Leikhúskaffi í Gerðubergi Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 28. janúar 2015 13:30 Sviðið er eins og útvarpsleikhús og mikið lagt upp úr hljóðmyndinni í Ofsa. „Leikhúskaffið verður fjórum sinnum nú á vormisseri, alltaf síðasta miðvikudag mánaðarins klukkan 20 og byrjar í kvöld,“ segir Stella Soffía Jóhannesdóttir, bókmenntafræðingur hjá Borgarbókasafninu og tekur fram að dagskráin sé samstarfsverkefni safnsins og Þjóðleikhússins. „Þær sýningar sem við fjöllum um eru í fyrsta lagi Ofsi sem leikhópurinn Aldrei óstelandi sýnir í Kassanum og er byggð á samnefndri bók Einars Kárasonar. Marta Nordal, leikstjóri og höfundur leikgerðar, kemur ásamt leikurum úr sýningunni þeim Eddu Björgu Eyjólfsdóttur og Stefáni Halli Stefánssyni ásamt höfundi bókarinnar. Þau skiptast á að segja frá því hvernig verkið var unnið og lýsa æfingaferlinu. Gestum gefst svo kostur á að bera upp spurningar.“ Stella Soffía upplýsir að í febrúar verði fjallað um Bjart í Sumarhúsum, þá komi Símon Birgisson dramatúrg og fái með sér Atla Rafn Sigurðarson sem leikur titilhlutverkið.Hugmyndin er að leikhúskaffið verði á bókmenntalegum nótum, að sögn Stellu Soffíu.„Svo er lengra í hin kvöldin en það er búið að ákveða að fjalla um Segulsvið, nýtt leikrit eftir Sigurð Pálsson rithöfund, í mars og síðasta verkið er Fjalla-Eyvindur. Við höfum verið með bókakaffi, handverkskaffi og heimspekikaffi en þetta er í fyrsta skipti sem við efnum til leikhúskaffis. Hugmyndin er að það verði á bókmenntalegum nótum og aðgangur er ókeypis og öllum heimill,“segir Stella Soffía Í verkinu Ofsa segir frá endurkomu Gissurar Þorvaldssonar úr Noregsför. Hann vill leita sátta við Sturlunga og blásið er til brúðkaups á Flugumýri í þeim tilgangi. En ekki fer allt eins og Gissur ætlar, eins og kunnugt er. Sýningin í Kassanum í Þjóðleikhúsinu hefur hlotið lof gagnrýnenda og vakið athygli fyrir snjallar lausnir og óvenjulega nálgun á bók Einars. Menning Mest lesið Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Lífið Ísrael sendir kvörtun til EBU Lífið Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Lífið Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Lífið Í kossaflensi á Beyoncé Lífið Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Lífið Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Lífið Arnar og Sara gáfu syninum nafn Lífið Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Lífið „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið Fleiri fréttir Eliza Reid efst á bóksölulistanum Opnaði sumarið með sólríkum stæl Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Blautir búkar og pylsupartí Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira
„Leikhúskaffið verður fjórum sinnum nú á vormisseri, alltaf síðasta miðvikudag mánaðarins klukkan 20 og byrjar í kvöld,“ segir Stella Soffía Jóhannesdóttir, bókmenntafræðingur hjá Borgarbókasafninu og tekur fram að dagskráin sé samstarfsverkefni safnsins og Þjóðleikhússins. „Þær sýningar sem við fjöllum um eru í fyrsta lagi Ofsi sem leikhópurinn Aldrei óstelandi sýnir í Kassanum og er byggð á samnefndri bók Einars Kárasonar. Marta Nordal, leikstjóri og höfundur leikgerðar, kemur ásamt leikurum úr sýningunni þeim Eddu Björgu Eyjólfsdóttur og Stefáni Halli Stefánssyni ásamt höfundi bókarinnar. Þau skiptast á að segja frá því hvernig verkið var unnið og lýsa æfingaferlinu. Gestum gefst svo kostur á að bera upp spurningar.“ Stella Soffía upplýsir að í febrúar verði fjallað um Bjart í Sumarhúsum, þá komi Símon Birgisson dramatúrg og fái með sér Atla Rafn Sigurðarson sem leikur titilhlutverkið.Hugmyndin er að leikhúskaffið verði á bókmenntalegum nótum, að sögn Stellu Soffíu.„Svo er lengra í hin kvöldin en það er búið að ákveða að fjalla um Segulsvið, nýtt leikrit eftir Sigurð Pálsson rithöfund, í mars og síðasta verkið er Fjalla-Eyvindur. Við höfum verið með bókakaffi, handverkskaffi og heimspekikaffi en þetta er í fyrsta skipti sem við efnum til leikhúskaffis. Hugmyndin er að það verði á bókmenntalegum nótum og aðgangur er ókeypis og öllum heimill,“segir Stella Soffía Í verkinu Ofsa segir frá endurkomu Gissurar Þorvaldssonar úr Noregsför. Hann vill leita sátta við Sturlunga og blásið er til brúðkaups á Flugumýri í þeim tilgangi. En ekki fer allt eins og Gissur ætlar, eins og kunnugt er. Sýningin í Kassanum í Þjóðleikhúsinu hefur hlotið lof gagnrýnenda og vakið athygli fyrir snjallar lausnir og óvenjulega nálgun á bók Einars.
Menning Mest lesið Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Lífið Ísrael sendir kvörtun til EBU Lífið Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Lífið Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Lífið Í kossaflensi á Beyoncé Lífið Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Lífið Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Lífið Arnar og Sara gáfu syninum nafn Lífið Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Lífið „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið Fleiri fréttir Eliza Reid efst á bóksölulistanum Opnaði sumarið með sólríkum stæl Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Blautir búkar og pylsupartí Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira