Lokað fyrir samskiptaforritið í WhatsApp í Brasilíu Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 17. desember 2015 10:54 Facebook keypti samskiptaforritið WhatsApp á seinasta ári fyrir 19 milljarða dollara. vísir/getty Lokað hefur verið fyrir samskiptaforritið WhatsApp í Brasilíu næstu 48 tímana en dómari í borginni Sao Paulo kvað upp úrskurð þess efnis í gær. Um 100 milljónir nota forritið í landinu en lokunin tók gildi á miðnætti að staðartíma, eða klukkan tvö í nótt að íslenskum tíma. Mark Zuckerberg, stofnandi og stærsti eigandi Facebook, ritar færslu um lokunina á Facebook-síðu sína í morgun en Facebook keypti WhatsApp í fyrra á 19 milljarða dollara, eða um 2.300 milljarða íslenskra króna. Í færslu sinni segir Zuckerberg að Facebook vinni nú hörðum höndum að fá úrskurði dómarans um lokun WhatsApp hnekkt en bendir Brasilíumönnum á að enn sé hægt að nota Facebook Messenger. „Þetta er sorgardagur fyrir Brasilíu. Þar til nú hafa yfirvöld í Brasilíu verið talsmenn þess að hafa internetið opið. Þá hafa Brasilíumenn alltaf verið ötulir í því að tjá skoðanir sínar á netinu,“ segir Zuckerberg.Tonight, a Brazilian judge blocked WhatsApp for more than 100 million people who rely on it in her country.We are...Posted by Mark Zuckerberg on Thursday, 17 December 2015Í umfjöllun The Verge um málið kemur fram að brasilísk símafyrirtæki hafi löngum reynt að stöðva gríðarlegan vöxt WhatsApp í landinu þar sem hægt er að hringja ókeypis í gegnum forritið. Þetta telja símafyrirtækin ólöglegt og hafa líkt WhatsApp við sjóræningjastarfsemi. Fyrirtækin hafa hins vegar ekki haft erindi sem erfiði við að koma böndum á WhatsApp þar til með lokuninni nú. Mest lesið Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Viðskipti innlent Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Birgir hættir hjá Skaga Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Lokað hefur verið fyrir samskiptaforritið WhatsApp í Brasilíu næstu 48 tímana en dómari í borginni Sao Paulo kvað upp úrskurð þess efnis í gær. Um 100 milljónir nota forritið í landinu en lokunin tók gildi á miðnætti að staðartíma, eða klukkan tvö í nótt að íslenskum tíma. Mark Zuckerberg, stofnandi og stærsti eigandi Facebook, ritar færslu um lokunina á Facebook-síðu sína í morgun en Facebook keypti WhatsApp í fyrra á 19 milljarða dollara, eða um 2.300 milljarða íslenskra króna. Í færslu sinni segir Zuckerberg að Facebook vinni nú hörðum höndum að fá úrskurði dómarans um lokun WhatsApp hnekkt en bendir Brasilíumönnum á að enn sé hægt að nota Facebook Messenger. „Þetta er sorgardagur fyrir Brasilíu. Þar til nú hafa yfirvöld í Brasilíu verið talsmenn þess að hafa internetið opið. Þá hafa Brasilíumenn alltaf verið ötulir í því að tjá skoðanir sínar á netinu,“ segir Zuckerberg.Tonight, a Brazilian judge blocked WhatsApp for more than 100 million people who rely on it in her country.We are...Posted by Mark Zuckerberg on Thursday, 17 December 2015Í umfjöllun The Verge um málið kemur fram að brasilísk símafyrirtæki hafi löngum reynt að stöðva gríðarlegan vöxt WhatsApp í landinu þar sem hægt er að hringja ókeypis í gegnum forritið. Þetta telja símafyrirtækin ólöglegt og hafa líkt WhatsApp við sjóræningjastarfsemi. Fyrirtækin hafa hins vegar ekki haft erindi sem erfiði við að koma böndum á WhatsApp þar til með lokuninni nú.
Mest lesið Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Viðskipti innlent Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Birgir hættir hjá Skaga Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira