Myndlistin gerir mig sterkan og lífið skemmtilegra magnús guðmundsson skrifar 19. febrúar 2015 15:00 Þessi viðurkenning hvetur mig áfram í minni listsköpun, segir Karl Guðmundsson myndlistarmaður. Akureyringurinn Karl Guðmundsson er listamaður ársins 2015 hjá List án landamæra Listahátíð sem er meðal stærstu utangarðslistahátíða í Evrópu og er haldin árlega á landsvísu. Hátíðin fagnar fjölbreytileikanum og stuðlar að jafnrétti í menningarlífinu. Markmið hátíðarinnar er að brjóta niður múra milli samfélagshópa og gerir það m.a. með því að stuðla að samstarfi listamanna með ólíkan bakgrunn. Við listsköpun sína nýtir Karl aðstoðarmenn ýmist við að dýfa pensli og setja í hönd eða þekja dekk hjólastóls af málningarefnum sem hann ekur um verkflötinn á gólfi. Þannig verða til mögnuð verk með dekkjaförunum einum. Karl segir að það hafi verið Rósa Kristín Júlíusdóttir, fyrsti myndlistarkennarinn hans, sem vakti myndlistaráhugann. „Hún hafði trú á mér og tók mér eins og hverjum öðrum nemanda. Þessi byrjun, þegar ég var sex ára, fyrir 22 árum varð til þess að ég hélt áfram að læra hjá Rósu og síðustu átta árin höfum við unnið saman sem vinir í listinni. Við hittumst alltaf á sunnudögum og vinnum saman. Að fá þessa viðurkenningu núna er mjög mikilvæg fyrir mig og hvetur mig áfram. Ég er að sýna með list minni að fatlaðir geta skapað eins og aðrir. Mér finnst myndlistin gera mig sterkan. Listin gerir lífið skemmtilegra og mig hæfari að lifa lífinu sem einstaklingur.“ Karl hefur fullan hug á því að halda áfram að vinna í myndlistinni enda er það honum mikilvægt að geta skapað. „Ég nýti myndlistina til þess að skapa og hún auðgar líf mitt. Ég finn fyrir gleði þegar ég get notað hendurnar til að mála og leira. Ég hanna líka hluti, t.d. töskur, og ég nýt þess þegar ég sé að það sem ég bý til gagnast og gleður líka aðra. Þessi tilnefning er mér mjög mikilvæg og ég veit að árið 2015 verður örugglega ögrandi og skemmtilegt. Ég tek þátt í nokkrum sýningum, bæði í Reykjavík og hér heima. Til dæmis koma finnskir listamenn, sem við sýndum með í Norræna húsinu í fyrravor, hingað til Akureyrar og sýna með okkur Rósu í ágúst. Það er frábær hópur, bæði myndlistarfólk og danshópur.“ Menning Mest lesið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Valdi hættur að spila í neðri deildunum Lífið Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Lífið Heillandi arkitektúr í Garðabæ Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Lífið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Hall og Oates ná sáttum Lífið Fleiri fréttir Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Akureyringurinn Karl Guðmundsson er listamaður ársins 2015 hjá List án landamæra Listahátíð sem er meðal stærstu utangarðslistahátíða í Evrópu og er haldin árlega á landsvísu. Hátíðin fagnar fjölbreytileikanum og stuðlar að jafnrétti í menningarlífinu. Markmið hátíðarinnar er að brjóta niður múra milli samfélagshópa og gerir það m.a. með því að stuðla að samstarfi listamanna með ólíkan bakgrunn. Við listsköpun sína nýtir Karl aðstoðarmenn ýmist við að dýfa pensli og setja í hönd eða þekja dekk hjólastóls af málningarefnum sem hann ekur um verkflötinn á gólfi. Þannig verða til mögnuð verk með dekkjaförunum einum. Karl segir að það hafi verið Rósa Kristín Júlíusdóttir, fyrsti myndlistarkennarinn hans, sem vakti myndlistaráhugann. „Hún hafði trú á mér og tók mér eins og hverjum öðrum nemanda. Þessi byrjun, þegar ég var sex ára, fyrir 22 árum varð til þess að ég hélt áfram að læra hjá Rósu og síðustu átta árin höfum við unnið saman sem vinir í listinni. Við hittumst alltaf á sunnudögum og vinnum saman. Að fá þessa viðurkenningu núna er mjög mikilvæg fyrir mig og hvetur mig áfram. Ég er að sýna með list minni að fatlaðir geta skapað eins og aðrir. Mér finnst myndlistin gera mig sterkan. Listin gerir lífið skemmtilegra og mig hæfari að lifa lífinu sem einstaklingur.“ Karl hefur fullan hug á því að halda áfram að vinna í myndlistinni enda er það honum mikilvægt að geta skapað. „Ég nýti myndlistina til þess að skapa og hún auðgar líf mitt. Ég finn fyrir gleði þegar ég get notað hendurnar til að mála og leira. Ég hanna líka hluti, t.d. töskur, og ég nýt þess þegar ég sé að það sem ég bý til gagnast og gleður líka aðra. Þessi tilnefning er mér mjög mikilvæg og ég veit að árið 2015 verður örugglega ögrandi og skemmtilegt. Ég tek þátt í nokkrum sýningum, bæði í Reykjavík og hér heima. Til dæmis koma finnskir listamenn, sem við sýndum með í Norræna húsinu í fyrravor, hingað til Akureyrar og sýna með okkur Rósu í ágúst. Það er frábær hópur, bæði myndlistarfólk og danshópur.“
Menning Mest lesið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Valdi hættur að spila í neðri deildunum Lífið Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Lífið Heillandi arkitektúr í Garðabæ Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Lífið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Hall og Oates ná sáttum Lífið Fleiri fréttir Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira