Feta í fótspor foreldranna Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 24. janúar 2015 14:00 Leiklistarnemar Eygló, dóttir Sóleyjar Elíasdóttur og Hilmars Jónssonar, Elísabet, dóttir Guðrúnar Gunnarsdóttur og Valgeirs Skagfjörð og Hlynur, sonur Þorsteins Guðmundssonar og Jóhönnu Halldórsdóttur. fréttablaðið/stefán Hlynur Þorsteinsson, Elísabet Skagfjörð og Eygló Hilmarsdóttir eru þrjú af níu sem komust inn í leiklistardeild Listaháskólans. Þau eru rétt að ná sér niður á jörðina eftir miklar tilfinningasveiflur síðustu daga, biðina og svo spennufallið við að komast inn. Leiklistargyðjan er þeim alls ekki ókunnug enda öll alin upp af listafólki. Þau segja það þó engan bagga að vera leikarabörn, nema ef til vill að mæta í viðtöl eins og þetta.Foreldrar Hlyns eru Þorsteinn Guðmundsson, leikari og uppistandari, og Jóhanna Halldórsdóttir söngkona. Elísabet er dóttir Guðrúnar Gunnarsdóttur söngkonu og Valgeirs Skagfjörð leikara og Eygló Hilmarsdóttir er dóttir Sóleyjar Elíasdóttur og Hilmars Jónssonar, sem bæði eru leikarar. Hafið þið alltaf stefnt að leiklistarnámi?Elísabet: „Það var erfitt að komast hjá því. Maður var alltaf í leikhúsinu að fylgjast með.“Hlynur: „Nei, raunar ekki. Ég er af stórri leikaraætt og þau héldu mér eiginlega bara frá þessu. Mér var bókstaflega haldið frá leikhúsinu og bannað að fara á sýningar. Ég uppgötvaði samt sjálfur með tímanum að þetta væri rétta skrefið fyrir mig.“Eygló: „Umhverfið mótar mann svo sannarlega.“ Þannig að þið vitið alveg hvað þið eruð búin að koma ykkur út í?Hlynur: „Já. Lág laun og svolítið hark. Það er bara skemmtilegt. En það sýnir líka að við völdum þetta nám út frá einskærum áhuga.“ Þeim líst öllum mjög vel á bekkinn. Segja þetta vera eðalmanneskjur og hlakka óskaplega til að byrja í náminu næsta haust.Elísabet: „Það eru níu mánuðir í þetta. Þetta er heil eilífð. Heil meðganga.“Eygló: „Við þekkjumst mörg og það eru alls kyns tengsl í hópnum. Við Elísabet erum að vinna saman og hinar þrjár stelpurnar sem komust inn eru allar að leika með mér í Konubörnum.“Hlynur: „Svo eru tvö pör í þessum hópi.“Elísabet: „Þú sérð það. Leikarabörnin í þessum hópi eru langt frá því að vera það merkilegasta!“ Hlynur og Elísabet komust inn í skólann í fyrstu tilraun en Eygló var að reyna í annað sinn. „Það er gott að fá að berjast fyrir því sem maður vill gera,“ segir hún og Hlynur grípur orðið: „Já, þetta er ekki sjálfgefið, þótt við séum leikarabörn.“ Menning Mest lesið „Pabbi minn gaf okkur saman“ Lífið Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? Lífið „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Lífið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Magnesíum potturinn í Laugardalslaug snýr aftur! Lífið samstarf Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Lífið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Lífið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Fleiri fréttir Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
Hlynur Þorsteinsson, Elísabet Skagfjörð og Eygló Hilmarsdóttir eru þrjú af níu sem komust inn í leiklistardeild Listaháskólans. Þau eru rétt að ná sér niður á jörðina eftir miklar tilfinningasveiflur síðustu daga, biðina og svo spennufallið við að komast inn. Leiklistargyðjan er þeim alls ekki ókunnug enda öll alin upp af listafólki. Þau segja það þó engan bagga að vera leikarabörn, nema ef til vill að mæta í viðtöl eins og þetta.Foreldrar Hlyns eru Þorsteinn Guðmundsson, leikari og uppistandari, og Jóhanna Halldórsdóttir söngkona. Elísabet er dóttir Guðrúnar Gunnarsdóttur söngkonu og Valgeirs Skagfjörð leikara og Eygló Hilmarsdóttir er dóttir Sóleyjar Elíasdóttur og Hilmars Jónssonar, sem bæði eru leikarar. Hafið þið alltaf stefnt að leiklistarnámi?Elísabet: „Það var erfitt að komast hjá því. Maður var alltaf í leikhúsinu að fylgjast með.“Hlynur: „Nei, raunar ekki. Ég er af stórri leikaraætt og þau héldu mér eiginlega bara frá þessu. Mér var bókstaflega haldið frá leikhúsinu og bannað að fara á sýningar. Ég uppgötvaði samt sjálfur með tímanum að þetta væri rétta skrefið fyrir mig.“Eygló: „Umhverfið mótar mann svo sannarlega.“ Þannig að þið vitið alveg hvað þið eruð búin að koma ykkur út í?Hlynur: „Já. Lág laun og svolítið hark. Það er bara skemmtilegt. En það sýnir líka að við völdum þetta nám út frá einskærum áhuga.“ Þeim líst öllum mjög vel á bekkinn. Segja þetta vera eðalmanneskjur og hlakka óskaplega til að byrja í náminu næsta haust.Elísabet: „Það eru níu mánuðir í þetta. Þetta er heil eilífð. Heil meðganga.“Eygló: „Við þekkjumst mörg og það eru alls kyns tengsl í hópnum. Við Elísabet erum að vinna saman og hinar þrjár stelpurnar sem komust inn eru allar að leika með mér í Konubörnum.“Hlynur: „Svo eru tvö pör í þessum hópi.“Elísabet: „Þú sérð það. Leikarabörnin í þessum hópi eru langt frá því að vera það merkilegasta!“ Hlynur og Elísabet komust inn í skólann í fyrstu tilraun en Eygló var að reyna í annað sinn. „Það er gott að fá að berjast fyrir því sem maður vill gera,“ segir hún og Hlynur grípur orðið: „Já, þetta er ekki sjálfgefið, þótt við séum leikarabörn.“
Menning Mest lesið „Pabbi minn gaf okkur saman“ Lífið Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? Lífið „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Lífið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Magnesíum potturinn í Laugardalslaug snýr aftur! Lífið samstarf Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Lífið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Lífið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Fleiri fréttir Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira