Geir: 99 prósent af öllum tekjum koma í gegnum A-landsliðið Tómas Þór Þórðarson skrifar 12. febrúar 2015 07:00 Geir Þorsteinsson býður sig aftur fram á ársþinginu um helgina. Vísir/Anton Kostnaður við A-landsliðin í fótbolta var 244 milljónir króna á síðasta ári sem var 28 milljóna króna lækkun frá árinu áður. Munaði þar um tvo kostnaðarsama aukaleiki gegn Króatíu í umspili um sæti á HM í nóvember 2013. Síðustu tvö ár hafa þó verið mun dýrari en áður, en kostnaðurinn rauk upp um 56 milljónir frá 2012 til 2013. Fór þar úr 216 milljónum í 272 milljónir. Stærstur hluti aukakostnaðarins tengist A-landsliði karla, meðal annars ráðningu Svíans Lars Lagerbäcks sem landsliðsþjálfara. „Þegar við stigum skrefið að taka Lars inn þá tókum við þá ákvörðun að A-landsliðið fengi forgang,“ segir Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, við Fréttablaðið. „Við fórum í dýra aðgerð sem hefur skilað sér.“ Starfið í kringum landsliðið hefur stóraukist og hafa landsliðsmennirnir margsinnis tjáð sig um meiri og betri umgjörð. Það kostar líka peninga. Til að mynda tók liðið leiguflug frá Lettlandi til Hollands á milli leikja í undankeppni EM á síðasta ári, en því hefur Lagerbäck kallað eftir. „Þetta er enn mikilvægara í dag þegar búið er að stytta tímann á milli leikja. Nú eru þetta bara þrír dagar og það skilaði sér,“ segir Geir, en eftir sigur á Lettum úti komu strákarnir heim og unnu frækinn sigur á Hollendingum. Árangurinn hefur ekki látið á sér standa en það hefur kostað sitt. „Við erum efnahagslegt undur hvað þetta varðar þegar við miðum okkur við stórar og millistórar þjóðir,“ segir Geir og hlær við, en þó A-landsliðið fái mest þá skapar það líka mestu tekjurnar. „Þetta er liðið sem dregur vagninn,“ segir formaðurinn. „Svona 99 prósent af öllum tekjum koma í gegnum A-landsliðið og styrki frá UEFA. Þetta er það sem heldur uppi starfseminni.“ Íslenski boltinn Mest lesið Heimir varaði McClaren við því að hann myndi ekki endast í tvo mánuði Fótbolti Hneykslaði marga með því að æfa með barnið á bakinu Sport „Hlustið á leikmennina“ Handbolti Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Enski boltinn Sadio Mané hafnaði Manchester United Enski boltinn Dómanefndin ósammála um „ekki mark“ Liverpool gegn Man City Enski boltinn Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ Handbolti Svíar og Danir fagna: „Nánast fullkominn dráttur“ Fótbolti Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Handbolti McTominay hoppaði hærra en Ronaldo Fótbolti Fleiri fréttir Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Sjá meira
Kostnaður við A-landsliðin í fótbolta var 244 milljónir króna á síðasta ári sem var 28 milljóna króna lækkun frá árinu áður. Munaði þar um tvo kostnaðarsama aukaleiki gegn Króatíu í umspili um sæti á HM í nóvember 2013. Síðustu tvö ár hafa þó verið mun dýrari en áður, en kostnaðurinn rauk upp um 56 milljónir frá 2012 til 2013. Fór þar úr 216 milljónum í 272 milljónir. Stærstur hluti aukakostnaðarins tengist A-landsliði karla, meðal annars ráðningu Svíans Lars Lagerbäcks sem landsliðsþjálfara. „Þegar við stigum skrefið að taka Lars inn þá tókum við þá ákvörðun að A-landsliðið fengi forgang,“ segir Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, við Fréttablaðið. „Við fórum í dýra aðgerð sem hefur skilað sér.“ Starfið í kringum landsliðið hefur stóraukist og hafa landsliðsmennirnir margsinnis tjáð sig um meiri og betri umgjörð. Það kostar líka peninga. Til að mynda tók liðið leiguflug frá Lettlandi til Hollands á milli leikja í undankeppni EM á síðasta ári, en því hefur Lagerbäck kallað eftir. „Þetta er enn mikilvægara í dag þegar búið er að stytta tímann á milli leikja. Nú eru þetta bara þrír dagar og það skilaði sér,“ segir Geir, en eftir sigur á Lettum úti komu strákarnir heim og unnu frækinn sigur á Hollendingum. Árangurinn hefur ekki látið á sér standa en það hefur kostað sitt. „Við erum efnahagslegt undur hvað þetta varðar þegar við miðum okkur við stórar og millistórar þjóðir,“ segir Geir og hlær við, en þó A-landsliðið fái mest þá skapar það líka mestu tekjurnar. „Þetta er liðið sem dregur vagninn,“ segir formaðurinn. „Svona 99 prósent af öllum tekjum koma í gegnum A-landsliðið og styrki frá UEFA. Þetta er það sem heldur uppi starfseminni.“
Íslenski boltinn Mest lesið Heimir varaði McClaren við því að hann myndi ekki endast í tvo mánuði Fótbolti Hneykslaði marga með því að æfa með barnið á bakinu Sport „Hlustið á leikmennina“ Handbolti Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Enski boltinn Sadio Mané hafnaði Manchester United Enski boltinn Dómanefndin ósammála um „ekki mark“ Liverpool gegn Man City Enski boltinn Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ Handbolti Svíar og Danir fagna: „Nánast fullkominn dráttur“ Fótbolti Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Handbolti McTominay hoppaði hærra en Ronaldo Fótbolti Fleiri fréttir Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Sjá meira