missa vinnuna. Starfsmannastjóri Rio Tinto Alcan í Evrópu kom hingað til lands í gær til að ræða við starfsfólkið og reyna að koma á sáttum. Deilan snýst að mestu leyti um aukna heimild Rio Tinto til verktöku, en Rannveig Rist, forstjóri fyrirtækisins, segir það ekki ætla að draga í land með þær kröfur. „Það er aðalmarkmiðið hjá okkur að reyna að semja og við erum enn að reyna að ná samningum. Við erum búin að vera í óformlegum viðræðum og erum líka að ræða saman innbyrðis hér, hvað er hægt að gera og hvernig sé hægt að nálgast þessa stöðu“ segir Rannveig. Mikil óvissa ríkir um framtíð álversins, verði af fyrirhuguðu verkfalli starfsmanna. Ekki verður þó slökkt á öllum kerunum fyrr en 16 desember, en komi til þess eru líkur á að fyrirtækið loki til frambúðar. Rannveig vísar á bug ásökunum um að búið hafi verið að ákveða að loka álverinu hér á landi áður en til deilunnar kom. Fái hún einhverju ráðið sé fyrirtækið ekki á förum. „Við erum að miða við það að sitja við sama borð og önnur fyrirtæki. Þessar kröfur eru sanngjarnar og eðlilegar og okkur munar um allt. Við erum búin að bjóða það sama og á almennum markaði, tugprósenta hækkanir, bónusa og ýmislegt fleira auk þess að vera nýlega búin að fjárfesta hér á landi fyrir tugi milljarða, þannig að við erum ekki á förum,“ segir Rannveig Rist.
Kjaradeila í Straumsvík Verkfall 2016 Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Erlent Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Innlent Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Erlent „Ég er rasandi hissa á þessu“ Innlent Fleiri fréttir Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Sjá meira