Ísland snýr aftur á Wacken Freyr Bjarnason skrifar 28. janúar 2015 10:00 Sigurvegari íslensku hljómsveitakeppninnar 2013, Ophidian I, á sviðinu á Wacken. Opnað hefur verið fyrir skráningu í hljómsveitakeppnina Wacken Metal Battle 2015. Á hverju ári stendur Wacken fyrir hljómsveitakeppninni Metal Battle og verður hún haldin í sjötta sinn á Íslandi í ár. Sex sveitir keppa um stóra hnossið: Að komast á tónlistarhátíðina Wacken Open Air í Þýskalandi og taka þátt í lokakeppni Wacken Metal Battle. Ísland snýr aftur í keppnina eftir árs pásu en á síðasta ári komust íslenskir þungarokkarar ekki að. Einungis var pláss fyrir 30 þjóðir í lokakeppninni en um 40 þjóðir eru í pottinum. „Það er rosalega gaman að taka aftur þátt því þetta er skemmtileg hátíð,“ segir skipuleggjandinn, Þorsteinn Kolbeinsson. „Það voru margir sem spurðu mig í fyrra af hverju keppnin hefði ekki verið haldin hér heima, þannig að það eru örugglega mjög margir spenntir núna.“ Sérstök dómnefnd, skipuð bæði innlendum og erlendum dómurum, sér um að velja sigurvegarann hér á landi og eins og áður verður fjölda erlendra gesta; blaðamönnum og tónlistarfólki, boðið til landsins. Auk þess hafa áhorfendur atkvæðisrétt og geta valið sínar uppáhaldssveitir. Hægt er að skrá sig í keppnina með því að senda kynningarpakka á netfangið thorokol@ gmail.com. Reglur keppninnar má finna á Metal-battle.com. Umsóknarfrestur er til og með 15. febrúar. Tónlist Mest lesið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Fimm dýrustu eignirnar sem seldust árið 2024 Lífið Dagur og Ingunn hætt saman Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Merzedes Club snýr aftur Lífið Fleiri fréttir Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira
Opnað hefur verið fyrir skráningu í hljómsveitakeppnina Wacken Metal Battle 2015. Á hverju ári stendur Wacken fyrir hljómsveitakeppninni Metal Battle og verður hún haldin í sjötta sinn á Íslandi í ár. Sex sveitir keppa um stóra hnossið: Að komast á tónlistarhátíðina Wacken Open Air í Þýskalandi og taka þátt í lokakeppni Wacken Metal Battle. Ísland snýr aftur í keppnina eftir árs pásu en á síðasta ári komust íslenskir þungarokkarar ekki að. Einungis var pláss fyrir 30 þjóðir í lokakeppninni en um 40 þjóðir eru í pottinum. „Það er rosalega gaman að taka aftur þátt því þetta er skemmtileg hátíð,“ segir skipuleggjandinn, Þorsteinn Kolbeinsson. „Það voru margir sem spurðu mig í fyrra af hverju keppnin hefði ekki verið haldin hér heima, þannig að það eru örugglega mjög margir spenntir núna.“ Sérstök dómnefnd, skipuð bæði innlendum og erlendum dómurum, sér um að velja sigurvegarann hér á landi og eins og áður verður fjölda erlendra gesta; blaðamönnum og tónlistarfólki, boðið til landsins. Auk þess hafa áhorfendur atkvæðisrétt og geta valið sínar uppáhaldssveitir. Hægt er að skrá sig í keppnina með því að senda kynningarpakka á netfangið thorokol@ gmail.com. Reglur keppninnar má finna á Metal-battle.com. Umsóknarfrestur er til og með 15. febrúar.
Tónlist Mest lesið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Fimm dýrustu eignirnar sem seldust árið 2024 Lífið Dagur og Ingunn hætt saman Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Merzedes Club snýr aftur Lífið Fleiri fréttir Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira