Jólahlaðborð á sænska vísu Vera Einarsdóttir skrifar 10. desember 2015 11:15 Maria Cederborg hefur búið hér á landi í 24 ár en heldur sænskum jólahefðum. MYNDIR/STEFÁN Flautuleikarinn Maria Cederborg flutti hingað til lands frá Svíþjóð árið 1991. Strax fyrsta árið tók hún að sér að stýra íslenskri Lúsíuhátíð og hefur gert síðan. Jólamaturinn í Svíþjóð er ekki þríréttaður eins og algengt er hér heima heldur er allt lagt á eitt gnægtaborð. Á því er yfirleitt jólaskinka, kartöflugratín, síld, kjötbollur, týtuberjasulta, grafinn lax og alls kyns salöt. Sumir eru líka með rifjasteik en Maria sleppir henni „Ég geri hins vegar jólabrauð til að dýfa í soðið sem kemur af skinkunni. Samkvæmt hefðinni ætti svo að vera soðið rauðkál og soðið grænkál með en ég hef salötin frekar fersk til að vega upp á móti saltinu. Á mínu heimili borðum við líka möndlugrautinn í hádeginu og erum yfirleitt með heimagerðan vanilluís í desert.“ Maður Maríu er frá Síle og stundum bætist sílesk nautarúlla við borðið. Maria starfar sem flautukennari og aðstoðarskólastjóri Tónskóla Sigursveins og á yfirleitt annríkt um jólin. Hjá henni snúast þau ekki síst um Lúsíuhátíðina 13. desember sem fer stækkandi með hverju ári. Að sögn Maríu er Lúsíuhátíðin stór í Svíþjóð en hún er líka haldin í Noregi, Finnlandi og Danmörku. „Í Svíþjóð er valin Lúsía í hverjum einasta smábæ og svo ein fyrir landið allt,“ upplýsir María. Lúsían er í hvítum kirtli með ljós í hári. Spurð nánar út í hefðina segir María Svía ekki velta sér svo mikið upp úr því af hverju tilteknar hátíðir eru haldnar. Lúsíuhátíðina má þó bæði rekja til kristni og heiðni. Lúsía, sem var uppi á árunum 283-304, dó píslarvættisdauða og er verndardýrlingur blindra. Samkvæmt júlíanska tímatalinu, sem var í gildi á miðöldum, voru vetrarsólstöður 13. desember og samkvæmt þjóðtrúnni voru ýmsar miður góðar vættir á sveimi nóttina áður sem þurfti að fæla burt með ljósi og söng. Þó að vetrarsólstöður hafi færst með upptöku gregoríanska tímatalsins situr hefðin eftir. Þennan dag eru líka alltaf bakaðar Lúsíubollur með saffrani. Þær eru sólgular á lit og hafa líka þann tilgang að fæla burt illa anda. Lúsíutónleikarnir í ár verða haldnir í Seltjarnarneskirkju og hefjast klukkan 18. Boðið verður upp á Lúsíubollur á eftir. María gefur hér uppskrift að sænskri jólaveislu.Skinkan er þakin sinnepsgljáa.Jólaskinka 3-6 kg jólaskinka, gjarnan á beini (fæst í Kjöthöllinni) 5-6 negulnaglar 2 lárviðarlauf 1 tsk. allrahanda svartur pipar 1 egg 2 msk. dijonsinnep 1-2 dl brauðrasp Skolið skinkuna með vatni. Setjið hana á álpappír á plötu. Stingið negulnöglum í fituröndina og dreifið lárviðarlaufum, muldum svörtum pipar og allrahanda yfir. Stingið kjötmæli í miðju skinkunnar. Pakkið henni vel inn í álpappír. Það myndast mikill vökvi og hann á helst að haldast inni í „pakkanum“. Bakið í ofni þangað til kjötmælirinn sýnir 73°C. Takið skinkuna úr ofninum en látið standa í álpappírnum í um 10 mín. Næst er álpappírinn tekinn af og skinkan látin kólna. Geymið soðið. Takið fituröndina af. Búið til sinnepsgljáann með því að blanda saman eggi, sinnepi og ½ dl af raspi. Berið á skinkuna. Ef hún er stór gæti þurft að tvöfalda uppskriftina. Stráið afganginum af raspinu yfir. Brúnið í ofni við 200°C í um 10 mín. Skerið skinkuna í þunnar sneiðar og berið fram með soðnum kartöflum, eplamús og jólabrauði.Skinkusoð Soðið af skinkunni er þynnt með vatni og borið fram heitt.Ferskt eplamauk 3 epli, ekki of sæt 1 stjörnuanís 1 kanilstöng 30 g smjör ½ dl hrásykur Skerið eplið í litla bita, blandið öllu saman í potti. Látið sjóða við vægan hita í um 15 mín. Hrærið á meðan.Brauðið inniheldur ýmis jólakrydd og er gott að dýfa því í soðið af skinkunni.Sænskt jólabrauð 3 stykki 5 dl malt 250 g rúgmjöl 5 dl mjólk 1 kg hveiti eða spelt 1 poki þurrger 3 dl síróp 1 ½ msk. salt 1 msk. steytt fennel 1 msk. mulinn engifer 1 tsk. mulinn negull 1 tsk. allrahanda 50 g smjör hýði af hálfri appelsínu 1 dl rúsínurDagur 1 Sjóðið maltið niður í 2½ dl. Hellið heitu malti yfir rúgmjölið. Hrærið vel.Hyljið með plastfilmu og látið standa yfir nótt. Skrælið appelsínuna og þurrkið hýðið við lágan hita í ofni. Geymið fram á næsta dag.Dagur 2 Blandið gerinu við 2-3 dl af hveiti. Bætið kryddinu við. Hitið mjólkina í 37°C. Blandið saman og bætið sírópi, rúsínum og söxuðum appelsínuberki við. Ekki gleyma saltinu. Bætið rúgmjölsdeiginu við ásamt smjöri í litlum bitum. Bætið við hveiti þar til deigið losnar frá skálinni. Látið hefast í 2-4 klst, eða yfir nótt. Takið deigið upp og hnoðið í um 10 mínútur. Myndið þrjú brauð og leggið á plötu. Látið hefast í u.þ.b. klukkutíma. Penslið með heitu vatni, smjöri og smá sírópi. Bakið í miðjum ofni við 180°C í um 40 mínútur. Gott er að borða jólabrauðið með jólaskinkusneið og sinnepi.Sænskar kjötbollur eru ómissandi á jólaborðið.Sænskar hátíðarkjötbollur 1 dl haframjöl 1 tsk. kjötkraftur 2 dl rjómi 500 g nautahakk af allra bestu gerð (fæst í Kjöthöllinni) 1 egg 1 tsk. allrahanda 1 tsk. timjan svartur pipar salt Tætið haframjöl með töfrasprota. Blandið rjómanum og kjötkraftinum við og látið standa í 10 mínútur. Blandið afganginum við og búið til litlar kjötbollur. Prófsteikið eina og bætið við kryddi ef þarf. Steikið á plötu í smjöri og olíu við 180°C. Látið brúnast á öllum hliðum. Berið fram með týtuberjasultu.Rauðkálssalat ½ rauðkálshaus 2 appelsínur 1 krukka steinselja ½ dl rúsínur Skerið kálið í þunna strimla. Takið hýðið af annarri appelsínunni og skerið í litla bita. Bætið steinselju og rúsínum við. Pressið safann úr hinni appelsínunni yfir.Grænkáls- og granateplasalat 4-5 grænkálsblöð ¼ haus icebergsalat 1/2 búnt fersk mynta steinselja 1 granatepli (fræin) safinn úr ½ sítrónu 3 msk. ólífuolía salt og pípar Skerið kálið í þunna strimla. Saxið myntu og steinselju og bætið við. Blandið restinni við.María gerir fersk salöt til að vega upp á móti saltinu í skinkunni. Jól Jólamatur Mest lesið Uppskrift að piparkökuhúsi Jólin Gyðingakökur Jól Svona gerirðu graflax Jól Gyðingakökur ömmu eru jólin Jól Laufabrauð Jól Yfir fannhvíta jörð Jól Eltist ekki við tísku í skreytingum Jól Fylltar kalkúnabringur Jólin Gilsbakkaþula Jól Piparkökuhús Jól
Flautuleikarinn Maria Cederborg flutti hingað til lands frá Svíþjóð árið 1991. Strax fyrsta árið tók hún að sér að stýra íslenskri Lúsíuhátíð og hefur gert síðan. Jólamaturinn í Svíþjóð er ekki þríréttaður eins og algengt er hér heima heldur er allt lagt á eitt gnægtaborð. Á því er yfirleitt jólaskinka, kartöflugratín, síld, kjötbollur, týtuberjasulta, grafinn lax og alls kyns salöt. Sumir eru líka með rifjasteik en Maria sleppir henni „Ég geri hins vegar jólabrauð til að dýfa í soðið sem kemur af skinkunni. Samkvæmt hefðinni ætti svo að vera soðið rauðkál og soðið grænkál með en ég hef salötin frekar fersk til að vega upp á móti saltinu. Á mínu heimili borðum við líka möndlugrautinn í hádeginu og erum yfirleitt með heimagerðan vanilluís í desert.“ Maður Maríu er frá Síle og stundum bætist sílesk nautarúlla við borðið. Maria starfar sem flautukennari og aðstoðarskólastjóri Tónskóla Sigursveins og á yfirleitt annríkt um jólin. Hjá henni snúast þau ekki síst um Lúsíuhátíðina 13. desember sem fer stækkandi með hverju ári. Að sögn Maríu er Lúsíuhátíðin stór í Svíþjóð en hún er líka haldin í Noregi, Finnlandi og Danmörku. „Í Svíþjóð er valin Lúsía í hverjum einasta smábæ og svo ein fyrir landið allt,“ upplýsir María. Lúsían er í hvítum kirtli með ljós í hári. Spurð nánar út í hefðina segir María Svía ekki velta sér svo mikið upp úr því af hverju tilteknar hátíðir eru haldnar. Lúsíuhátíðina má þó bæði rekja til kristni og heiðni. Lúsía, sem var uppi á árunum 283-304, dó píslarvættisdauða og er verndardýrlingur blindra. Samkvæmt júlíanska tímatalinu, sem var í gildi á miðöldum, voru vetrarsólstöður 13. desember og samkvæmt þjóðtrúnni voru ýmsar miður góðar vættir á sveimi nóttina áður sem þurfti að fæla burt með ljósi og söng. Þó að vetrarsólstöður hafi færst með upptöku gregoríanska tímatalsins situr hefðin eftir. Þennan dag eru líka alltaf bakaðar Lúsíubollur með saffrani. Þær eru sólgular á lit og hafa líka þann tilgang að fæla burt illa anda. Lúsíutónleikarnir í ár verða haldnir í Seltjarnarneskirkju og hefjast klukkan 18. Boðið verður upp á Lúsíubollur á eftir. María gefur hér uppskrift að sænskri jólaveislu.Skinkan er þakin sinnepsgljáa.Jólaskinka 3-6 kg jólaskinka, gjarnan á beini (fæst í Kjöthöllinni) 5-6 negulnaglar 2 lárviðarlauf 1 tsk. allrahanda svartur pipar 1 egg 2 msk. dijonsinnep 1-2 dl brauðrasp Skolið skinkuna með vatni. Setjið hana á álpappír á plötu. Stingið negulnöglum í fituröndina og dreifið lárviðarlaufum, muldum svörtum pipar og allrahanda yfir. Stingið kjötmæli í miðju skinkunnar. Pakkið henni vel inn í álpappír. Það myndast mikill vökvi og hann á helst að haldast inni í „pakkanum“. Bakið í ofni þangað til kjötmælirinn sýnir 73°C. Takið skinkuna úr ofninum en látið standa í álpappírnum í um 10 mín. Næst er álpappírinn tekinn af og skinkan látin kólna. Geymið soðið. Takið fituröndina af. Búið til sinnepsgljáann með því að blanda saman eggi, sinnepi og ½ dl af raspi. Berið á skinkuna. Ef hún er stór gæti þurft að tvöfalda uppskriftina. Stráið afganginum af raspinu yfir. Brúnið í ofni við 200°C í um 10 mín. Skerið skinkuna í þunnar sneiðar og berið fram með soðnum kartöflum, eplamús og jólabrauði.Skinkusoð Soðið af skinkunni er þynnt með vatni og borið fram heitt.Ferskt eplamauk 3 epli, ekki of sæt 1 stjörnuanís 1 kanilstöng 30 g smjör ½ dl hrásykur Skerið eplið í litla bita, blandið öllu saman í potti. Látið sjóða við vægan hita í um 15 mín. Hrærið á meðan.Brauðið inniheldur ýmis jólakrydd og er gott að dýfa því í soðið af skinkunni.Sænskt jólabrauð 3 stykki 5 dl malt 250 g rúgmjöl 5 dl mjólk 1 kg hveiti eða spelt 1 poki þurrger 3 dl síróp 1 ½ msk. salt 1 msk. steytt fennel 1 msk. mulinn engifer 1 tsk. mulinn negull 1 tsk. allrahanda 50 g smjör hýði af hálfri appelsínu 1 dl rúsínurDagur 1 Sjóðið maltið niður í 2½ dl. Hellið heitu malti yfir rúgmjölið. Hrærið vel.Hyljið með plastfilmu og látið standa yfir nótt. Skrælið appelsínuna og þurrkið hýðið við lágan hita í ofni. Geymið fram á næsta dag.Dagur 2 Blandið gerinu við 2-3 dl af hveiti. Bætið kryddinu við. Hitið mjólkina í 37°C. Blandið saman og bætið sírópi, rúsínum og söxuðum appelsínuberki við. Ekki gleyma saltinu. Bætið rúgmjölsdeiginu við ásamt smjöri í litlum bitum. Bætið við hveiti þar til deigið losnar frá skálinni. Látið hefast í 2-4 klst, eða yfir nótt. Takið deigið upp og hnoðið í um 10 mínútur. Myndið þrjú brauð og leggið á plötu. Látið hefast í u.þ.b. klukkutíma. Penslið með heitu vatni, smjöri og smá sírópi. Bakið í miðjum ofni við 180°C í um 40 mínútur. Gott er að borða jólabrauðið með jólaskinkusneið og sinnepi.Sænskar kjötbollur eru ómissandi á jólaborðið.Sænskar hátíðarkjötbollur 1 dl haframjöl 1 tsk. kjötkraftur 2 dl rjómi 500 g nautahakk af allra bestu gerð (fæst í Kjöthöllinni) 1 egg 1 tsk. allrahanda 1 tsk. timjan svartur pipar salt Tætið haframjöl með töfrasprota. Blandið rjómanum og kjötkraftinum við og látið standa í 10 mínútur. Blandið afganginum við og búið til litlar kjötbollur. Prófsteikið eina og bætið við kryddi ef þarf. Steikið á plötu í smjöri og olíu við 180°C. Látið brúnast á öllum hliðum. Berið fram með týtuberjasultu.Rauðkálssalat ½ rauðkálshaus 2 appelsínur 1 krukka steinselja ½ dl rúsínur Skerið kálið í þunna strimla. Takið hýðið af annarri appelsínunni og skerið í litla bita. Bætið steinselju og rúsínum við. Pressið safann úr hinni appelsínunni yfir.Grænkáls- og granateplasalat 4-5 grænkálsblöð ¼ haus icebergsalat 1/2 búnt fersk mynta steinselja 1 granatepli (fræin) safinn úr ½ sítrónu 3 msk. ólífuolía salt og pípar Skerið kálið í þunna strimla. Saxið myntu og steinselju og bætið við. Blandið restinni við.María gerir fersk salöt til að vega upp á móti saltinu í skinkunni.
Jól Jólamatur Mest lesið Uppskrift að piparkökuhúsi Jólin Gyðingakökur Jól Svona gerirðu graflax Jól Gyðingakökur ömmu eru jólin Jól Laufabrauð Jól Yfir fannhvíta jörð Jól Eltist ekki við tísku í skreytingum Jól Fylltar kalkúnabringur Jólin Gilsbakkaþula Jól Piparkökuhús Jól