Er með sjómanninn í blóðinu Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 19. desember 2015 10:15 Þegar maður hefur áhuga á því hvernig lífið var þá er svona verkefni skemmtilegt. Jóhann Guðni Reynisson, kennari og rithöfundur. Jón er einn af þeim sem eru með sjómanninn í blóðinu. Les botninn, straumana, veðrið, árstíðirnar. Skrifaði aldrei niður hvar trossurnar væru, hann bara vissi það og var gríðarlega fiskinn. Þó ætlaði hann að verða bóndi þegar hann var strákur því hann var svo sjóveikur í fyrstu ferðinni.“ Það er Jóhann Guðni Reynisson, kennari og rithöfundur, sem hefur orðið. Hann er að lýsa Jóni Magnússyni, skipstjóra og útgerðarmanni á Patreksfirði, sem hann hefur nýlokið við að skrifa um bókina Þetta var nú bara svona. „Við rekjum söguna. Hvernig fiskveiðar og vinnsla þróast fyrir vestan og hvernig þorpið á Patreksfirði verður til undir lok 19. aldar. Þar koma faktorar sem í raun áttu plássið. Einn þeirra var Ólafur Jóhannesson, svo komu Vatneyrarbræður en þegar þeir voru hættir kom Jón Magnússon og byrjaði að gera út. Honum var ekkert vel tekið í fyrstu, hann átti meðal annars í erfiðleikum með að fá fyrirgreiðslu í bönkum og fólk lagði lykkju á leið sína til að þurfa ekki að mæta honum á götu. Síðar varð Jón meðal annars skipstjóri á Hannesi Hafstein og varð aflakóngur yfir landið á því. Hann eignaðist Garðar BA sem var elsta stálskip Íslendinga og þegar Jón hætti á sjónum árið 1980 sigldi hann Garðari upp í sandinn í Skápadal, innst í Patreksfirði. Þar er hann enn.“Í Stýrimannaskólanum. Jón í fremstu röð til hægri.Mynd/Sigurður GuðmundssonFjögurra tíma labb í skólann Jón Magnússon ólst upp á Hlaðseyri, sveitabæ innan við þorpið í Patreksfirði. Bókarkaflinn um upprunann hefst svona: „Það var helvítis harkan. Þegar ég var eins árs fékk ég lungnabólgu. Og það dóu flestir sem fengu lungnabólgu á þessum tíma. Pabbi sótti lækni sem var nú svona einum of blautur. Þegar hann kemur inn í húsið og sér „kvikindið“ – sem var ég, hvað heldurðu að hann segi: „Hann drepst. Komdu með kaffi.“ Og brennivín út í eins og alltaf var gert í gamla daga. En ég drapst ekki!“ „Æskuár Jóns voru merkileg,“ segir Jóhann Guðni. „Strákarnir voru byrjaðir að fara út á fjörð á bátkænu bara sjö, átta ára gamlir að skjóta fugl og veiða fisk. Þetta var það sem hélt lífinu í fjölskyldunni. Það var hvorki rafmagn né sími á Hlaðseyri og vatnið varð að sækja langa leið út í á. Þó að bara sjö kílómetrar væru út í þorp og auðvelt að labba þangað var Jón í skóla úti í Kollsvík því Hlaðseyri tilheyrði Rauðasandshreppi. Hann lét ferja sig yfir fjörðinn og arkaði frá Örlygshöfn yfir fjöll og heiðar í skólann, fjögurra tíma ferð. Dvaldi svo í Kollsvík mánuð og mánuð í skólanum.“Jón og Kristján Jóhannesson um borð í Hannesi.Bölv og ragn inn á milli Kona Jóns, Lilja Jónsdóttir, er frá Kollsvík. Þar kynntust þau fyrst þegar þau voru 10 til 12 ára að sögn Jóhanns Guðna. „Það var sameiginlegt verkefni þeirra hjóna að koma á fót útgerð og fiskvinnslu á Patró og ef fólk heldur alltaf kvótanum og landar tíðum heima þá segir það sig sjálft að það heldur uppi atvinnunni í plássinu. Þau hefðu getað verið orðnir margfaldir milljónamæringar með því að selja kvótann en Jón segist aldrei hafa verið ríkur,“ segir Jóhann Guðni og bætir við: „Lilja nýtur líka mikillar virðingar á Patreksfirði og mér fannst ástæða til að gera henni einnig ágæt skil í bókinni.“ Jóhann Guðni hefur heyjað sér margar myndir í bókina. Hvernig kom það til að hann fór að skrifa þessa sögu? „Það spratt eiginlega upp úr Fréttablaðinu, þar var viðtal við Jón á einni síðu árið 2013. Ég hitti hann stuttu seinna og hann reyndist hafa frá mörgu fleira að segja. Það varð til þess að ég byrjaði. Jón hefur reynt margt. Ég lét hans orðalag halda sér þannig að það er bölv og ragn inn á milli, alveg rammíslenskt.“ Menning Mest lesið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Lífið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Lífið Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Chili Con Carne er hinn fullkomni haustréttur Matur Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ Lífið Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Lífið Fleiri fréttir Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
Jón er einn af þeim sem eru með sjómanninn í blóðinu. Les botninn, straumana, veðrið, árstíðirnar. Skrifaði aldrei niður hvar trossurnar væru, hann bara vissi það og var gríðarlega fiskinn. Þó ætlaði hann að verða bóndi þegar hann var strákur því hann var svo sjóveikur í fyrstu ferðinni.“ Það er Jóhann Guðni Reynisson, kennari og rithöfundur, sem hefur orðið. Hann er að lýsa Jóni Magnússyni, skipstjóra og útgerðarmanni á Patreksfirði, sem hann hefur nýlokið við að skrifa um bókina Þetta var nú bara svona. „Við rekjum söguna. Hvernig fiskveiðar og vinnsla þróast fyrir vestan og hvernig þorpið á Patreksfirði verður til undir lok 19. aldar. Þar koma faktorar sem í raun áttu plássið. Einn þeirra var Ólafur Jóhannesson, svo komu Vatneyrarbræður en þegar þeir voru hættir kom Jón Magnússon og byrjaði að gera út. Honum var ekkert vel tekið í fyrstu, hann átti meðal annars í erfiðleikum með að fá fyrirgreiðslu í bönkum og fólk lagði lykkju á leið sína til að þurfa ekki að mæta honum á götu. Síðar varð Jón meðal annars skipstjóri á Hannesi Hafstein og varð aflakóngur yfir landið á því. Hann eignaðist Garðar BA sem var elsta stálskip Íslendinga og þegar Jón hætti á sjónum árið 1980 sigldi hann Garðari upp í sandinn í Skápadal, innst í Patreksfirði. Þar er hann enn.“Í Stýrimannaskólanum. Jón í fremstu röð til hægri.Mynd/Sigurður GuðmundssonFjögurra tíma labb í skólann Jón Magnússon ólst upp á Hlaðseyri, sveitabæ innan við þorpið í Patreksfirði. Bókarkaflinn um upprunann hefst svona: „Það var helvítis harkan. Þegar ég var eins árs fékk ég lungnabólgu. Og það dóu flestir sem fengu lungnabólgu á þessum tíma. Pabbi sótti lækni sem var nú svona einum of blautur. Þegar hann kemur inn í húsið og sér „kvikindið“ – sem var ég, hvað heldurðu að hann segi: „Hann drepst. Komdu með kaffi.“ Og brennivín út í eins og alltaf var gert í gamla daga. En ég drapst ekki!“ „Æskuár Jóns voru merkileg,“ segir Jóhann Guðni. „Strákarnir voru byrjaðir að fara út á fjörð á bátkænu bara sjö, átta ára gamlir að skjóta fugl og veiða fisk. Þetta var það sem hélt lífinu í fjölskyldunni. Það var hvorki rafmagn né sími á Hlaðseyri og vatnið varð að sækja langa leið út í á. Þó að bara sjö kílómetrar væru út í þorp og auðvelt að labba þangað var Jón í skóla úti í Kollsvík því Hlaðseyri tilheyrði Rauðasandshreppi. Hann lét ferja sig yfir fjörðinn og arkaði frá Örlygshöfn yfir fjöll og heiðar í skólann, fjögurra tíma ferð. Dvaldi svo í Kollsvík mánuð og mánuð í skólanum.“Jón og Kristján Jóhannesson um borð í Hannesi.Bölv og ragn inn á milli Kona Jóns, Lilja Jónsdóttir, er frá Kollsvík. Þar kynntust þau fyrst þegar þau voru 10 til 12 ára að sögn Jóhanns Guðna. „Það var sameiginlegt verkefni þeirra hjóna að koma á fót útgerð og fiskvinnslu á Patró og ef fólk heldur alltaf kvótanum og landar tíðum heima þá segir það sig sjálft að það heldur uppi atvinnunni í plássinu. Þau hefðu getað verið orðnir margfaldir milljónamæringar með því að selja kvótann en Jón segist aldrei hafa verið ríkur,“ segir Jóhann Guðni og bætir við: „Lilja nýtur líka mikillar virðingar á Patreksfirði og mér fannst ástæða til að gera henni einnig ágæt skil í bókinni.“ Jóhann Guðni hefur heyjað sér margar myndir í bókina. Hvernig kom það til að hann fór að skrifa þessa sögu? „Það spratt eiginlega upp úr Fréttablaðinu, þar var viðtal við Jón á einni síðu árið 2013. Ég hitti hann stuttu seinna og hann reyndist hafa frá mörgu fleira að segja. Það varð til þess að ég byrjaði. Jón hefur reynt margt. Ég lét hans orðalag halda sér þannig að það er bölv og ragn inn á milli, alveg rammíslenskt.“
Menning Mest lesið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Lífið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Lífið Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Chili Con Carne er hinn fullkomni haustréttur Matur Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ Lífið Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Lífið Fleiri fréttir Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira