Renault Clio sneggstur b-flokks bíla á Nürburgring Finnur Thorlacius skrifar 14. desember 2015 13:55 Renault Clio RS 220 Trophy. Renault Clio RS 220 Trophy er nú sneggsti fjöldaframleiddi bíllinn á Nürburgring brautinni í B-stærðarflokki. Hann fór brautina í síðustu viku á 8 mínútum og 32 sekúndum. Nokkrir aðrir bílar í B-flokki reyndu sig við Clio bílinn á sama tíma og komst Mini bíll þeirra næst á tímanum 8:35. Opel Corsa OPC náði tímanum 8:40 og Audi S1 á 8:41. Renault Clio RS 200 Trophy var kynntur í mars á bílasýningunni í Genf. Hann er með 220 hestafla 1,6 lítra vél með forþjöppu og tog hans er 260 Nm. Bíllinn er með nýja sjálfskiptingu sem skiptir 40% hraðar en forveri hennar í Normal mode og 50% hraðar í Race mode. Það var bílatímaritið Sport Auto´s sem efndi til þessa prufuaksturs bíla í B-stærðarflokki til að finna út hver væri þeirra sneggstur. Mest lesið Líkur á samningi við kennara í kvöld Innlent Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Erlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent
Renault Clio RS 220 Trophy er nú sneggsti fjöldaframleiddi bíllinn á Nürburgring brautinni í B-stærðarflokki. Hann fór brautina í síðustu viku á 8 mínútum og 32 sekúndum. Nokkrir aðrir bílar í B-flokki reyndu sig við Clio bílinn á sama tíma og komst Mini bíll þeirra næst á tímanum 8:35. Opel Corsa OPC náði tímanum 8:40 og Audi S1 á 8:41. Renault Clio RS 200 Trophy var kynntur í mars á bílasýningunni í Genf. Hann er með 220 hestafla 1,6 lítra vél með forþjöppu og tog hans er 260 Nm. Bíllinn er með nýja sjálfskiptingu sem skiptir 40% hraðar en forveri hennar í Normal mode og 50% hraðar í Race mode. Það var bílatímaritið Sport Auto´s sem efndi til þessa prufuaksturs bíla í B-stærðarflokki til að finna út hver væri þeirra sneggstur.
Mest lesið Líkur á samningi við kennara í kvöld Innlent Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Erlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent