Yorke greinir frá því á Twitter að hljómsveitin, sem vinnur nú að nýrri plötu, hafi á síðasta ári verið beðin um að semja titillag nýjustu James Bond myndarinnar, Spectre, sem kom út fyrr á þessu ári.
Radiohead fór í málið og samdi lagið sem nefnist einfaldlega Spectre. Svo virðist þó sem hljómsveitin og framleiðendur myndarinnar hafi ekki alveg gengið í takt en lag Sam Smith, Writing’s on the Wall varð á endanum fyrir valinu sem titillag nýjustu Bond-myndarinnar.
Radiohead vinnur nú hörðum höndum að nýrri plötu og er búist við að hún komi út á nýju ári. Verður það níunda breiðskífa sveitarinnar en síðasta platan, The King of Limbs, kom út árið 2011.
Last year we were asked to write a tune for Bond movie Spectre. Yes we were ...........
— Thom Yorke (@thomyorke) December 25, 2015
... It didn't work out ... but became something of our own which we love very much ....
— Thom Yorke (@thomyorke) December 25, 2015
.. As the year closes we thought you might like to hear it. Merry Christmas. May the force be with you ... https://t.co/BXN8MQKJyQ
— Thom Yorke (@thomyorke) December 25, 2015