Listasafnið á Akureyri í endurnýjun lífdaga Magnús Guðmundsson skrifar 7. janúar 2015 16:00 "Við erum með einar tuttugur og þrjár spennandi sýningar á þessu ári,“ segir Hlynur Hallsson safnstjóri Listasafnins á Akureyri. Mynd/Auðunn Níelsson „Eftir nokkur mögur ár erum við nú með sanni að koma til baka af miklum krafti. Safnið er að bæta við sig húsakosti sem þýðir aukið sýningarrými og við tökum upp að nýju nafnið Listafnið á Akureyri eftir að hafa kallast Sjónlistamiðstöð Akureyrar í nokkur ár," segir Hlynur Hallsson safnstjóri. Safnið fær af þessu tilefni nýtt merki og einkennislit ásamt nýrri heimasíðu, listak.is, sem fer í loftið í dag, miðvikudag. Að auki kemur ársbæklingurinn okkar út í dag og verður honum dreift í öll hús á Akureyri, áhugasamir geta nálgast hann á stærri listasöfnunum í Reykjavík og jafnvel víðar.“Aftur byrjuð að kaupa myndlist „Það er lykilatriði fyrir okkur að safnið er aftur farið að kaupa myndlist og safna verkum. Þó að þröngt sé í búi og mikils aðhalds þörf í öllum rekstri þá er reglubundin aukning safnkostsins algjörlega nauðsynleg upp á komandi tíma. Nú eru liðin tíu ár síðan safnið keypti síðast verk og það er alltof langur tími. Að vera aftur byrjuð að kaupa myndlist, þótt það sé ekki af miklum efnum, er okkur alveg gríðarlegt fagnaðarefni. Að auki má geta þess að við erum með einar tuttugur og þrjár ólíkar og spennandi sýningar áætlaðar á þessu ári.“Loks í listasafni á 100 ára afmæli! „Fyrstu sýningar ársins verða opnaðar næstkomandi laugardag og eru skemmtilega ólíkar. Í mið- og austursal má sjá yfirlitssýningu á verkum Elísabetar Geirmundsdóttur, Listakonan í Fjörunni. Elísabet var fjölhæf alþýðulistakona, þekktust fyrir höggmyndir, þó gerði hún einnig málverk og teikningar, myndskreytti bækur, hannaði hús og merki og samdi ljóð og lög. Það er afar viðeigandi að á 100 ára afmæli kosningaréttar kvenna á Íslandi og 100 ára fæðingarafmæli Elísabetar skuli vera sett upp yfirlitssýning á verkum hennar. Í huga okkar hér felst í þessu ákveðin endurreisn á þessari merku listakonu þar sem verk hennar hafa ekki verið sýnd áður í listasafni. Sýningin stendur til 8. mars og er unnin í samvinnu við Minjasafnið á Akureyri og fjölskyldu Elísabetar. Að auki verður fjöldi skemmtilegra viðburða í tengslum við sýninguna.“(Ó)Stöðugleiki í vestursal „Í vestursal sýnir Habby Osk undir yfirskriftinni (Ó)Stöðugleiki. Sýningin er hluti af sýningaröð sem mun standa til 8. mars og inniheldur átta vikulangar sýningar. Aðrir sýnendur eru Brenton Alexander Smith, Jóna Hlíf Halldórsdóttir, Kristján Pétur Sigurðsson, Þóra Karlsdóttir, Joris Rademaker, Lárus H. List og Arnar Ómarsson. Habby Osk býr og starfar í New York en hefur haldið fimm einkasýningar á Íslandi og í Bandaríkjunum og tekið þátt í fjölmörgum samsýningum víða um heim. Megininntak sýningarinnar tengist hugtökunum um stöðugleika og jafnvægi og er sýningin afar áhugaverð fyrir myndlistarunnendur. Það er því fjölmargt spennandi í gangi hér í safninu og við hlökkum mikið til þess að taka á móti sem allra flestum gestum á árinu.“ Menning Mest lesið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Lífið Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Lífið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Lífið Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Veikindafríi Páls Óskars lokið Lífið Fleiri fréttir Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
„Eftir nokkur mögur ár erum við nú með sanni að koma til baka af miklum krafti. Safnið er að bæta við sig húsakosti sem þýðir aukið sýningarrými og við tökum upp að nýju nafnið Listafnið á Akureyri eftir að hafa kallast Sjónlistamiðstöð Akureyrar í nokkur ár," segir Hlynur Hallsson safnstjóri. Safnið fær af þessu tilefni nýtt merki og einkennislit ásamt nýrri heimasíðu, listak.is, sem fer í loftið í dag, miðvikudag. Að auki kemur ársbæklingurinn okkar út í dag og verður honum dreift í öll hús á Akureyri, áhugasamir geta nálgast hann á stærri listasöfnunum í Reykjavík og jafnvel víðar.“Aftur byrjuð að kaupa myndlist „Það er lykilatriði fyrir okkur að safnið er aftur farið að kaupa myndlist og safna verkum. Þó að þröngt sé í búi og mikils aðhalds þörf í öllum rekstri þá er reglubundin aukning safnkostsins algjörlega nauðsynleg upp á komandi tíma. Nú eru liðin tíu ár síðan safnið keypti síðast verk og það er alltof langur tími. Að vera aftur byrjuð að kaupa myndlist, þótt það sé ekki af miklum efnum, er okkur alveg gríðarlegt fagnaðarefni. Að auki má geta þess að við erum með einar tuttugur og þrjár ólíkar og spennandi sýningar áætlaðar á þessu ári.“Loks í listasafni á 100 ára afmæli! „Fyrstu sýningar ársins verða opnaðar næstkomandi laugardag og eru skemmtilega ólíkar. Í mið- og austursal má sjá yfirlitssýningu á verkum Elísabetar Geirmundsdóttur, Listakonan í Fjörunni. Elísabet var fjölhæf alþýðulistakona, þekktust fyrir höggmyndir, þó gerði hún einnig málverk og teikningar, myndskreytti bækur, hannaði hús og merki og samdi ljóð og lög. Það er afar viðeigandi að á 100 ára afmæli kosningaréttar kvenna á Íslandi og 100 ára fæðingarafmæli Elísabetar skuli vera sett upp yfirlitssýning á verkum hennar. Í huga okkar hér felst í þessu ákveðin endurreisn á þessari merku listakonu þar sem verk hennar hafa ekki verið sýnd áður í listasafni. Sýningin stendur til 8. mars og er unnin í samvinnu við Minjasafnið á Akureyri og fjölskyldu Elísabetar. Að auki verður fjöldi skemmtilegra viðburða í tengslum við sýninguna.“(Ó)Stöðugleiki í vestursal „Í vestursal sýnir Habby Osk undir yfirskriftinni (Ó)Stöðugleiki. Sýningin er hluti af sýningaröð sem mun standa til 8. mars og inniheldur átta vikulangar sýningar. Aðrir sýnendur eru Brenton Alexander Smith, Jóna Hlíf Halldórsdóttir, Kristján Pétur Sigurðsson, Þóra Karlsdóttir, Joris Rademaker, Lárus H. List og Arnar Ómarsson. Habby Osk býr og starfar í New York en hefur haldið fimm einkasýningar á Íslandi og í Bandaríkjunum og tekið þátt í fjölmörgum samsýningum víða um heim. Megininntak sýningarinnar tengist hugtökunum um stöðugleika og jafnvægi og er sýningin afar áhugaverð fyrir myndlistarunnendur. Það er því fjölmargt spennandi í gangi hér í safninu og við hlökkum mikið til þess að taka á móti sem allra flestum gestum á árinu.“
Menning Mest lesið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Lífið Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Lífið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Lífið Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Veikindafríi Páls Óskars lokið Lífið Fleiri fréttir Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp