A-Evrópa tekur við keflinu af Íslandi Freyr Bjarnason skrifar 20. janúar 2015 11:30 Sigtryggur Baldursson segir að viðbrögðin sem íslensku hljómsveitirnar fengu hafi verið sérlega góð. Vísir/Arnþór „Þetta gekk mjög vel. Við fengum rosalega fín viðbrögð við öllum tónleikunum,“ segir Sigtryggur Baldursson, framkvæmdastjóri ÚTÓN. Hann er nýkominn heim frá Groningen í Hollandi. Þar voru nítján flytjendur frá Íslandi í brennidepli á tónlistarráðstefnunni og hátíðinni Eurosonic. Á hátíðinni á næsta ári verður Austur-Evrópa í brennidepli, sem verður væntanlega mikil breyting frá íslenska áherslupunktinum. „Það er farið frá 300 þúsund manna þjóðinni yfir í hundrað milljóna pakkann. Þessi sveifla þarna á milli er svolítið ýkt,“ segir Sigtryggur. Nú þegar hafa að minnsta kosti fjórar hljómsveitir verið bókaðar inn á erlendar tónlistarhátíðir í sumar eftir þátttöku í Eurosonic, eða Vök, Young Karin, Sólstafir og Mammút. Að sögn Sigtryggs var smekkfullt á alla íslensku tónleikana og viðburðina og umfjöllun fjölmiðla var góð. „Það var mjög góður rómur gerður að þessum fókus Íslands. Samkvæmt PR-gengi Eurosonic höfum við sett nýjan standard á þetta.“ Hann segir að athygli hafi vakið að íslenskir ráðherrar og borgarstjóri Reykjavíkur hafi látið sjá sig. „Það vakti mikla athygli hjá alþjóðlegu fulltrúunum sem voru þarna að það mættu ráðherrar frá Íslandi og höfðu áhuga á málefninu, settu sig inn í þetta og vissu hvað þeir voru að tala um. Það fannst mér mjög gott.“ Tónlist Mest lesið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið Fleiri fréttir Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira
„Þetta gekk mjög vel. Við fengum rosalega fín viðbrögð við öllum tónleikunum,“ segir Sigtryggur Baldursson, framkvæmdastjóri ÚTÓN. Hann er nýkominn heim frá Groningen í Hollandi. Þar voru nítján flytjendur frá Íslandi í brennidepli á tónlistarráðstefnunni og hátíðinni Eurosonic. Á hátíðinni á næsta ári verður Austur-Evrópa í brennidepli, sem verður væntanlega mikil breyting frá íslenska áherslupunktinum. „Það er farið frá 300 þúsund manna þjóðinni yfir í hundrað milljóna pakkann. Þessi sveifla þarna á milli er svolítið ýkt,“ segir Sigtryggur. Nú þegar hafa að minnsta kosti fjórar hljómsveitir verið bókaðar inn á erlendar tónlistarhátíðir í sumar eftir þátttöku í Eurosonic, eða Vök, Young Karin, Sólstafir og Mammút. Að sögn Sigtryggs var smekkfullt á alla íslensku tónleikana og viðburðina og umfjöllun fjölmiðla var góð. „Það var mjög góður rómur gerður að þessum fókus Íslands. Samkvæmt PR-gengi Eurosonic höfum við sett nýjan standard á þetta.“ Hann segir að athygli hafi vakið að íslenskir ráðherrar og borgarstjóri Reykjavíkur hafi látið sjá sig. „Það vakti mikla athygli hjá alþjóðlegu fulltrúunum sem voru þarna að það mættu ráðherrar frá Íslandi og höfðu áhuga á málefninu, settu sig inn í þetta og vissu hvað þeir voru að tala um. Það fannst mér mjög gott.“
Tónlist Mest lesið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið Fleiri fréttir Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira