Fetar ótroðnar slóðir Rikka skrifar 23. janúar 2015 10:45 visir/ernir Hann er uppalinn í miðbæ Reykjavíkur og gekk í Austurbæjarskóla eins og menn gera í þeim hluta höfuðborgarinnar. Við fyrstu kynni virkar Guðmundur Jörundsson, fatahönnuður og eigandi verslunarinnar JÖR, nokkuð yfirvegaður og sjálfsöruggur. Hann er dulur og ekki laust við að maður sé forvitinn að vita hvern mann hann hefur að geyma. „Ég var einmitt að koma úr árumyndatöku,“ segir hann eins og ekkert sé eðlilegra. „Áran mín er út á við fjólublá og mjög róleg en í grunninn er hún græn. Ég virka kannski rólegri en ég er og verð sjaldan það stressaður að ég finni fyrir því.“Talan þrettán er þráðurinnGuðmundur á ættir að rekja norður í land, í Aðaldalinn og til Hríseyjar, nánar tiltekið til Syðstabæjar sem er elsta húsið í eyjunni. Þar bjó afi og alnafni okkar manns og líka annar forfaðir, einn mesti sægarpur Íslandssögunnar „Hákarla-Jörundur,“ útvegsbóndi og hákarlaveiðimaður sem tók bráð sína víst engum vettlingatökum og sneri hana niður með berum höndum. Sagt er að hann hafi verið ansi magnaður, hann sá meira og skynjaði en flestir hans samferðarmenn. „Afi var skyggn en starfaði ekki sem miðill en var víst rosalegur hef ég heyrt af sögum þeirra sem þekktu til hans.“ Mér leikur forvitni á að vita hvort Guðmundur hafi erft eitthvað af þessum hæfileikum afa síns og hvort hann sjái eitthvað handan þessa heims. „Ég hef ekki fundið fyrir skyggnigáfu en ég held að ég sé með nokkuð gott innsæi og fylgi þessari svokölluðu „gut feeling“ en þetta er kannski allt nátengt. Ég hef mikinn áhuga á andlegum málefnum og spái mikið til dæmis í tarotspil og talnalestur. Ég nota þetta fyrst og fremst í praktískum tilgangi, til þess að skilja fólk og setja saman teymi. Ég get séð fullt af elementum í fólki út frá stjörnumerkjum og lífstölu.“ Sjálfur er Guðmundur sporðdreki og fæddur föstudaginn 13. nóvember, þrettán mínútum yfir tvö og var þrettán merkur. „Þrettán var happatalan hans afa og átti hann bát sem hét RE 13 til dæmis, en talan kom til áður en ég fæddist, af því að hann sá það fyrir hvaða dag ég kæmi í heiminn. Hann dó þegar ég var þriggja ára en mér finnst eins og ég þekki hann, hann var einmitt inni á árumyndinni sem og einhver kona sem að ég held að hafi verið móðuramma mín.“Afi og alnafni Guðmundarvisir/úr einkasafniÓlík öfl sem mætastSem barn bjó Guðmundur til dulda og magnaða heima sem hann sökkti sér í og átti þar vitrænar samræður við sjálfan sig. „Ég var alltaf í einhverjum leikjum og á tímabili var sagt að ég væri ímyndunarveikur. Leikirnir innihéldu alltaf búninga og mótun á einhverri annarri veröld. Ég áttaði mig samt á því nýverið að það sem ég var að gera sem barn er ég að gera núna. Aðaláhugamálið mitt, miklu frekar en föt, er að búa til einhvers konar hugarheim. Til dæmis eins og með JÖR þá finnst mér skemmtilegt að búa til ímyndina á bak við merkið sem svo skilar sér í fatnaðinum.“ Fyrsta línan fyrir herra- og kvenlínu JÖR segir Guðmundur að hafi verið eins konar birtingarmynd af fangelsisheimi, sem skilaði sér í dökkum og drungalegum fötum með ákveðnum broddi. „Þetta er svo skemmtilegur heimur og að mörgu að huga eins og tónlist, ljósum, upplifun, hári, förðun og smáatriðum í fötunum. Það er mismunandi hvaðan ég fæ minn innblástur og fer það eftir því hvernig og hvar hönnunarferlið byrjar. Stundum kemur tónlistin fyrst eða ég sé sýninguna fyrir mér áður en fötin koma til leiks, yfirleitt koma þau síðast.“ Innblástur er forvitnilegt fyrirbæri og áhugavert að heyra frá hönnuðum hvaðan þeir frá hugmyndir að hugverkum sínum. Stundum er hana að finna í nærumhverfinu en stundum fer hugurinn í ferðalag á fornar og ótroðnar slóðir. Ég fæ stundum svona þráhyggjur og sökkvi mér gjörsamlega í það sem ég tek mér fyrir hendur. Um tíma var ég fluttur í hausnum til Mongólíu og fékk innblástur að útskriftarlínunni minni þaðan. Þarna mætast ólík öfl og skrítin samsuða ólíkra menningarheima frá Kína, Rússlandi og síðan amerískum. Þetta er svo hrátt umhverfi og primal.Jörundur, sonur Guðmundarvisi/ureinkasafniFíknin er ráðandi afl Guðmundur hefur mikinn áhuga á andlegum málefnum og veigrar sér ekki við að henda út tarotspilum eða reikna út lífstölur fólks og fá þannig út hvaða element það hefur að geyma. Snjallsímar hafa einfaldað þann útreikning og er Guðmundur ófeiminn við að skella fram staðreyndum um einstaklinga sem hann fær út úr því. „Það hlaut að vera,“ segir hann glottandi og hlær með sjálfum sér. „Þú ert með lífstöluna einn.“ Undirrituð er slegin út af laginu og hefur ekki hugmynd um hvort það sé gott eða slæmt að vera með lífstöluna einn en lætur það liggja á milli hluta, að minnsta kosti í bili. „Þegar ég kynnist fólki þá verð ég mjög forvitinn um það og til þess að ég geti umgengist það þarf ég að skilja það, skilja hvað drífur það áfram í lífinu. Minn styrkur felst líklega í því að safna saman ólíku fólki og fá það til þess að vinna saman. Ég veit bara hvað ég kann og hvað ekki og hef fengið fólk sem er best á sínu sviði til þess að gera það sem ég er ekki góður í.“ Okkar maður þurfti að fara í sjálfsskoðun fyrir nokkrum árum þegar Bakkus var farinn að gera sig ansi heimakominn og farinn að valda vandræðum. „Ég er mikill öfgamaður og þurfti að endurskipuleggja allt mitt líf til þess að ná að gera það sem mér finnst skemmtilegast alveg 100%. Það var þá sem að ég hætti að drekka þar sem það var orðið vandamál í mínu lífi. Þetta einfaldaði líf mitt og allt í einu hafði ég tíma til þess að sinna áhugamáli mínu og vinnu af fullum krafti. Að auki hafði það sterk áhrif á þessa ákvörðun að á sama tíma átti ég von á barni. Í dag held ég að ég sé búinn að ná nokkuð góðu jafnvægi á milli vinnu og einkalífs.“ Eftir að Guðmundur sagði skilið við áfengið og fór í AA-samtökin skyldi hann betur hvernig fíkn virkar og sá loksins samhengi á milli hluta sem áður höfðu verið óljósir fyrir honum. „Fíkn er rosalega ráðandi afl, meðvirkni er líklegast einn hrikalegasti sjúkdómur þessa heims. Það er svo geðveikt að átta sig á því af hverju fólk hagar sér svona eða hinsegin og vita af hverju fólk er meðvirkt. Eins fáránlega og það hljómar, þá eru það þeir sem eru sjúkastir í að stjórna sem eru meðvirkastir,“ segir Guðmundur og bætir við: „Tólf spora kerfið opnaði mér nýjan heim og ég skil ekki hvernig það er hægt að lifa án þess að hafa þessar upplýsingar eða án þess að kynnast þessum heimi, þetta er bara sjálfsskoðun.“Guðmundur ásamt Aniku, kærustunni sinnivisir/ureinksafni„Það gerðist svolítið óvænt“Guðmundur hafði lítinn áhuga á því að feta hefðbundna námsleið en reyndi fyrir sér í Menntaskólanum Hraðbraut. Honum var þó fljótlega sýndur reisupassinn fyrir slæma mætingu en það var þá sem hann datt inn á þá braut sem hann fetar í dag. „Eftir að ég hætti í menntaskóla fór ég að vinna í Kormáki og Skildi og þar fengum við sem þar unnum mikið fríspil. Meðfram þessu komst ég inn í Listaháskólann en var öllum stundum í búðinni og stofnaði svo með þeim fatalínu undir þeirra nafni sem seld er þar. Mér finnst ég eiga stóran þátt í að skapa þann hugarheim sem endurspeglar línuna og fékk mikla reynslu út úr því.“ Guðmundur er maður stórra hugmynda og sá fyrir sér heim sem hann átti eftir að skapa fyrr en plön gerðu ráð fyrir. „Það gerðist nefnilega svolítið óvænt og mjög skjótt. Ég kynntist Gunnar Erni Pedersen lögfræðingi, ég fann strax að við klikkuðum alveg saman. Hann hafði mikinn áhuga á hönnun og við fórum eitthvað að velta fyrir okkur einhvers konar samstarfi þar sem mig vantaði viðskiptahliðina. Upphaflega var hugmyndin sú að hann kæmi inn í Kormáks-og-Skjaldarmerkið. Einhvers staðar í ferlinu þróaðist það svo þannig að við Gunnar ákváðum að stofna JÖR og urðu allir sáttir við það, þannig að það varð úr.“ JÖR fékk nýlega inn sterka fjárfesta sem ásamt þeim félögum Guðmundi og Gunnari stefna á erlendan markað í nánustu framtíð. „Það var alltaf stefnan að reyna fyrir sér erlendis. Í dag erum við með fimm manns í fullri vinnu í hönnunarstúdíóinu auk starfsfólksins í versluninni. Þetta er í rauninni sama yfirbygging eins og við værum með tíu verslanir þannig að það er kjörið að fara með línuna út fyrir landsteinana og er stefnan að gera það í upphafi næsta árs.“ Guðmundur leggur mikla áherslu á gæði í hönnun sinni og vinnur með náttúruleg efni eins og ull, hör, leður, bómull og silki. „Þarna kemur upp ákveðin nördahlið í mér en ég gæti kallast efnapervert þar sem ég er alltaf að þefa og þukla af efnum. Núna erum við svo að vinna með fyrirtækjum sem leggja áherslu á endurnýtingu efna, lífræn efni og svona ?high tech? efni og það er mjög áhugavert.“ Fram undan er frumsýning á nýrri haustlínu JÖR á Reykjavík Fashion Festival sem vill svo skemmtilega til að hefst föstudaginn 13. mars. Ef marka má talnaspeki og lukkutölur mætti segja að okkar maður sé fæddur undir heillastjörnu sem fylgir honum yfir ótroðnar slóðir milli hugarheima hönnunar og þessa heims. Við sem á horfum og fylgjumst með bíðum í eftirvæntingu eftir því sem gerist næst, en eitt er þó víst að það verður eitthvað magnað og merkilegt. RFF Mest lesið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Fleiri fréttir Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Sjá meira
Hann er uppalinn í miðbæ Reykjavíkur og gekk í Austurbæjarskóla eins og menn gera í þeim hluta höfuðborgarinnar. Við fyrstu kynni virkar Guðmundur Jörundsson, fatahönnuður og eigandi verslunarinnar JÖR, nokkuð yfirvegaður og sjálfsöruggur. Hann er dulur og ekki laust við að maður sé forvitinn að vita hvern mann hann hefur að geyma. „Ég var einmitt að koma úr árumyndatöku,“ segir hann eins og ekkert sé eðlilegra. „Áran mín er út á við fjólublá og mjög róleg en í grunninn er hún græn. Ég virka kannski rólegri en ég er og verð sjaldan það stressaður að ég finni fyrir því.“Talan þrettán er þráðurinnGuðmundur á ættir að rekja norður í land, í Aðaldalinn og til Hríseyjar, nánar tiltekið til Syðstabæjar sem er elsta húsið í eyjunni. Þar bjó afi og alnafni okkar manns og líka annar forfaðir, einn mesti sægarpur Íslandssögunnar „Hákarla-Jörundur,“ útvegsbóndi og hákarlaveiðimaður sem tók bráð sína víst engum vettlingatökum og sneri hana niður með berum höndum. Sagt er að hann hafi verið ansi magnaður, hann sá meira og skynjaði en flestir hans samferðarmenn. „Afi var skyggn en starfaði ekki sem miðill en var víst rosalegur hef ég heyrt af sögum þeirra sem þekktu til hans.“ Mér leikur forvitni á að vita hvort Guðmundur hafi erft eitthvað af þessum hæfileikum afa síns og hvort hann sjái eitthvað handan þessa heims. „Ég hef ekki fundið fyrir skyggnigáfu en ég held að ég sé með nokkuð gott innsæi og fylgi þessari svokölluðu „gut feeling“ en þetta er kannski allt nátengt. Ég hef mikinn áhuga á andlegum málefnum og spái mikið til dæmis í tarotspil og talnalestur. Ég nota þetta fyrst og fremst í praktískum tilgangi, til þess að skilja fólk og setja saman teymi. Ég get séð fullt af elementum í fólki út frá stjörnumerkjum og lífstölu.“ Sjálfur er Guðmundur sporðdreki og fæddur föstudaginn 13. nóvember, þrettán mínútum yfir tvö og var þrettán merkur. „Þrettán var happatalan hans afa og átti hann bát sem hét RE 13 til dæmis, en talan kom til áður en ég fæddist, af því að hann sá það fyrir hvaða dag ég kæmi í heiminn. Hann dó þegar ég var þriggja ára en mér finnst eins og ég þekki hann, hann var einmitt inni á árumyndinni sem og einhver kona sem að ég held að hafi verið móðuramma mín.“Afi og alnafni Guðmundarvisir/úr einkasafniÓlík öfl sem mætastSem barn bjó Guðmundur til dulda og magnaða heima sem hann sökkti sér í og átti þar vitrænar samræður við sjálfan sig. „Ég var alltaf í einhverjum leikjum og á tímabili var sagt að ég væri ímyndunarveikur. Leikirnir innihéldu alltaf búninga og mótun á einhverri annarri veröld. Ég áttaði mig samt á því nýverið að það sem ég var að gera sem barn er ég að gera núna. Aðaláhugamálið mitt, miklu frekar en föt, er að búa til einhvers konar hugarheim. Til dæmis eins og með JÖR þá finnst mér skemmtilegt að búa til ímyndina á bak við merkið sem svo skilar sér í fatnaðinum.“ Fyrsta línan fyrir herra- og kvenlínu JÖR segir Guðmundur að hafi verið eins konar birtingarmynd af fangelsisheimi, sem skilaði sér í dökkum og drungalegum fötum með ákveðnum broddi. „Þetta er svo skemmtilegur heimur og að mörgu að huga eins og tónlist, ljósum, upplifun, hári, förðun og smáatriðum í fötunum. Það er mismunandi hvaðan ég fæ minn innblástur og fer það eftir því hvernig og hvar hönnunarferlið byrjar. Stundum kemur tónlistin fyrst eða ég sé sýninguna fyrir mér áður en fötin koma til leiks, yfirleitt koma þau síðast.“ Innblástur er forvitnilegt fyrirbæri og áhugavert að heyra frá hönnuðum hvaðan þeir frá hugmyndir að hugverkum sínum. Stundum er hana að finna í nærumhverfinu en stundum fer hugurinn í ferðalag á fornar og ótroðnar slóðir. Ég fæ stundum svona þráhyggjur og sökkvi mér gjörsamlega í það sem ég tek mér fyrir hendur. Um tíma var ég fluttur í hausnum til Mongólíu og fékk innblástur að útskriftarlínunni minni þaðan. Þarna mætast ólík öfl og skrítin samsuða ólíkra menningarheima frá Kína, Rússlandi og síðan amerískum. Þetta er svo hrátt umhverfi og primal.Jörundur, sonur Guðmundarvisi/ureinkasafniFíknin er ráðandi afl Guðmundur hefur mikinn áhuga á andlegum málefnum og veigrar sér ekki við að henda út tarotspilum eða reikna út lífstölur fólks og fá þannig út hvaða element það hefur að geyma. Snjallsímar hafa einfaldað þann útreikning og er Guðmundur ófeiminn við að skella fram staðreyndum um einstaklinga sem hann fær út úr því. „Það hlaut að vera,“ segir hann glottandi og hlær með sjálfum sér. „Þú ert með lífstöluna einn.“ Undirrituð er slegin út af laginu og hefur ekki hugmynd um hvort það sé gott eða slæmt að vera með lífstöluna einn en lætur það liggja á milli hluta, að minnsta kosti í bili. „Þegar ég kynnist fólki þá verð ég mjög forvitinn um það og til þess að ég geti umgengist það þarf ég að skilja það, skilja hvað drífur það áfram í lífinu. Minn styrkur felst líklega í því að safna saman ólíku fólki og fá það til þess að vinna saman. Ég veit bara hvað ég kann og hvað ekki og hef fengið fólk sem er best á sínu sviði til þess að gera það sem ég er ekki góður í.“ Okkar maður þurfti að fara í sjálfsskoðun fyrir nokkrum árum þegar Bakkus var farinn að gera sig ansi heimakominn og farinn að valda vandræðum. „Ég er mikill öfgamaður og þurfti að endurskipuleggja allt mitt líf til þess að ná að gera það sem mér finnst skemmtilegast alveg 100%. Það var þá sem að ég hætti að drekka þar sem það var orðið vandamál í mínu lífi. Þetta einfaldaði líf mitt og allt í einu hafði ég tíma til þess að sinna áhugamáli mínu og vinnu af fullum krafti. Að auki hafði það sterk áhrif á þessa ákvörðun að á sama tíma átti ég von á barni. Í dag held ég að ég sé búinn að ná nokkuð góðu jafnvægi á milli vinnu og einkalífs.“ Eftir að Guðmundur sagði skilið við áfengið og fór í AA-samtökin skyldi hann betur hvernig fíkn virkar og sá loksins samhengi á milli hluta sem áður höfðu verið óljósir fyrir honum. „Fíkn er rosalega ráðandi afl, meðvirkni er líklegast einn hrikalegasti sjúkdómur þessa heims. Það er svo geðveikt að átta sig á því af hverju fólk hagar sér svona eða hinsegin og vita af hverju fólk er meðvirkt. Eins fáránlega og það hljómar, þá eru það þeir sem eru sjúkastir í að stjórna sem eru meðvirkastir,“ segir Guðmundur og bætir við: „Tólf spora kerfið opnaði mér nýjan heim og ég skil ekki hvernig það er hægt að lifa án þess að hafa þessar upplýsingar eða án þess að kynnast þessum heimi, þetta er bara sjálfsskoðun.“Guðmundur ásamt Aniku, kærustunni sinnivisir/ureinksafni„Það gerðist svolítið óvænt“Guðmundur hafði lítinn áhuga á því að feta hefðbundna námsleið en reyndi fyrir sér í Menntaskólanum Hraðbraut. Honum var þó fljótlega sýndur reisupassinn fyrir slæma mætingu en það var þá sem hann datt inn á þá braut sem hann fetar í dag. „Eftir að ég hætti í menntaskóla fór ég að vinna í Kormáki og Skildi og þar fengum við sem þar unnum mikið fríspil. Meðfram þessu komst ég inn í Listaháskólann en var öllum stundum í búðinni og stofnaði svo með þeim fatalínu undir þeirra nafni sem seld er þar. Mér finnst ég eiga stóran þátt í að skapa þann hugarheim sem endurspeglar línuna og fékk mikla reynslu út úr því.“ Guðmundur er maður stórra hugmynda og sá fyrir sér heim sem hann átti eftir að skapa fyrr en plön gerðu ráð fyrir. „Það gerðist nefnilega svolítið óvænt og mjög skjótt. Ég kynntist Gunnar Erni Pedersen lögfræðingi, ég fann strax að við klikkuðum alveg saman. Hann hafði mikinn áhuga á hönnun og við fórum eitthvað að velta fyrir okkur einhvers konar samstarfi þar sem mig vantaði viðskiptahliðina. Upphaflega var hugmyndin sú að hann kæmi inn í Kormáks-og-Skjaldarmerkið. Einhvers staðar í ferlinu þróaðist það svo þannig að við Gunnar ákváðum að stofna JÖR og urðu allir sáttir við það, þannig að það varð úr.“ JÖR fékk nýlega inn sterka fjárfesta sem ásamt þeim félögum Guðmundi og Gunnari stefna á erlendan markað í nánustu framtíð. „Það var alltaf stefnan að reyna fyrir sér erlendis. Í dag erum við með fimm manns í fullri vinnu í hönnunarstúdíóinu auk starfsfólksins í versluninni. Þetta er í rauninni sama yfirbygging eins og við værum með tíu verslanir þannig að það er kjörið að fara með línuna út fyrir landsteinana og er stefnan að gera það í upphafi næsta árs.“ Guðmundur leggur mikla áherslu á gæði í hönnun sinni og vinnur með náttúruleg efni eins og ull, hör, leður, bómull og silki. „Þarna kemur upp ákveðin nördahlið í mér en ég gæti kallast efnapervert þar sem ég er alltaf að þefa og þukla af efnum. Núna erum við svo að vinna með fyrirtækjum sem leggja áherslu á endurnýtingu efna, lífræn efni og svona ?high tech? efni og það er mjög áhugavert.“ Fram undan er frumsýning á nýrri haustlínu JÖR á Reykjavík Fashion Festival sem vill svo skemmtilega til að hefst föstudaginn 13. mars. Ef marka má talnaspeki og lukkutölur mætti segja að okkar maður sé fæddur undir heillastjörnu sem fylgir honum yfir ótroðnar slóðir milli hugarheima hönnunar og þessa heims. Við sem á horfum og fylgjumst með bíðum í eftirvæntingu eftir því sem gerist næst, en eitt er þó víst að það verður eitthvað magnað og merkilegt.
RFF Mest lesið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Fleiri fréttir Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Sjá meira