Umboðsmaður Alþingis lýkur á næstu dögum frumkvæðisathugun sinni á samskiptum fyrrverandi innanríkisráðherra, Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, og fyrrverandi lögreglustjóra á höfuðborgarsvæðinu.
Málið hófst 30. júlí síðastliðinn þegar umboðsmaður óskaði eftir upplýsingum um samskipti ráðherrans við lögreglustjórann í tengslum við lögreglurannsókn á meðferð trúnaðarupplýsinga í innanríkisráðuneytinu.
