Haldið upp á jólin í Stjörnustríðsstíl Gyða Lóa Ólafsdóttir skrifar 18. desember 2015 10:30 Hólmfríður Helga ásamt dóttur sinni en Hólmfríður segir börnin hæstánægð með fyrirkomulagið. Vísir/Ernir Þetta var bara hugdetta, ég var að hjóla einhvern tímann í sumar og datt í hug að það gæti verið skemmtilegt að hafa þema jól,“ segir Hólmfríður Helga Sigurðardóttir sem ásamt fjölskyldu sinni heldur upp á Stjörnustríðsjól í ár. Öllu er til tjaldað á heimilinu og jólaskrautið að sjálfsögðu allt í Stjörnustríðsstíl og mest allt búið til af fjölskyldumeðlimum en jólatréð er skreytt með Stjörnustríðsfígúrum. „Ég leitaði að myndum á netinu, prentaði þær út og plastaði svo. Ég er kennaranemi og á mína eigin plöstunarvél, svona staðalbúnaður kennarans,“ segir hún og hlær en á vegg í stofunni er merki The Rebel Alliance formað úr jólaseríum.Jabba the Hutt í góðum félagsskap.Það er þó ekki einungis skrautið sem fylgir ákveðnu þema þetta árið því fleiri hlutar jólahalds fjölskyldunnar verða sveipaðir Stjörnustríðsljóma þetta árið. „Við höldum jólaboð annan í jólum þar sem verður Star Wars og náttfataþema, fólk má ráða hvort það mætir í náttfötum eða búningum,“ segir Hólmfríður glöð í bragði en einnig munu jólaföt fjölskyldunnar bera keim af þeman. Á aðfangadag verða Star Wars þemaföt og bíður Hólmfríður spennt eftir geislasverðspilsi sem hún fær sent að utan og í sendingunni koma einnig piparkökuform sem að sjálfsögðu falla að þemanu, það er því ljóst að það verða ein allsherjar Star Wars jól á heimilinu.Aðventukransinn er engin undantekning frá þemanu.„Fyrst ætluðum við að halda Harry Potter jól en svo setti ég þetta í samhengi og hugsaði að auðvitað myndi ég halda Star Wars jól. Pabbi minn dó í fyrra og hann var mjög mikill Star Wars maður þannig þetta er svona svolítið fyrir hann. Hann hefði kunnað að meta þetta því honum fannst jólin og allt þetta kapphlaup við tímann skrýtið. Hann vildi bara hafa þetta rólegt.“ Hólmfríður segir að sér hafi alla tíð þótt jólin fremur skrýtinn tími og eftir að hún varð mamma hafi henni fundist pressan um að halda hin fullkomnu jól aukast. „Ég var alltaf að hugsa að næstu ár fengi ég mér svona jólaskraut og þá yrði allt fullkomið og ég myndi elda svona marga rétti og allt yrði fullkomið um jólin.“Jólatréð er þakið plöstuðum Stjörnustríðsfígúrum og á bak við sést glitta í Leiu prinsessu.Hún segir börnin ekki síður hafa gaman af þessum óhefðbundnu jólaskreytingum. „Þau eru brjálæðislega spennt og finnst þetta æðislegt. Við horfðum fyrst á Star Wars með þeim í janúar og þau klæddu sig upp í Star Wars búninga á öskudaginn,“ segir hún og heldur áfram: „Þau alveg heilluðust af þessu, ég held að þetta sé þeim eiginlega bara í blóð borið að elska Star Wars og bara nördalega hluti yfirhöfuð.“ Líkt og gefur augaleið er Hólmfríður sjálf mikill aðdáandi Stjörnustríðs og hefur verið í langan tíma og mun hún á næstunni fá sér Stjörnustríðshúðflúr sem vinur hennar vinnur nú að því að hanna. Hún segist vonast til þess að þemajólin séu komin til að vera. Fyrirkomulagið minnki stressið yfir að allt þurfi að vera fullkomlega skreytt, geri aðventuna enn skemmtilegri auk þess sem börnin fái að taka fullan þátt og strax er farið að ræða þemu næstu ára. „Ég er búin að lofa börnunum að hafa Harry Potter jól næst og svo er maðurinn minn búinn að biðja um Blues Brothers jól. Við erum líka búin að ræða Múmínálfajól og Star Trek jól,“ segir Hólmfríður glöð í bragði að lokum Jólafréttir Star Wars Mest lesið Björgvin Franz kaupir 36 fermetra íbúð í miðbænum Lífið Furðuleg forréttindablinda Gagnrýni Innlit: „Ég bý í draumahúsinu“ Lífið Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna Lífið „Sextán ára stelpa hefur lítið að gera við svona háa upphæð“ Lífið Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Menning Hiti í Hringekjunni Tíska og hönnun Sýna(r)brjóstin, sýna stuðning Lífið Þau eru tilnefnd til Sjónvarpsverðlaunanna fyrir árið 2023 Bíó og sjónvarp Tilnefningar fyrir árið 2024 birtar Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir „Er ekki hrædd við að vera ég sjálf“ Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna „Sextán ára stelpa hefur lítið að gera við svona háa upphæð“ Sýna(r)brjóstin, sýna stuðning Brjánn ávarpaði alla áhorfendur leiksins rétt fyrir upphafsflautið Innlit í þriggja hæða veitingastaðinn Bryggjuhúsið sem er í húsi frá 1863 Björgvin Franz kaupir 36 fermetra íbúð í miðbænum Innlit: „Ég bý í draumahúsinu“ „Gerði grín að líkamanum mínum og sagði að ég ætti að tala minna“ Óttast að hann sé fyrsta fórnarlamb flugunnar Fögnuðu fallegri og óvæntri vináttu Svikarar höfðu fjórar milljónir af Aroni Can „Setti sjálfa mig í fyrsta sæti og hef aldrei verið hamingjusamari“ Hvetur hávaxnar stelpur til að vera stoltar af hæð sinni Stjörnulífið: „Bið ekki um meira“ „Við María eigum rosalega fallegt samband og erum þakklát hvort fyrir annað“ Nóa-Siríus fjölskyldan fyrrverandi selur súkkulaðihöll Fær ógeðistilfinningu eftir fullnægingu Hugleiki Dagssyni hent út af Facebook Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?” Íslenska stelpan sem eltir drauminn í Los Angeles Sam Rivers úr Limp Bizkit látinn Krakkatían: IKEA-geitin, októberfest og reikistjarna Tveir skiptu með sér sjöfalda pottinum Dýri kveður Íþróttaálfinn eftir tuttugu ár Fjögur hundruð milljónir króna í skjalatösku í Hveragerði Fjórir á lista Páls hættir við „Vinir mínir settu stöðugt út á mig og niðurlægðu mig“ Mikil og góð stemning á uppskeruhátíð Skaftárhrepps Andri Björns stendur vaktina allar helgar Sjá meira
Þetta var bara hugdetta, ég var að hjóla einhvern tímann í sumar og datt í hug að það gæti verið skemmtilegt að hafa þema jól,“ segir Hólmfríður Helga Sigurðardóttir sem ásamt fjölskyldu sinni heldur upp á Stjörnustríðsjól í ár. Öllu er til tjaldað á heimilinu og jólaskrautið að sjálfsögðu allt í Stjörnustríðsstíl og mest allt búið til af fjölskyldumeðlimum en jólatréð er skreytt með Stjörnustríðsfígúrum. „Ég leitaði að myndum á netinu, prentaði þær út og plastaði svo. Ég er kennaranemi og á mína eigin plöstunarvél, svona staðalbúnaður kennarans,“ segir hún og hlær en á vegg í stofunni er merki The Rebel Alliance formað úr jólaseríum.Jabba the Hutt í góðum félagsskap.Það er þó ekki einungis skrautið sem fylgir ákveðnu þema þetta árið því fleiri hlutar jólahalds fjölskyldunnar verða sveipaðir Stjörnustríðsljóma þetta árið. „Við höldum jólaboð annan í jólum þar sem verður Star Wars og náttfataþema, fólk má ráða hvort það mætir í náttfötum eða búningum,“ segir Hólmfríður glöð í bragði en einnig munu jólaföt fjölskyldunnar bera keim af þeman. Á aðfangadag verða Star Wars þemaföt og bíður Hólmfríður spennt eftir geislasverðspilsi sem hún fær sent að utan og í sendingunni koma einnig piparkökuform sem að sjálfsögðu falla að þemanu, það er því ljóst að það verða ein allsherjar Star Wars jól á heimilinu.Aðventukransinn er engin undantekning frá þemanu.„Fyrst ætluðum við að halda Harry Potter jól en svo setti ég þetta í samhengi og hugsaði að auðvitað myndi ég halda Star Wars jól. Pabbi minn dó í fyrra og hann var mjög mikill Star Wars maður þannig þetta er svona svolítið fyrir hann. Hann hefði kunnað að meta þetta því honum fannst jólin og allt þetta kapphlaup við tímann skrýtið. Hann vildi bara hafa þetta rólegt.“ Hólmfríður segir að sér hafi alla tíð þótt jólin fremur skrýtinn tími og eftir að hún varð mamma hafi henni fundist pressan um að halda hin fullkomnu jól aukast. „Ég var alltaf að hugsa að næstu ár fengi ég mér svona jólaskraut og þá yrði allt fullkomið og ég myndi elda svona marga rétti og allt yrði fullkomið um jólin.“Jólatréð er þakið plöstuðum Stjörnustríðsfígúrum og á bak við sést glitta í Leiu prinsessu.Hún segir börnin ekki síður hafa gaman af þessum óhefðbundnu jólaskreytingum. „Þau eru brjálæðislega spennt og finnst þetta æðislegt. Við horfðum fyrst á Star Wars með þeim í janúar og þau klæddu sig upp í Star Wars búninga á öskudaginn,“ segir hún og heldur áfram: „Þau alveg heilluðust af þessu, ég held að þetta sé þeim eiginlega bara í blóð borið að elska Star Wars og bara nördalega hluti yfirhöfuð.“ Líkt og gefur augaleið er Hólmfríður sjálf mikill aðdáandi Stjörnustríðs og hefur verið í langan tíma og mun hún á næstunni fá sér Stjörnustríðshúðflúr sem vinur hennar vinnur nú að því að hanna. Hún segist vonast til þess að þemajólin séu komin til að vera. Fyrirkomulagið minnki stressið yfir að allt þurfi að vera fullkomlega skreytt, geri aðventuna enn skemmtilegri auk þess sem börnin fái að taka fullan þátt og strax er farið að ræða þemu næstu ára. „Ég er búin að lofa börnunum að hafa Harry Potter jól næst og svo er maðurinn minn búinn að biðja um Blues Brothers jól. Við erum líka búin að ræða Múmínálfajól og Star Trek jól,“ segir Hólmfríður glöð í bragði að lokum
Jólafréttir Star Wars Mest lesið Björgvin Franz kaupir 36 fermetra íbúð í miðbænum Lífið Furðuleg forréttindablinda Gagnrýni Innlit: „Ég bý í draumahúsinu“ Lífið Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna Lífið „Sextán ára stelpa hefur lítið að gera við svona háa upphæð“ Lífið Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Menning Hiti í Hringekjunni Tíska og hönnun Sýna(r)brjóstin, sýna stuðning Lífið Þau eru tilnefnd til Sjónvarpsverðlaunanna fyrir árið 2023 Bíó og sjónvarp Tilnefningar fyrir árið 2024 birtar Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir „Er ekki hrædd við að vera ég sjálf“ Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna „Sextán ára stelpa hefur lítið að gera við svona háa upphæð“ Sýna(r)brjóstin, sýna stuðning Brjánn ávarpaði alla áhorfendur leiksins rétt fyrir upphafsflautið Innlit í þriggja hæða veitingastaðinn Bryggjuhúsið sem er í húsi frá 1863 Björgvin Franz kaupir 36 fermetra íbúð í miðbænum Innlit: „Ég bý í draumahúsinu“ „Gerði grín að líkamanum mínum og sagði að ég ætti að tala minna“ Óttast að hann sé fyrsta fórnarlamb flugunnar Fögnuðu fallegri og óvæntri vináttu Svikarar höfðu fjórar milljónir af Aroni Can „Setti sjálfa mig í fyrsta sæti og hef aldrei verið hamingjusamari“ Hvetur hávaxnar stelpur til að vera stoltar af hæð sinni Stjörnulífið: „Bið ekki um meira“ „Við María eigum rosalega fallegt samband og erum þakklát hvort fyrir annað“ Nóa-Siríus fjölskyldan fyrrverandi selur súkkulaðihöll Fær ógeðistilfinningu eftir fullnægingu Hugleiki Dagssyni hent út af Facebook Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?” Íslenska stelpan sem eltir drauminn í Los Angeles Sam Rivers úr Limp Bizkit látinn Krakkatían: IKEA-geitin, októberfest og reikistjarna Tveir skiptu með sér sjöfalda pottinum Dýri kveður Íþróttaálfinn eftir tuttugu ár Fjögur hundruð milljónir króna í skjalatösku í Hveragerði Fjórir á lista Páls hættir við „Vinir mínir settu stöðugt út á mig og niðurlægðu mig“ Mikil og góð stemning á uppskeruhátíð Skaftárhrepps Andri Björns stendur vaktina allar helgar Sjá meira
Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?”