Meghan Trainor ætlar að taka alla fjölskylduna með sér á Grammy-hátíðina 8. febrúar.
Söngkonan, sem er 21 árs, er tilnefnd til tvennra Grammy-verðlauna.
Hún segir að pabbi sinn sé sérstaklega spenntur fyrir hátíðinni. „Ég tek alla fjölskylduna með og pabbi verður brosandi út að eyrum,“ sagði hún við tímaritið People.
„Í fyrra horfði ég á Grammy heima og vonaði að einn góðan veðurdag yrði ég þarna líka og núna er ég tilnefnd til tvennra verðlauna.“
Fjölskyldan með á Grammy
