Fjarvera Jóns Arnórs í Atvinnumönnunum: „Ég bauð Jóni Arnóri að vera með sem var skrýtið fyrir mig“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 10. desember 2015 11:47 Jón Arnór fór á kostum með íslenska landsliðsinu á EM í Berlín í haust. Vísir/Valli Jón Arnór Stefánsson, íþróttamaður ársins árið 2014, er ekki á meðal þeirra íþróttamanna sem tekið er hús á í annarri þáttaröð af sjónvarpsþáttunum Atvinnumönnunum okkar. Eins og í fyrstu þáttaröðinni sækir Auðunn Blöndal atvinnufólk Íslands í íþróttum erlendis heim og segist hann í viðtali við Harmageddon hafa boðið Jóni Arnóri að vera með. Það hafi ekki verið auðvelt fyrir sig. „Það var erfitt núna,“ segir Auðunn. „Ég var búinn að hugsa að það gæti orðið vandræðalegt. Hann er giftur fyrrverandi kærustu minni til nokkurra ára.“Sjá einnig: Lúxuslíf síðan ég byrjaði með Lilju Vísar Auðunn þar til Lilju Bjarkar Guðmundsdóttur, eiginkonu Jóns Arnórs. Þau Jón Arnór og Lilja giftu sig sem kunnugt er í sumar. Auðunn Blöndal segist hafa boðið Jóni Arnóri að vera með. Hann væri klár ef Jón væri klár.Vísir/Pjetur Tímsetningin hentaði ekki Auðunn segist hafa pælt mikið í því hvort Jón Arnór þyrfti ekki að vera í þáttunum og hvernig hann ætti að gera það. „Svo hugsaði ég fyrir nokkrum mánuðum að það væri kominn tími á að sína smá þroska. Hann er stórkostlegur íþróttamaður,“ segir Auðunn. Hann ræddi málin við Huga Halldórsson, sem framleiðir þættina, sem bauð Jóni Arnóri að vera með. Skilaboðin hefðu verið að hann væri til ef Jón Arnór væri til. Körfuknattleiksmaðurinn þáði hins vegar ekki boðið þar sem tímasetningin hentaði ekki. Jón Arnór samdi á dögunum út tímabilið við Valencia á Spáni en liðinu hefur gengið frábærlega á yfirstanandi tímabili. Upphaflega samdi Jón Arnór hins vegar aðeins til þriggja mánaða sem var því eins konar prufutímabil þar sem hann sýndi sig og sannaði í von um lengri samning - sem gekk eftir. Hrósað fyrir þroska í fyrsta skipti Auðunn upplýsir að Jóni Arnóri hafi ekki þótt það vera þægilegur tími til að fá Auðunn í heimsókn með tökulið enda á fullu að berjast fyrir tilverurétti sínum auk þess sem hann bjó á hóteli en fjölskyldan á Íslandi. „Hann afþakkaði að þessu sinni,“ segir Auðunn. Auðunn segir að þetta sé í fyrsta skipti sem einhverjir félagar hans hrósi honum fyrir þroska, að hafa boðið Jóni að vera með. „Það hefði verið mjög steikt að labba um einhverja tveggja hæða villu á Spáni og segja: „Jæja Lilja, það má segja að þú hafir valið rétt.“ Í annarri þáttaröð heimsækir Auðunn Aron Einar Gunnarsson, Gylfa Þór Sigurðsson, Söru Björk Gunnarsdóttur, Kolbein Sigþórsson, Emil Hallfreðsson og Aron Pálmarsson sem verður í fyrsta þættinum á sunnudag klukkan 20:05 á Stöð 2. Að neðan má hlusta á viðtal Harmageddon við Auðunn. Atvinnumennirnir okkar Tengdar fréttir Benni Guðmunds: Ekki margir sem hefðu haft sjálfstraust til að yfirgefa Dallas "Þegar ég heyrði fyrst af þessu Dallas dæmi, að þeir væru áhugasamir, þá varð maður náttúrulega glaðari en ég veit ekki hvað,“ segir Benedikt Guðmundsson, þjálfari Jóns Arnórs Stefánssonar í yngri flokkum KR. 19. september 2015 19:00 Jón Arnór aðeins einu sinni orðið stjörnustjarfur Þrátt fyrir að körfuknattleikskappinn Jón Arnór Stefánsson hafi ýmist spilað með eða gegn fremstu leikmönnum Evrópu og æft með einu stærsta félaginu í NBA segist hann alltaf hafa haldið ró sinni, nema einu sinni. 19. september 2015 23:15 Jón Arnór var hræddur um að finna ekki leikgleðina aftur eftir EM Jón Arnór Stefánsson segist ennþá vera að jafna sig eftir Evrópumótið í síðasta mánuði þar sem íslenska körfuboltalandsliðið steig sín fyrstu skref meðal bestu körfuboltaþjóða Evrópu. Jón Arnór fékk samning í hendurnar eftir síðast leik Íslands á Eurobasket. 5. október 2015 17:00 Frú Ingigerður var umboðsmaður Jóns Arnórs í æsku "Mamma tók símtalið á Benna og lét hann heyra það,“ segir Jón Arnór Stefánsson. 19. september 2015 15:00 Mest lesið „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Lífið Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Lífið Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper Lífið Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Lífið Gervigreindarfyrirsæta í Vogue vekur ugg Tíska og hönnun Ragga Holm og Elma giftu sig Lífið Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Lífið Hlaupadellan varð að fatamerki: „Ég er giftur götunni“ Tíska og hönnun „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Lífið Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Lífið Fleiri fréttir Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Fréttatía vikunnar: Stórtónleikar, NBA-stjarna á klakanum og heimsfræg lesbía Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina „Við viljum alls ekki fá of marga“ Mannauðsstjórinn segir einnig upp Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Litríkur karakter sem var engum líkur Hulk Hogan er látinn Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta Rene Kirby er látinn Pamela smellti kossi á Neeson Beittu listamönnum sem leynivopni í kalda stríðinu Hlutabréfin rjúka upp eftir að Sweeney fór í gallabuxurnar „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Stjörnubarnið komið í heiminn Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman Sjá meira
Jón Arnór Stefánsson, íþróttamaður ársins árið 2014, er ekki á meðal þeirra íþróttamanna sem tekið er hús á í annarri þáttaröð af sjónvarpsþáttunum Atvinnumönnunum okkar. Eins og í fyrstu þáttaröðinni sækir Auðunn Blöndal atvinnufólk Íslands í íþróttum erlendis heim og segist hann í viðtali við Harmageddon hafa boðið Jóni Arnóri að vera með. Það hafi ekki verið auðvelt fyrir sig. „Það var erfitt núna,“ segir Auðunn. „Ég var búinn að hugsa að það gæti orðið vandræðalegt. Hann er giftur fyrrverandi kærustu minni til nokkurra ára.“Sjá einnig: Lúxuslíf síðan ég byrjaði með Lilju Vísar Auðunn þar til Lilju Bjarkar Guðmundsdóttur, eiginkonu Jóns Arnórs. Þau Jón Arnór og Lilja giftu sig sem kunnugt er í sumar. Auðunn Blöndal segist hafa boðið Jóni Arnóri að vera með. Hann væri klár ef Jón væri klár.Vísir/Pjetur Tímsetningin hentaði ekki Auðunn segist hafa pælt mikið í því hvort Jón Arnór þyrfti ekki að vera í þáttunum og hvernig hann ætti að gera það. „Svo hugsaði ég fyrir nokkrum mánuðum að það væri kominn tími á að sína smá þroska. Hann er stórkostlegur íþróttamaður,“ segir Auðunn. Hann ræddi málin við Huga Halldórsson, sem framleiðir þættina, sem bauð Jóni Arnóri að vera með. Skilaboðin hefðu verið að hann væri til ef Jón Arnór væri til. Körfuknattleiksmaðurinn þáði hins vegar ekki boðið þar sem tímasetningin hentaði ekki. Jón Arnór samdi á dögunum út tímabilið við Valencia á Spáni en liðinu hefur gengið frábærlega á yfirstanandi tímabili. Upphaflega samdi Jón Arnór hins vegar aðeins til þriggja mánaða sem var því eins konar prufutímabil þar sem hann sýndi sig og sannaði í von um lengri samning - sem gekk eftir. Hrósað fyrir þroska í fyrsta skipti Auðunn upplýsir að Jóni Arnóri hafi ekki þótt það vera þægilegur tími til að fá Auðunn í heimsókn með tökulið enda á fullu að berjast fyrir tilverurétti sínum auk þess sem hann bjó á hóteli en fjölskyldan á Íslandi. „Hann afþakkaði að þessu sinni,“ segir Auðunn. Auðunn segir að þetta sé í fyrsta skipti sem einhverjir félagar hans hrósi honum fyrir þroska, að hafa boðið Jóni að vera með. „Það hefði verið mjög steikt að labba um einhverja tveggja hæða villu á Spáni og segja: „Jæja Lilja, það má segja að þú hafir valið rétt.“ Í annarri þáttaröð heimsækir Auðunn Aron Einar Gunnarsson, Gylfa Þór Sigurðsson, Söru Björk Gunnarsdóttur, Kolbein Sigþórsson, Emil Hallfreðsson og Aron Pálmarsson sem verður í fyrsta þættinum á sunnudag klukkan 20:05 á Stöð 2. Að neðan má hlusta á viðtal Harmageddon við Auðunn.
Atvinnumennirnir okkar Tengdar fréttir Benni Guðmunds: Ekki margir sem hefðu haft sjálfstraust til að yfirgefa Dallas "Þegar ég heyrði fyrst af þessu Dallas dæmi, að þeir væru áhugasamir, þá varð maður náttúrulega glaðari en ég veit ekki hvað,“ segir Benedikt Guðmundsson, þjálfari Jóns Arnórs Stefánssonar í yngri flokkum KR. 19. september 2015 19:00 Jón Arnór aðeins einu sinni orðið stjörnustjarfur Þrátt fyrir að körfuknattleikskappinn Jón Arnór Stefánsson hafi ýmist spilað með eða gegn fremstu leikmönnum Evrópu og æft með einu stærsta félaginu í NBA segist hann alltaf hafa haldið ró sinni, nema einu sinni. 19. september 2015 23:15 Jón Arnór var hræddur um að finna ekki leikgleðina aftur eftir EM Jón Arnór Stefánsson segist ennþá vera að jafna sig eftir Evrópumótið í síðasta mánuði þar sem íslenska körfuboltalandsliðið steig sín fyrstu skref meðal bestu körfuboltaþjóða Evrópu. Jón Arnór fékk samning í hendurnar eftir síðast leik Íslands á Eurobasket. 5. október 2015 17:00 Frú Ingigerður var umboðsmaður Jóns Arnórs í æsku "Mamma tók símtalið á Benna og lét hann heyra það,“ segir Jón Arnór Stefánsson. 19. september 2015 15:00 Mest lesið „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Lífið Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Lífið Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper Lífið Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Lífið Gervigreindarfyrirsæta í Vogue vekur ugg Tíska og hönnun Ragga Holm og Elma giftu sig Lífið Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Lífið Hlaupadellan varð að fatamerki: „Ég er giftur götunni“ Tíska og hönnun „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Lífið Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Lífið Fleiri fréttir Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Fréttatía vikunnar: Stórtónleikar, NBA-stjarna á klakanum og heimsfræg lesbía Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina „Við viljum alls ekki fá of marga“ Mannauðsstjórinn segir einnig upp Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Litríkur karakter sem var engum líkur Hulk Hogan er látinn Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta Rene Kirby er látinn Pamela smellti kossi á Neeson Beittu listamönnum sem leynivopni í kalda stríðinu Hlutabréfin rjúka upp eftir að Sweeney fór í gallabuxurnar „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Stjörnubarnið komið í heiminn Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman Sjá meira
Benni Guðmunds: Ekki margir sem hefðu haft sjálfstraust til að yfirgefa Dallas "Þegar ég heyrði fyrst af þessu Dallas dæmi, að þeir væru áhugasamir, þá varð maður náttúrulega glaðari en ég veit ekki hvað,“ segir Benedikt Guðmundsson, þjálfari Jóns Arnórs Stefánssonar í yngri flokkum KR. 19. september 2015 19:00
Jón Arnór aðeins einu sinni orðið stjörnustjarfur Þrátt fyrir að körfuknattleikskappinn Jón Arnór Stefánsson hafi ýmist spilað með eða gegn fremstu leikmönnum Evrópu og æft með einu stærsta félaginu í NBA segist hann alltaf hafa haldið ró sinni, nema einu sinni. 19. september 2015 23:15
Jón Arnór var hræddur um að finna ekki leikgleðina aftur eftir EM Jón Arnór Stefánsson segist ennþá vera að jafna sig eftir Evrópumótið í síðasta mánuði þar sem íslenska körfuboltalandsliðið steig sín fyrstu skref meðal bestu körfuboltaþjóða Evrópu. Jón Arnór fékk samning í hendurnar eftir síðast leik Íslands á Eurobasket. 5. október 2015 17:00
Frú Ingigerður var umboðsmaður Jóns Arnórs í æsku "Mamma tók símtalið á Benna og lét hann heyra það,“ segir Jón Arnór Stefánsson. 19. september 2015 15:00