Kaleo vinnur með þreföldum Grammy-verðlaunahafa Gunnar Leó Pálsson skrifar 28. desember 2015 08:00 Þrír af fjórum meðlimum hljómsveitarinnar Kaleo eru staddir á Íslandi yfir hátíðarnar en sveitin hefur verið meira og minna stödd í Bandaríkjunum síðastliðið ár. mynd/Alexandra Valenti Hljómsveitin Kaleo hefur að undanförnu unnið að nýrri plötu, sem er jafnframt fyrsta plata sveitarinnar eftir að hún skrifaði undir plötusamning við Atlantic Records. Það er sannkallaður þungavigtarmaður sem stýrir upptökum á plötunni en sá heitir Jacquire King og hefur hann unnið með nöfnum á borð við Kings of Leon, Tom Waits, James Bay, Modest Mouse, Buddy Guy, Norah Jones og Of Monsters and Men. „Við erum hæstánægðir með það samstarf, það eru toppmenn í öllum stöðum með okkur. Það eru algjör forréttindi að vinna með Jacquire King,“ segir Jökull Júlíusson, söngvari og annar gítarleikara Kaleo, um samstarfið. Þrír af fjórum meðlimum hljómsveitarinnar eru staddir á Íslandi yfir hátíðarnar en sveitin hefur meira og minna haldið sig í Bandaríkjunum síðastliðið ár. Um þessar mundir er slétt ár síðan sveitin skrifaði undir plötusamning við Atlantic Records. „Þetta er svo sannarlega langþráð frí, þetta er líka í fyrsta sinn sem við erum ekkert að spila þegar við komum heim,“ segir Jökull alsæll á Íslandi. Sveitin hefur gert út frá Austin í Texas undanfarið ár en hefur einnig mikið verið í Nashville. Þeir félagar halda aftur utan þann 3. janúar til að leggja lokahönd á plötuna. „Við erum að fara til Nashville þar sem við munum klára plötuna. Ég veit ekki alveg hvenær hún kemur út, það er eitthvað eftir en ef allt gengur eftir kemur hún vonandi út snemma á næsta ári eða í vor,“ segir Jökull spurður út í nýju plötuna. Á henni er að finna nýtt efni en þó er möguleiki á að nokkur lög af fyrri plötunni rati á nýju plötuna. „Þetta er náttúrulega fyrsta platan okkar úti þannig að ef til vill fara þrjú lög af gömlu plötunni á þá nýju en þetta verður samt mestmegnis nýtt efni.“ Platan er tekin upp í hinu víðfræga hljóðveri Blackbird Studio í Nashville en þar hafa ekki ómerkari nöfn heldur en Kings of Leon, Justin Bieber, Red Hot Chili Peppers, Taylor Swift og Bruce Springsteen unnið, svo nokkur séu nefnd. „Það er mikill heiður að fá að vinna í þessu frábæra stúdíói.“ Árið sem er að líða hefur verið ansi annasamt hjá Kaleo og hefur sveitin komið fram í yfir 40 fylkjum í Bandaríkjunum, spilað á yfir 150 tónleikum og farið ansi víða. Árið 2016 virðist ekki ætla að verða rólegra. „Það er nóg framundan, næsta ár verður vonandi viðburðaríkt eins og þetta ár var. Það er auðvitað ný plata og við erum að fara að fylgja henni eftir. Við förum á headline-túr í febrúar, förum til Ástralíu í mars og svo erum við bókaðir á nokkur festivöl. Við erum nokkurn veginn bókaðir langt fram á næsta ár,“ útskýrir Jökull. Hann segist þó vonast til þess að þeir félagar geti komið heim í sumar og haldið útgáfutónleika á Íslandi. „Það væri frábært að geta tekið útgáfutónleika heima í sumar.“Jökull Júlíusson söngvari og annar gítarleikara Kaleo.Mynd/Jónatan GrétarssonJacquire King hefur unnið með nöfnum á borð við:Kings of LeonNorah JonesBuddy GuyOf Monsters and MenDawesTom WaitsPunch BrothersModest MouseJames BayEditorsGrammy-verðlaun Jacquire King2010 - Lag ársins. Lagið Use Somebody í flutningi hljómsveitarinnar Kings Of Leon.2003 - Blúsplata ársins. Platan Blues Singer með blúsaranum Buddy Guy.1999 - Samtíma-folk plata ársins. Platan Mule Variations með tónlistarmanninum Tom Waits.Þekkt nöfn sem unnið hafa í Black Bird Studios:Kings of LeonJustin BieberRed Hot Chili PeppersTaylor SwiftBruce SpringsteenMaroon 5Black Eyed PeasBon JoviMiley CyrusLionel Richie Grammy Justin Bieber á Íslandi Kaleo Mest lesið Sviptir hulunni af þrettánda barni Musks Lífið Baltasar, Sunneva og Kilja litla njóta lífsins Lífið Þau komust áfram í úrslit Söngvakeppninar Lífið Krakkatían: Eurovision, Góa og Gettu betur Lífið Þórdís Björk selur höllina á Arnarnesi Lífið Dúbaí-súkkulaðið umtalaða: „Þetta er galin sala“ Lífið „Við höfum það fyrir sið að faðmast í að lágmarki sjö sekúndur á hverjum morgni“ Lífið samstarf Barnaníðsmáli Jay-Z vísað frá Lífið „Ég er búin að sætta mig við að ég mun líklega aldrei fá nein svör“ Lífið Fréttatía vikunnar: Mismæli, sakborningar og Elon Musk Lífið Fleiri fréttir Sviptir hulunni af þrettánda barni Musks Krakkatían: Eurovision, Góa og Gettu betur Þau komust áfram í úrslit Söngvakeppninar Baltasar, Sunneva og Kilja litla njóta lífsins Barnaníðsmáli Jay-Z vísað frá Fréttatía vikunnar: Mismæli, sakborningar og Elon Musk Dúbaí-súkkulaðið umtalaða: „Þetta er galin sala“ Bitist um miða á ball vinstri sinnaðs ábreiðubands Þórdís Björk selur höllina á Arnarnesi „Sorgleg þróun“ Líf og fjör í teiti 66°Norður í Kaupmannahöfn „Fann það á mér að það væri of mikil fórn“ Kanye og Censori séu við það að skilja Öðruvísi hugmyndir fyrir Valentínusardaginn Blár hvalur í kveðjugjöf „Geta tveir einstaklingar með svona ólíka lífssýn átt í hjónabandi?“ Russell Brand stefnt vegna kynferðislegrar áreitni Eyþór Wöhler hefur fundið ástina Björn Hlynur og Rakel slettu úr klaufunum Breytti lúxusíbúð frá 1985 í Efstaleitinu í risastóra lúxussvítu Von Trier lagður inn á hjúkrunarheimili Eldri borgarar á hraðstefnumóti í Bíó paradís Íslensku kryddpíurnar en hver er hvað? Móðirin ósátt við veru sonarins í Hvíta húsinu Öryrki um þrítugt vegna verkja en lyfjalaus í dag Draumurinn rættist en honum fylgdi skömm Taldi sig hólpna því síminn hringdi aldrei Tilhugsun um kynlíf á ný óbærileg Forsetahjónin mættu á frumsýningu Sigurvilja „Ég gerði ein mistök, eða tvö“ Sjá meira
Hljómsveitin Kaleo hefur að undanförnu unnið að nýrri plötu, sem er jafnframt fyrsta plata sveitarinnar eftir að hún skrifaði undir plötusamning við Atlantic Records. Það er sannkallaður þungavigtarmaður sem stýrir upptökum á plötunni en sá heitir Jacquire King og hefur hann unnið með nöfnum á borð við Kings of Leon, Tom Waits, James Bay, Modest Mouse, Buddy Guy, Norah Jones og Of Monsters and Men. „Við erum hæstánægðir með það samstarf, það eru toppmenn í öllum stöðum með okkur. Það eru algjör forréttindi að vinna með Jacquire King,“ segir Jökull Júlíusson, söngvari og annar gítarleikara Kaleo, um samstarfið. Þrír af fjórum meðlimum hljómsveitarinnar eru staddir á Íslandi yfir hátíðarnar en sveitin hefur meira og minna haldið sig í Bandaríkjunum síðastliðið ár. Um þessar mundir er slétt ár síðan sveitin skrifaði undir plötusamning við Atlantic Records. „Þetta er svo sannarlega langþráð frí, þetta er líka í fyrsta sinn sem við erum ekkert að spila þegar við komum heim,“ segir Jökull alsæll á Íslandi. Sveitin hefur gert út frá Austin í Texas undanfarið ár en hefur einnig mikið verið í Nashville. Þeir félagar halda aftur utan þann 3. janúar til að leggja lokahönd á plötuna. „Við erum að fara til Nashville þar sem við munum klára plötuna. Ég veit ekki alveg hvenær hún kemur út, það er eitthvað eftir en ef allt gengur eftir kemur hún vonandi út snemma á næsta ári eða í vor,“ segir Jökull spurður út í nýju plötuna. Á henni er að finna nýtt efni en þó er möguleiki á að nokkur lög af fyrri plötunni rati á nýju plötuna. „Þetta er náttúrulega fyrsta platan okkar úti þannig að ef til vill fara þrjú lög af gömlu plötunni á þá nýju en þetta verður samt mestmegnis nýtt efni.“ Platan er tekin upp í hinu víðfræga hljóðveri Blackbird Studio í Nashville en þar hafa ekki ómerkari nöfn heldur en Kings of Leon, Justin Bieber, Red Hot Chili Peppers, Taylor Swift og Bruce Springsteen unnið, svo nokkur séu nefnd. „Það er mikill heiður að fá að vinna í þessu frábæra stúdíói.“ Árið sem er að líða hefur verið ansi annasamt hjá Kaleo og hefur sveitin komið fram í yfir 40 fylkjum í Bandaríkjunum, spilað á yfir 150 tónleikum og farið ansi víða. Árið 2016 virðist ekki ætla að verða rólegra. „Það er nóg framundan, næsta ár verður vonandi viðburðaríkt eins og þetta ár var. Það er auðvitað ný plata og við erum að fara að fylgja henni eftir. Við förum á headline-túr í febrúar, förum til Ástralíu í mars og svo erum við bókaðir á nokkur festivöl. Við erum nokkurn veginn bókaðir langt fram á næsta ár,“ útskýrir Jökull. Hann segist þó vonast til þess að þeir félagar geti komið heim í sumar og haldið útgáfutónleika á Íslandi. „Það væri frábært að geta tekið útgáfutónleika heima í sumar.“Jökull Júlíusson söngvari og annar gítarleikara Kaleo.Mynd/Jónatan GrétarssonJacquire King hefur unnið með nöfnum á borð við:Kings of LeonNorah JonesBuddy GuyOf Monsters and MenDawesTom WaitsPunch BrothersModest MouseJames BayEditorsGrammy-verðlaun Jacquire King2010 - Lag ársins. Lagið Use Somebody í flutningi hljómsveitarinnar Kings Of Leon.2003 - Blúsplata ársins. Platan Blues Singer með blúsaranum Buddy Guy.1999 - Samtíma-folk plata ársins. Platan Mule Variations með tónlistarmanninum Tom Waits.Þekkt nöfn sem unnið hafa í Black Bird Studios:Kings of LeonJustin BieberRed Hot Chili PeppersTaylor SwiftBruce SpringsteenMaroon 5Black Eyed PeasBon JoviMiley CyrusLionel Richie
Grammy Justin Bieber á Íslandi Kaleo Mest lesið Sviptir hulunni af þrettánda barni Musks Lífið Baltasar, Sunneva og Kilja litla njóta lífsins Lífið Þau komust áfram í úrslit Söngvakeppninar Lífið Krakkatían: Eurovision, Góa og Gettu betur Lífið Þórdís Björk selur höllina á Arnarnesi Lífið Dúbaí-súkkulaðið umtalaða: „Þetta er galin sala“ Lífið „Við höfum það fyrir sið að faðmast í að lágmarki sjö sekúndur á hverjum morgni“ Lífið samstarf Barnaníðsmáli Jay-Z vísað frá Lífið „Ég er búin að sætta mig við að ég mun líklega aldrei fá nein svör“ Lífið Fréttatía vikunnar: Mismæli, sakborningar og Elon Musk Lífið Fleiri fréttir Sviptir hulunni af þrettánda barni Musks Krakkatían: Eurovision, Góa og Gettu betur Þau komust áfram í úrslit Söngvakeppninar Baltasar, Sunneva og Kilja litla njóta lífsins Barnaníðsmáli Jay-Z vísað frá Fréttatía vikunnar: Mismæli, sakborningar og Elon Musk Dúbaí-súkkulaðið umtalaða: „Þetta er galin sala“ Bitist um miða á ball vinstri sinnaðs ábreiðubands Þórdís Björk selur höllina á Arnarnesi „Sorgleg þróun“ Líf og fjör í teiti 66°Norður í Kaupmannahöfn „Fann það á mér að það væri of mikil fórn“ Kanye og Censori séu við það að skilja Öðruvísi hugmyndir fyrir Valentínusardaginn Blár hvalur í kveðjugjöf „Geta tveir einstaklingar með svona ólíka lífssýn átt í hjónabandi?“ Russell Brand stefnt vegna kynferðislegrar áreitni Eyþór Wöhler hefur fundið ástina Björn Hlynur og Rakel slettu úr klaufunum Breytti lúxusíbúð frá 1985 í Efstaleitinu í risastóra lúxussvítu Von Trier lagður inn á hjúkrunarheimili Eldri borgarar á hraðstefnumóti í Bíó paradís Íslensku kryddpíurnar en hver er hvað? Móðirin ósátt við veru sonarins í Hvíta húsinu Öryrki um þrítugt vegna verkja en lyfjalaus í dag Draumurinn rættist en honum fylgdi skömm Taldi sig hólpna því síminn hringdi aldrei Tilhugsun um kynlíf á ný óbærileg Forsetahjónin mættu á frumsýningu Sigurvilja „Ég gerði ein mistök, eða tvö“ Sjá meira