Alt-J á leið til landsins Gunnar Leó Pálsson skrifar 13. febrúar 2015 08:00 Hljómsveitin alt-J kemur fram á Íslandi þann 2. júní í Vodafonehöllinni. nordicphotos/getty „Ég er rosalega stoltur og ánægður með að hafa náð þeim til landsins,“ segir tónleikahaldarinn Guðbjartur Finnbjörnsson, en hann stendur fyrir tónleikum einnar heitustu hljómsveitar í heiminum í dag, alt-J frá Bretlandi. Tónleikarnir fara fram í Vodafonehöllinni 2. júní. Alt-J hefur verið að túra um heiminn að undanförnu til að fylgja eftir plötunni, This is All Yours, sem var tilnefnd til Grammy-verðlauna, og hefur sveitin fyllt hverja tónleikahöllina af fætur annarri. Á mörgum stöðum hefur eftirspurnin verið svo mikil að skipt hefur verið um tónleikastað og mun stærri höll komið í staðinn. „Þeir eru að fara að spila í Danmörku og Noregi á næstunni og þar var skipt snarlega um tónleikastað því það seldist svo hratt upp og tónleikarnir því færðir í stærri hallir.“ Ásgeir Trausti fer í tónleikaferð með alt-J í maí um Ástralíu en ekki liggur fyrir hvort hann kemur fram á tónleikunum í Vodafonehöllinni. Þetta er í fyrsta sinn sem Guðbjartur stendur fyrir tónleikum á þessum stað. „Vodafonehöllin passar vel undir tónleikana. Þetta er 2.500 manna staður og ég hef aldrei áður notað hana. Ég hef heyrt bæði frá tónleikahöldurum og gestum að það sé rosalega fínn hljómburður á staðnum.“alt-JGuðbjartur hefur í langan tíma reynt að fá sveitina til landsins. „Ég hef verið að skoða þetta í tvö ár og svo er bara búið að vera svo brjálað að gera hjá þeim, sveitin hefur sprungið svo hratt út. Þá langar greinilega að koma til Íslands því þeir hafa verið að koma fram á mun stærri tónleikastöðum úti um allan heim og það er mikil eftirspurn eftir þeim,“ útskýrir Guðbjartur. Heyrst hefur að gífurlega mikið magn af tæknibúnaði fylgi sveitinni til landsins. „Alt-J er með mjög flott „tónleikasjó“ hef ég séð, þetta eru ekki bara einhverjir tónleikar.“ Miðasala á tónleikana hefst mánudaginn 23. febrúar á Midi.is. Einungis verða einir tónleikar. „Það er ekkert pláss í dagskránni hjá þeim til að taka tvenna tónleika, það verða bara þessir einu tónleikar.“Ýmislegt um alt-J Alt-j var stofnuð árið 2007 og fyrsta plata hljómsveitarinnar, An Awesome Wave, kom út árið 2012. Hún fékk hin virtu Mercury-verðlaun í Bretlandi og var valin plata ársins á fjölmörgum stöðum í heiminum, þar á meðal á Íslandi. Meðal þekktra laga strákanna í alt-J eru til dæmis Breezeblocks, Matilda og Tesselate af fyrstu plötu þeirra. Nýja platan þeirra, This Is All Yours, kom út í september á síðasta ári og fékk ekki síðri dóma en fyrirrennarinn. Tónlist Mest lesið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Fleiri fréttir Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira
„Ég er rosalega stoltur og ánægður með að hafa náð þeim til landsins,“ segir tónleikahaldarinn Guðbjartur Finnbjörnsson, en hann stendur fyrir tónleikum einnar heitustu hljómsveitar í heiminum í dag, alt-J frá Bretlandi. Tónleikarnir fara fram í Vodafonehöllinni 2. júní. Alt-J hefur verið að túra um heiminn að undanförnu til að fylgja eftir plötunni, This is All Yours, sem var tilnefnd til Grammy-verðlauna, og hefur sveitin fyllt hverja tónleikahöllina af fætur annarri. Á mörgum stöðum hefur eftirspurnin verið svo mikil að skipt hefur verið um tónleikastað og mun stærri höll komið í staðinn. „Þeir eru að fara að spila í Danmörku og Noregi á næstunni og þar var skipt snarlega um tónleikastað því það seldist svo hratt upp og tónleikarnir því færðir í stærri hallir.“ Ásgeir Trausti fer í tónleikaferð með alt-J í maí um Ástralíu en ekki liggur fyrir hvort hann kemur fram á tónleikunum í Vodafonehöllinni. Þetta er í fyrsta sinn sem Guðbjartur stendur fyrir tónleikum á þessum stað. „Vodafonehöllin passar vel undir tónleikana. Þetta er 2.500 manna staður og ég hef aldrei áður notað hana. Ég hef heyrt bæði frá tónleikahöldurum og gestum að það sé rosalega fínn hljómburður á staðnum.“alt-JGuðbjartur hefur í langan tíma reynt að fá sveitina til landsins. „Ég hef verið að skoða þetta í tvö ár og svo er bara búið að vera svo brjálað að gera hjá þeim, sveitin hefur sprungið svo hratt út. Þá langar greinilega að koma til Íslands því þeir hafa verið að koma fram á mun stærri tónleikastöðum úti um allan heim og það er mikil eftirspurn eftir þeim,“ útskýrir Guðbjartur. Heyrst hefur að gífurlega mikið magn af tæknibúnaði fylgi sveitinni til landsins. „Alt-J er með mjög flott „tónleikasjó“ hef ég séð, þetta eru ekki bara einhverjir tónleikar.“ Miðasala á tónleikana hefst mánudaginn 23. febrúar á Midi.is. Einungis verða einir tónleikar. „Það er ekkert pláss í dagskránni hjá þeim til að taka tvenna tónleika, það verða bara þessir einu tónleikar.“Ýmislegt um alt-J Alt-j var stofnuð árið 2007 og fyrsta plata hljómsveitarinnar, An Awesome Wave, kom út árið 2012. Hún fékk hin virtu Mercury-verðlaun í Bretlandi og var valin plata ársins á fjölmörgum stöðum í heiminum, þar á meðal á Íslandi. Meðal þekktra laga strákanna í alt-J eru til dæmis Breezeblocks, Matilda og Tesselate af fyrstu plötu þeirra. Nýja platan þeirra, This Is All Yours, kom út í september á síðasta ári og fékk ekki síðri dóma en fyrirrennarinn.
Tónlist Mest lesið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Fleiri fréttir Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira