Af þeim þrjátíu prósentum sem styðja árásirnar styðja 45 prósent Donald Trump í forvali flokksins. Í ljós kom einnig að flestir þeirra sem tóku þátt styðja Trump eða 34 prósent. 22 prósent stuðningsmanna Trump vildu ekki gera loftárásir á Aladín, andann og aðra íbúa Agrabah.
Stuðningsmenn Demókrata voru einnig spurðir út í afstöðu sína til loftárása á Agrabah og voru tæplega tveir af hverjum tíu hlynntir þeim. 36 prósent voru hins vegar andvígir.
Fleiri skrítnar spurningar mátti finna í könnunni en þátttakendur voru meðal annars spurðir hvort þeir hefðu trú á því að múslimar í New Jersey hefðu fagnað þegar Tvíburaturnarnir féllu og hvort ætti að koma á fót gagnagrunni yfir alla múslima í Bandaríkjunum.
Niðurstöðurnar í heild sinni má sjá hér. Ekki er þar að finna upplýsingar um úrtak eða svarhlutfall.