Teiknar fræga einstaklinga í Paint-forritinu Gyða Lóa Ólafsdóttir skrifar 26. janúar 2015 12:00 Sölvi sést hér með nokkrar myndir í bakgrunni. Vísir/Stefán „Þetta byrjaði allt bara í gríni á Skype, ég var að spila tölvuleiki með vini mínum og við þurftum eitthvað að bíða svo ég byrjaði teikna vin minn,“ segir Sölvi Smárason sem birtir myndirnar sem hann teiknar á Facebook-síðunni SövliArt. „Ég byrjaði bara á því að teikna einhverja vini mína og gerði einhverjar tvær til þrjár myndir. Í sumar byrjaði ég aftur að teikna og þá fór þetta frekar mikið af stað, sem kom mér á óvart.“ Myndir Sölva eru allar gerðar í teikniforritinu Paint og hefur hann síðastliðna mánuði teiknað fjölmarga þekkta einstaklinga, aðallega Íslendinga. „Ég teiknaði bara fyrst með tölvumúsinni af því ég var ekki með neina græju í fyrstu myndunum. Ég var frekar lengi að teikna þær myndir. Svo í ágúst eða september keypti ég mér teikniborð,“ segir hann og hlutirnir ganga því hraðar fyrir sig núna. Hann segist þó aldrei hafa stefnt á að verða listamaður. „Þetta var allt bara svona fyrir slysni,“ segir hann glaður í bragði: „Ég hef alltaf haldið að ég teiknaði frekar illa.“ Í nóvember var haldin listasýning í ungmennahúsinu Íbúðinni þar sem myndir Sölva voru meðal annara verka til sýnis en hægt er að skoða myndirnar á facebook.com/sovliart. Menning Mest lesið Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Lífið Forsetahjónin létu sig ekki vanta Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Lífið Mafia: The Old Country - Fínasta afþreying, þó þunn sé Leikjavísir Bieber fékk sér smók í Skagafirði Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Lífið Fleiri fréttir Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
„Þetta byrjaði allt bara í gríni á Skype, ég var að spila tölvuleiki með vini mínum og við þurftum eitthvað að bíða svo ég byrjaði teikna vin minn,“ segir Sölvi Smárason sem birtir myndirnar sem hann teiknar á Facebook-síðunni SövliArt. „Ég byrjaði bara á því að teikna einhverja vini mína og gerði einhverjar tvær til þrjár myndir. Í sumar byrjaði ég aftur að teikna og þá fór þetta frekar mikið af stað, sem kom mér á óvart.“ Myndir Sölva eru allar gerðar í teikniforritinu Paint og hefur hann síðastliðna mánuði teiknað fjölmarga þekkta einstaklinga, aðallega Íslendinga. „Ég teiknaði bara fyrst með tölvumúsinni af því ég var ekki með neina græju í fyrstu myndunum. Ég var frekar lengi að teikna þær myndir. Svo í ágúst eða september keypti ég mér teikniborð,“ segir hann og hlutirnir ganga því hraðar fyrir sig núna. Hann segist þó aldrei hafa stefnt á að verða listamaður. „Þetta var allt bara svona fyrir slysni,“ segir hann glaður í bragði: „Ég hef alltaf haldið að ég teiknaði frekar illa.“ Í nóvember var haldin listasýning í ungmennahúsinu Íbúðinni þar sem myndir Sölva voru meðal annara verka til sýnis en hægt er að skoða myndirnar á facebook.com/sovliart.
Menning Mest lesið Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Lífið Forsetahjónin létu sig ekki vanta Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Lífið Mafia: The Old Country - Fínasta afþreying, þó þunn sé Leikjavísir Bieber fékk sér smók í Skagafirði Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Lífið Fleiri fréttir Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira