Eignaðist svo góða vini á Kvíabryggju Nadine Guðrún Yaghi skrifar 24. desember 2015 07:00 Angelo Uijleman eignaðist marga góða vini á Kvíabryggju vísir/ernir „Maður bauð mér vinnu og sagði að ég ætti að fara í ferðalag. Ég fékk peninga fyrir og átti ekki mikið af peningum. Ég hugsaði að ég fengi að fara frítt til Íslands og ákvað að gera það enda mikið ævintýri. Þetta var svo bara alls ekki góð hugmynd og ég geri þetta aldrei aftur,“ segir Angelo Uijleman, 28 ára Hollendingur sem úrskurðaður var í farbann í Héraðsdómi Reykjaness á mánudag. Angelo er grunaður um aðild að umfangsmiklu fíkniefnasmygli hingað til lands með Norrænu. Hann var handtekinn í september ásamt tveimur Íslendingum og öðrum Hollendingi. Hann var í kjölfarið færður í einangrun á Litla-Hrauni í átta vikur. Sú vist var gagnrýnd vegna andlegrar fötlunar Angelo. Að sögn móður hans skilur hann oft ekki aðstæður og er einfaldur. Hún segir hann þó alltaf jákvæðan og tilbúinn að gera allt fyrir alla. Angelo var loks færður á Kvíabryggju í nóvember þar sem hann dvaldi síðustu vikur.Nú dvelur Angelo á gistiheimili í miðbæ Reykjavíkurvísir/ernirGóðir vinir á Kvíabryggju Nú dvelur Angelo á gistiheimili í miðbæ Reykjavíkur þar til tekin verður ákvörðun um að gefa út ákæru í málinu eða þar til dómur fellur. Það gæti tekið marga mánuði. Blaðamaður fór og hitti Angelo á gistiheimilinu í gær, ásamt verjanda hans, sem Angelo óskaði eftir að væri viðstaddur viðtalið. „Ég kvarta ekki mikið en það helsta er að mig vantar handklæði og svo er ég einmana en ég ætla að fara í Kringluna og reyna að rata um bæinn á næstu dögum.“ Það fyrsta sem Angelo vill ræða er hve vel honum leið á Kvíabryggju. Hann vildi óska að hann væri þar enn enda einmanalegra á gistiheimilinu. Þá sé sturtan á gistiheimilinu ekki eins góð og í fangelsinu og þar hafi hann ekki sjónvarp til að horfa á. „Húsið sem ég var í síðustu vikurnar var fullkomið. Þetta var mjög flott. Það var æðislegur matur. Þar var æðislegt fólk. Allir voru tilbúnir að hjálpa mér og kenna mér og ég eignaðist góða vini þar sem voru svo skemmtilegir,“ segir hannHreiðar Már kenndi á þvottvélAngelo útskýrir að á Kvíabryggju hafi verið nóg að gera. „Við spiluðum spil, horfðum á sjónvarpið og ég var með herbergi fyrir sjálfan mig en gat alltaf farið í stofuna til að hitta vini mína og var því aldrei einn. Ég var í húsi með bankamönnunum og þeir kenndu mér margt,“ segir Angelo. Hann segir blaðamanni frá því þegar Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings, kenndi honum á þvottavél. Hann kveðst vera þakklátur fyrir það enda þurfi hann að þvo fötin sín sjálfur á gistiheimilinu en hann hafði aldrei þvegið fötin sín sjálfur. „Mamma gerði það alltaf fyrir mig. Við mamma búum tvö í Hollandi. Hún hefur líka alltaf eldað fyrir mig en nú þarf ég að læra að elda sjálfur,“ segir Angelo og réttir fram 1944 pastatöfra sem hann ætlar að borða í kvöldmat. „Ég held ég geti nú eldað þetta en mér finnst íslenskur matur mjög góður. Ég elska Appelsín og Mix.“Þungbær dvöl á Litla-HrauniHann segir dvöl sína á Litla-Hrauni hafa verið þungbæra. „Ég fékk bara að fara út úr klefanum í einn klukkutíma á dag. Mér fannst það fangelsi samt gott og lögreglumennirnir voru svo góðir við mig og maturinn mjög góður.“ Hann bætir við að hann hafi þó verið einmana og að verst hafi honum þótt að fyrstu vikurnar hafi hann ekki fengið upplýsingar um hvort fjölskyldan vissi af honum. „Foreldrar mínir voru svo aldrei látnir vita.“ Móðir Angelos lýsti því í samtali við Fréttablaðið í lok október hvað það hefði verið erfitt fyrir fjölskylduna að vita ekki af ferðum hans. Angelo segir að hann sé vanur að vera með mömmu sinni um jólin. „Ég sakna hennar en hún á ekki pening til að koma strax. Ég talaði við hana á Skype og hún segist ætla að koma bráðum.“ Verður hjá Hjálpræðishernum í mat í kvöldHann hefur fengið pláss í kvöldverð hjá Hjálpræðishernum í dag. Þá hefur fjöldinn allur af Íslendingum boðið fram aðstoð sína. „Ég fer á morgun í mat til fjölskyldu vinar míns úr fangelsinu. Þau ætla að sækja mig og það finnst mér mjög gaman. Mér finnst svo gaman að vera með fólki.“ Í lokin segir Angelo að verjandi hans hafi útskýrt fyrir sér að nú væri bara að bíða eftir að rannsókn hjá lögreglunni væri lokið. „Ég ætla bara að vera í tölvunni, labba um og svo langar mig mikið í sund. Ég þekki engan á Íslandi nema verjandann minn en hann er mjög góður við mig,“ segir Angelo. Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Erlent Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Erlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Fleiri fréttir Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Sjá meira
„Maður bauð mér vinnu og sagði að ég ætti að fara í ferðalag. Ég fékk peninga fyrir og átti ekki mikið af peningum. Ég hugsaði að ég fengi að fara frítt til Íslands og ákvað að gera það enda mikið ævintýri. Þetta var svo bara alls ekki góð hugmynd og ég geri þetta aldrei aftur,“ segir Angelo Uijleman, 28 ára Hollendingur sem úrskurðaður var í farbann í Héraðsdómi Reykjaness á mánudag. Angelo er grunaður um aðild að umfangsmiklu fíkniefnasmygli hingað til lands með Norrænu. Hann var handtekinn í september ásamt tveimur Íslendingum og öðrum Hollendingi. Hann var í kjölfarið færður í einangrun á Litla-Hrauni í átta vikur. Sú vist var gagnrýnd vegna andlegrar fötlunar Angelo. Að sögn móður hans skilur hann oft ekki aðstæður og er einfaldur. Hún segir hann þó alltaf jákvæðan og tilbúinn að gera allt fyrir alla. Angelo var loks færður á Kvíabryggju í nóvember þar sem hann dvaldi síðustu vikur.Nú dvelur Angelo á gistiheimili í miðbæ Reykjavíkurvísir/ernirGóðir vinir á Kvíabryggju Nú dvelur Angelo á gistiheimili í miðbæ Reykjavíkur þar til tekin verður ákvörðun um að gefa út ákæru í málinu eða þar til dómur fellur. Það gæti tekið marga mánuði. Blaðamaður fór og hitti Angelo á gistiheimilinu í gær, ásamt verjanda hans, sem Angelo óskaði eftir að væri viðstaddur viðtalið. „Ég kvarta ekki mikið en það helsta er að mig vantar handklæði og svo er ég einmana en ég ætla að fara í Kringluna og reyna að rata um bæinn á næstu dögum.“ Það fyrsta sem Angelo vill ræða er hve vel honum leið á Kvíabryggju. Hann vildi óska að hann væri þar enn enda einmanalegra á gistiheimilinu. Þá sé sturtan á gistiheimilinu ekki eins góð og í fangelsinu og þar hafi hann ekki sjónvarp til að horfa á. „Húsið sem ég var í síðustu vikurnar var fullkomið. Þetta var mjög flott. Það var æðislegur matur. Þar var æðislegt fólk. Allir voru tilbúnir að hjálpa mér og kenna mér og ég eignaðist góða vini þar sem voru svo skemmtilegir,“ segir hannHreiðar Már kenndi á þvottvélAngelo útskýrir að á Kvíabryggju hafi verið nóg að gera. „Við spiluðum spil, horfðum á sjónvarpið og ég var með herbergi fyrir sjálfan mig en gat alltaf farið í stofuna til að hitta vini mína og var því aldrei einn. Ég var í húsi með bankamönnunum og þeir kenndu mér margt,“ segir Angelo. Hann segir blaðamanni frá því þegar Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings, kenndi honum á þvottavél. Hann kveðst vera þakklátur fyrir það enda þurfi hann að þvo fötin sín sjálfur á gistiheimilinu en hann hafði aldrei þvegið fötin sín sjálfur. „Mamma gerði það alltaf fyrir mig. Við mamma búum tvö í Hollandi. Hún hefur líka alltaf eldað fyrir mig en nú þarf ég að læra að elda sjálfur,“ segir Angelo og réttir fram 1944 pastatöfra sem hann ætlar að borða í kvöldmat. „Ég held ég geti nú eldað þetta en mér finnst íslenskur matur mjög góður. Ég elska Appelsín og Mix.“Þungbær dvöl á Litla-HrauniHann segir dvöl sína á Litla-Hrauni hafa verið þungbæra. „Ég fékk bara að fara út úr klefanum í einn klukkutíma á dag. Mér fannst það fangelsi samt gott og lögreglumennirnir voru svo góðir við mig og maturinn mjög góður.“ Hann bætir við að hann hafi þó verið einmana og að verst hafi honum þótt að fyrstu vikurnar hafi hann ekki fengið upplýsingar um hvort fjölskyldan vissi af honum. „Foreldrar mínir voru svo aldrei látnir vita.“ Móðir Angelos lýsti því í samtali við Fréttablaðið í lok október hvað það hefði verið erfitt fyrir fjölskylduna að vita ekki af ferðum hans. Angelo segir að hann sé vanur að vera með mömmu sinni um jólin. „Ég sakna hennar en hún á ekki pening til að koma strax. Ég talaði við hana á Skype og hún segist ætla að koma bráðum.“ Verður hjá Hjálpræðishernum í mat í kvöldHann hefur fengið pláss í kvöldverð hjá Hjálpræðishernum í dag. Þá hefur fjöldinn allur af Íslendingum boðið fram aðstoð sína. „Ég fer á morgun í mat til fjölskyldu vinar míns úr fangelsinu. Þau ætla að sækja mig og það finnst mér mjög gaman. Mér finnst svo gaman að vera með fólki.“ Í lokin segir Angelo að verjandi hans hafi útskýrt fyrir sér að nú væri bara að bíða eftir að rannsókn hjá lögreglunni væri lokið. „Ég ætla bara að vera í tölvunni, labba um og svo langar mig mikið í sund. Ég þekki engan á Íslandi nema verjandann minn en hann er mjög góður við mig,“ segir Angelo.
Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Erlent Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Erlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Fleiri fréttir Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Sjá meira