Harrison Ford fær 76 sinnum hærri laun en mótleikarar Sæunn Gísladóttir skrifar 21. desember 2015 13:42 Framleiðendur nýju Star Wars myndanna töldu mjög mikilvægt að hafa Harrison Ford með í myndinni. Hér eru Ford ásamt leikstjóra myndarinnar, J.J. Abrams. Vísir/Getty Harrison Ford fær allt að 23 milljónir punda, jafnvirði 4,5 milljarða íslenskra króna, fyrir þátttöku sína í Star Wars: The Force Awakens. Þetta er 76 sinnum meira en bresku leikararnir Daisy Ridley og John Boyega, nýliðarnir í Star Wars seríunni, fá fyrir sinn leik. Mail on Sunday greinir frá því að Harrison Ford hafi fengið 16,7 milljónir punda, jafnvirði þriggja milljarða íslenskra króna, auk 0,5 prósent af tekjum kvikmyndarinnar í sinn hlut fyrir leik sinn. Spáð er því að tekjur kvikmyndarinnar geti numið 1,3 milljörðum punda. Hann fékk einnig milljón pund, 194 milljónir íslenskar krónur, í skaðabætur þegar hann fótbrotnaði við tökur myndarinnar. Því gæti Harrison Ford fengið allt að 4,5 milljörðum króna fyrir myndina. Á sama tíma fá nýliðarnir 300 þúsund pund, jafnvirði 58 milljóna íslenskra króna, fyrir leik sinn í myndinni og brot af tekjum þegar þær fara yfir milljarð dollara. Heimildamaður frá Disney sagði blaðinu að Harrison væri lykillinn að því að láta kvikmyndina ganga upp. Gott var að fá Mark Hamill og Carrie Fisher aftur til leiks, en myndin hefði ekki gengið án Harrison Ford. Harrison Ford hefur heldur betur hækkað í launum frá því að hann lék í fyrstu kvikmyndinni árið 1977, þá fékk hann sjö þúsund pund, eða 1,4 milljón króna fyrir leik sinn. Star Wars Mest lesið Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Viðskipti erlent Að umbreyta fómó í jómó um verslunarmannahelgina Atvinnulíf Fleiri fréttir Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Harrison Ford fær allt að 23 milljónir punda, jafnvirði 4,5 milljarða íslenskra króna, fyrir þátttöku sína í Star Wars: The Force Awakens. Þetta er 76 sinnum meira en bresku leikararnir Daisy Ridley og John Boyega, nýliðarnir í Star Wars seríunni, fá fyrir sinn leik. Mail on Sunday greinir frá því að Harrison Ford hafi fengið 16,7 milljónir punda, jafnvirði þriggja milljarða íslenskra króna, auk 0,5 prósent af tekjum kvikmyndarinnar í sinn hlut fyrir leik sinn. Spáð er því að tekjur kvikmyndarinnar geti numið 1,3 milljörðum punda. Hann fékk einnig milljón pund, 194 milljónir íslenskar krónur, í skaðabætur þegar hann fótbrotnaði við tökur myndarinnar. Því gæti Harrison Ford fengið allt að 4,5 milljörðum króna fyrir myndina. Á sama tíma fá nýliðarnir 300 þúsund pund, jafnvirði 58 milljóna íslenskra króna, fyrir leik sinn í myndinni og brot af tekjum þegar þær fara yfir milljarð dollara. Heimildamaður frá Disney sagði blaðinu að Harrison væri lykillinn að því að láta kvikmyndina ganga upp. Gott var að fá Mark Hamill og Carrie Fisher aftur til leiks, en myndin hefði ekki gengið án Harrison Ford. Harrison Ford hefur heldur betur hækkað í launum frá því að hann lék í fyrstu kvikmyndinni árið 1977, þá fékk hann sjö þúsund pund, eða 1,4 milljón króna fyrir leik sinn.
Star Wars Mest lesið Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Viðskipti erlent Að umbreyta fómó í jómó um verslunarmannahelgina Atvinnulíf Fleiri fréttir Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira