Stefnumótaappið Tinder hefur hafið samstarf með bresku heilbrigðisstofnuninni, National Health Service (NHS), til að fjölga líffæragjöfum meðal ungs fólks.
Á Tinder birtast nú gervi síður þriggja þekktra breskra einstaklinga, Jamie Laing úr Made in Chelsea, Ólympíugullhafans Jade Jones og Emmerdale leikkonunar Gemma Oaten. Þegar viðkomandi velur hægri hjá þeim birtast skilaboð frá NHS: „Ef einungis væri svona auðvelt fyrir einstakling í neyð að finna líffæragjafa." Viðkomandi er svo hvattur til að skrá sig sem líffæragjafa hjá NHS.
Þriðjungur Breta eru skráðir líffæragjafar og eru sjö þúsund manns að bíða eftir líffæri.
Gefa hjartað með Tinder
