Samfélagið bregst Sigurjón M. Egilsson skrifar 9. febrúar 2015 07:00 Það tók á að lesa vandaða og umfangsmikla fréttaúttekt í helgarblaði Fréttablaðsins, um aðstöðu og aðbúnað eldra fólks. Sögurnar sem sagðar voru eru þess eðlis að þær virka sem hryllingssögur í íslenskum samtíma. Staðreyndirnar eru hrikalegar og öllum til mikillar minnkunar. Hér verður að gera betur. „Það var hreytt í hana og talað niður til hennar. Það var eins og hún færi í taugarnar á þeim. Hún var sett í rimlarúm og í hjólastól með belti, líklega til að einfalda vinnu þeirra, og eftir það gekk hún ekki meir. Það var örugglega ekki tími til að ganga með henni í göngugrindinni. Ég kom oft að henni að reyna að skera belti með skærum eða hníf. Stærsta vandamál mömmu var tíðar klósettferðir, eins og er gjarnan hjá eldra fólki. Hún var alltaf látin bíða svo lengi eftir aðstoð að yfirleitt pissaði hún á sig. Ég trúði þessu varla en svo varð ég vitni að þessu. Hún kallaði á korters fresti fram en fékk þau svör að hún þyrfti að bíða aðeins. Að þær væru í rapporti. Svo eftir þrjú korter kemur starfskona inn í herbergið á fleygiferð, rífur af henni sængina og segir: „Hvað! Ertu ekki með þykkt stykki á þér?“ Hún mátti sem sagt bara pissa á sig.“ Þessi lýsing konu á meðferð móður sinnar er ótrúleg, ótrúlega vond og hún ein á að duga til að við tökum okkur tak og gerum eitthvað róttækt í málinu. Öll eigum við eitt sameiginlegt. Það er að vilja verða gömul, og þá heilsuhraust. Fjarri er að öllum takist það. Það er alvarlegt að verða gamall og öðrum háður. Við höfum, sem samfélag, sett okkur markmið, eða viðmið. Þar var ætlunin að hafa fleiri hjúkrunarfræðinga við störf. Raunin er á hinn veginn, hjúkrunarfræðingum hefur fækkað hlutfallslega. Byggingar leysa einar og sér engan vanda. En það munar um þær. Áður hefur Fréttablaðið fjallað um hversu illa stjórnvöld hafa á löngum tíma tekið meginhluta þeirra peninga sem safnast í Framkvæmdasjóð aldraðra og notað peningana til annarra hluta. Á meðan eykst vandinn stöðugt með hækkandi aldri þjóðarinnar. Hann á enn eftir að aukast á mörgum komandi árum. Á árunum 2010 til 2014 hafa 8,2 milljarðar króna runnið í sjóðinn. Um sex og hálfur milljarður af þeim peningum hafa verið teknir í annað en til var ætlast. Svo sem rekstur stofnanaþjónustu, leigugreiðslur vegna hjúkrunarheimila og viðhalds öldrunarstofnana. En hvað veldur svona illri meðferð? Mannvonska? Já, að hluta. Þá ekki bara mannvonska þeirra sem starfa við að þjónusta gamla fólkið. Líka þeirra sem skammta fjárveitingarnar alltof smátt sem fara til að laga það sem miður hefur farið. Og ekki er minni ábyrgðin þeirra sem vita hvert ástandið er en segja ekkert eða gera ekkert til að bæta úr. Nú má ekki lengur stinga höfðinu í sandinn. Það þarf að standa rétt að þessu, hætta öllu svindli og afneitun. Ekkert okkar vill enda ævina á þann hátt sem komið var inn á í frásögn dóttur öldruðu konunnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurjón M. Egilsson Tengdar fréttir Umönnun aldraðra: „Komið betur fram við hunda en okkur.“ Aðstandendur segja að umönnun eldra fólks á hjúkrunarheimilum sé fyrir neðan allar hellur. Mannekla og fjárskortur kemur niður á samskiptum við vistmenn. Margir upplifa sig afskipta. Rætt er við fagaðila um úrlausn mála. 7. febrúar 2015 10:00 Mest lesið Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Ævintýralegar eftiráskýringar Hildur Sverrisdóttir Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson Skoðun Loftslagskvíði Sjálfstæðisflokksins Gunnar Bragi Sveinsson Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson Skoðun
Það tók á að lesa vandaða og umfangsmikla fréttaúttekt í helgarblaði Fréttablaðsins, um aðstöðu og aðbúnað eldra fólks. Sögurnar sem sagðar voru eru þess eðlis að þær virka sem hryllingssögur í íslenskum samtíma. Staðreyndirnar eru hrikalegar og öllum til mikillar minnkunar. Hér verður að gera betur. „Það var hreytt í hana og talað niður til hennar. Það var eins og hún færi í taugarnar á þeim. Hún var sett í rimlarúm og í hjólastól með belti, líklega til að einfalda vinnu þeirra, og eftir það gekk hún ekki meir. Það var örugglega ekki tími til að ganga með henni í göngugrindinni. Ég kom oft að henni að reyna að skera belti með skærum eða hníf. Stærsta vandamál mömmu var tíðar klósettferðir, eins og er gjarnan hjá eldra fólki. Hún var alltaf látin bíða svo lengi eftir aðstoð að yfirleitt pissaði hún á sig. Ég trúði þessu varla en svo varð ég vitni að þessu. Hún kallaði á korters fresti fram en fékk þau svör að hún þyrfti að bíða aðeins. Að þær væru í rapporti. Svo eftir þrjú korter kemur starfskona inn í herbergið á fleygiferð, rífur af henni sængina og segir: „Hvað! Ertu ekki með þykkt stykki á þér?“ Hún mátti sem sagt bara pissa á sig.“ Þessi lýsing konu á meðferð móður sinnar er ótrúleg, ótrúlega vond og hún ein á að duga til að við tökum okkur tak og gerum eitthvað róttækt í málinu. Öll eigum við eitt sameiginlegt. Það er að vilja verða gömul, og þá heilsuhraust. Fjarri er að öllum takist það. Það er alvarlegt að verða gamall og öðrum háður. Við höfum, sem samfélag, sett okkur markmið, eða viðmið. Þar var ætlunin að hafa fleiri hjúkrunarfræðinga við störf. Raunin er á hinn veginn, hjúkrunarfræðingum hefur fækkað hlutfallslega. Byggingar leysa einar og sér engan vanda. En það munar um þær. Áður hefur Fréttablaðið fjallað um hversu illa stjórnvöld hafa á löngum tíma tekið meginhluta þeirra peninga sem safnast í Framkvæmdasjóð aldraðra og notað peningana til annarra hluta. Á meðan eykst vandinn stöðugt með hækkandi aldri þjóðarinnar. Hann á enn eftir að aukast á mörgum komandi árum. Á árunum 2010 til 2014 hafa 8,2 milljarðar króna runnið í sjóðinn. Um sex og hálfur milljarður af þeim peningum hafa verið teknir í annað en til var ætlast. Svo sem rekstur stofnanaþjónustu, leigugreiðslur vegna hjúkrunarheimila og viðhalds öldrunarstofnana. En hvað veldur svona illri meðferð? Mannvonska? Já, að hluta. Þá ekki bara mannvonska þeirra sem starfa við að þjónusta gamla fólkið. Líka þeirra sem skammta fjárveitingarnar alltof smátt sem fara til að laga það sem miður hefur farið. Og ekki er minni ábyrgðin þeirra sem vita hvert ástandið er en segja ekkert eða gera ekkert til að bæta úr. Nú má ekki lengur stinga höfðinu í sandinn. Það þarf að standa rétt að þessu, hætta öllu svindli og afneitun. Ekkert okkar vill enda ævina á þann hátt sem komið var inn á í frásögn dóttur öldruðu konunnar.
Umönnun aldraðra: „Komið betur fram við hunda en okkur.“ Aðstandendur segja að umönnun eldra fólks á hjúkrunarheimilum sé fyrir neðan allar hellur. Mannekla og fjárskortur kemur niður á samskiptum við vistmenn. Margir upplifa sig afskipta. Rætt er við fagaðila um úrlausn mála. 7. febrúar 2015 10:00
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun