Alls börðust 10 milljón manns um 750 þúsund miða er fram kemur í færslu á vef síðunnar Ticketmaster sem hélt utan um miðasöluna.
Sjá einnig: Tix.is um Bieber-miðasöluna: Of hratt hleypt inn í röðina
Hvergi var ásóknin þó meiri en í New York þar sem 120 þúsund miðar voru í boði á sex tónleika Adele í Madison Square Garden. Eftirspurnin á þá tónleika var rúmlega 30-föld en um 4 milljón manns sóttust eftir umræddum miðum.
„Því miður, þegar svo ótrúlegur listamaður á í hlut og eftirspurnin er jafn gríðarleg eftir fáum miðum, þá munu óneitanlega einhverjir aðdáendur verða svekktir,“ sagði forstjóri Ticketmaster í færslunni.
Netverjar gerðu sér að sjálfsögðu mat úr þessu og fylltust samskiptaforritin af færslum um miðasölusvekkelsið.
"Are you sad you couldn't get #AdeleTickets?" https://t.co/c9cJ4XelEa
— ¡Gabe! Ortíz (@TUSK81) December 17, 2015