Áttu margar sögur úr sínum reynslubanka 2. mars 2015 13:00 Félagar úr Brunavarðafélaginu innan um gamalkunnug tæki og tól. Ari, formaður lengst til vinstri og Sigurður safnstjóri annar frá hægri. „Það var gaman að fara með gömlu meisturunum í safnið. Þeir mundu eftir mörgum af þeim tækjum sem þar er að sjá og rifjuðu upp ýmsar minningar, þannig að það var lærdómur fyrir yngri menn að vera þar með þeim,“ segir Ari Jóhannes Hauksson, formaður Brunavarðafélags Reykjavíkur sem nýlega fór með hóp eldri félaga í Slökkviliðsminjasafn Íslands að Seylubraut 1 í Reykjanesbæ. þegar Ari er inntur eftir sögum og frekari fróðleik um safnið bendir hann á Sigurð Lárus Fossberg, sem hann segir vera aðalfrumkvöðulinn, ásamt Ingvari Georgssyni. Hjá Sigurði er ekki komið að tómum kofunum. „Safnið er mitt hugarfóstur,“ meðgengur hann. „Það var opnað í apríl 2013 og sýnir 100 ára sögu slökkviliða á Íslandi, frá 1881 til 1981. Á því tímabili varð gífurleg þróun í búnaði, allt frá því að menn voru bara með handdælur og fötur til nútímatækni. Það var þrekraun að pumpa handdælurnar og mikil bylting þegar litlar mótordælur komu til sögunnar, eftir þær fór að koma ýmis búnaður frá breska hernum og síðan þeim bandaríska.“ Sigurður segir tæknina hafa breyst mikið upp úr 1970. „Hann kom í sköflum þessi slökkvibúnaður og um 1970 var gert átak í að tækjavæða landsbyggðina og fluttir inn 68 slökkvibílar frá breska hernum,“ rifjar hann upp. Meðal þess sem fyrir augu ber á safninu, að sögn Sigurðar, eru séríslenskir slökkvibílar. „Þar sem við vorum aldrei nein bílaframleiðsluþjóð urðum við að bjarga okkur með ýmsu móti. Þar fór fremstur í flokki Erlendur Halldórsson sem var með verkstæði í Hafnarfirði. Hann tók gamla hertrukka, smíðaði yfir afturhluta þeirra og breytti þeim í slökkvibíla, fyrst fyrir Hafnfirðinga og síðan alla landsmenn. Þetta er einstök smíði og algerlega íslenskt hugvit og hönnun. Við erum með fjóra bíla eftir Erlend, meðal annars þann fyrsta.“Annað sem gerð eru góð skil á safninu er stórbruni sem varð í miðbæ Reykjavíkur fyrir hundrað árum og miklir lærdómar voru dregnir af að sögn Sigurðar. „Við erum með stórt líkan af miðbænum og segjum ítarlega frá brunanum mikla 1915. Í kjölfar hans voru búnar til reglugerðir um eldvarnir og aðgang að vatni svo að sá eldsvoði markaði upphaf að brunavörnum á Íslandi og þróun slökkviliða.“ Slökkviliðsminjaafnið er opið um helgar á veturna. Á laugardögum er tekið á móti hópum en á sunnudögum er safnið opið almenningi. „Það var gaman að fá eldri slökkviliðsmennina í heimsókn,“ segir Sigurður. „Þeir áttu margar sögur úr sínum reynslubanka sem við getum miðlað áfram.“ Tveir menn fórust og tólf hús gereyðilögðust í stórbruna í miðbæ Reykjavíkur 25. apríl árið 1915. Eldurinn kom upp í Hótel Reykjavík, nýlegu stórhýsi við Austurvöll. Brúðkaupsveisla hafði verið haldin þar kvöldið áður og síðustu gestirnir voru á förum klukkan þrjú um nóttina þegar eldur sást í glugga eins herbergisins. Stuttu síðar blossuðu gífurlegir logar upp og þótt allt tiltækt slökkvilið væri kallað út og svo til allir íbúar bæjarins kæmu til aðstoðar varð ekki við neitt ráðið. Ofan á alla aðra erfiðleika slökkviliðsins þessa nótt bættist að vatnsbrunnarnir í miðbænum voru margir ónýtir eða frosið í þeim. Fyrir ofan steinbryggjuna stóð bátur og stöðugur straumur manna var upp og ofan bryggjuna að sækja sjó og bera í bátinn. Slökkviliðið hafði ekki svo langa vatnsslöngu að hún næði fram í sjó og því var sjó dælt úr bátnum á hin brennandi hús. Á þessum tíma voru 36 menn í aðalslökkviliðinu. Var þeim skipt niður í þrjár tólf manna sveitir, Vesturbæjar-, Miðbæjar- og Austurbæjarlið. Þessir menn höfðu bjöllur heima hjá sér og voru hringdir út er eld bar að höndum.Heimild: Ísland í aldanna rás Mest lesið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Lífið Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Fleiri fréttir Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Sjá meira
„Það var gaman að fara með gömlu meisturunum í safnið. Þeir mundu eftir mörgum af þeim tækjum sem þar er að sjá og rifjuðu upp ýmsar minningar, þannig að það var lærdómur fyrir yngri menn að vera þar með þeim,“ segir Ari Jóhannes Hauksson, formaður Brunavarðafélags Reykjavíkur sem nýlega fór með hóp eldri félaga í Slökkviliðsminjasafn Íslands að Seylubraut 1 í Reykjanesbæ. þegar Ari er inntur eftir sögum og frekari fróðleik um safnið bendir hann á Sigurð Lárus Fossberg, sem hann segir vera aðalfrumkvöðulinn, ásamt Ingvari Georgssyni. Hjá Sigurði er ekki komið að tómum kofunum. „Safnið er mitt hugarfóstur,“ meðgengur hann. „Það var opnað í apríl 2013 og sýnir 100 ára sögu slökkviliða á Íslandi, frá 1881 til 1981. Á því tímabili varð gífurleg þróun í búnaði, allt frá því að menn voru bara með handdælur og fötur til nútímatækni. Það var þrekraun að pumpa handdælurnar og mikil bylting þegar litlar mótordælur komu til sögunnar, eftir þær fór að koma ýmis búnaður frá breska hernum og síðan þeim bandaríska.“ Sigurður segir tæknina hafa breyst mikið upp úr 1970. „Hann kom í sköflum þessi slökkvibúnaður og um 1970 var gert átak í að tækjavæða landsbyggðina og fluttir inn 68 slökkvibílar frá breska hernum,“ rifjar hann upp. Meðal þess sem fyrir augu ber á safninu, að sögn Sigurðar, eru séríslenskir slökkvibílar. „Þar sem við vorum aldrei nein bílaframleiðsluþjóð urðum við að bjarga okkur með ýmsu móti. Þar fór fremstur í flokki Erlendur Halldórsson sem var með verkstæði í Hafnarfirði. Hann tók gamla hertrukka, smíðaði yfir afturhluta þeirra og breytti þeim í slökkvibíla, fyrst fyrir Hafnfirðinga og síðan alla landsmenn. Þetta er einstök smíði og algerlega íslenskt hugvit og hönnun. Við erum með fjóra bíla eftir Erlend, meðal annars þann fyrsta.“Annað sem gerð eru góð skil á safninu er stórbruni sem varð í miðbæ Reykjavíkur fyrir hundrað árum og miklir lærdómar voru dregnir af að sögn Sigurðar. „Við erum með stórt líkan af miðbænum og segjum ítarlega frá brunanum mikla 1915. Í kjölfar hans voru búnar til reglugerðir um eldvarnir og aðgang að vatni svo að sá eldsvoði markaði upphaf að brunavörnum á Íslandi og þróun slökkviliða.“ Slökkviliðsminjaafnið er opið um helgar á veturna. Á laugardögum er tekið á móti hópum en á sunnudögum er safnið opið almenningi. „Það var gaman að fá eldri slökkviliðsmennina í heimsókn,“ segir Sigurður. „Þeir áttu margar sögur úr sínum reynslubanka sem við getum miðlað áfram.“ Tveir menn fórust og tólf hús gereyðilögðust í stórbruna í miðbæ Reykjavíkur 25. apríl árið 1915. Eldurinn kom upp í Hótel Reykjavík, nýlegu stórhýsi við Austurvöll. Brúðkaupsveisla hafði verið haldin þar kvöldið áður og síðustu gestirnir voru á förum klukkan þrjú um nóttina þegar eldur sást í glugga eins herbergisins. Stuttu síðar blossuðu gífurlegir logar upp og þótt allt tiltækt slökkvilið væri kallað út og svo til allir íbúar bæjarins kæmu til aðstoðar varð ekki við neitt ráðið. Ofan á alla aðra erfiðleika slökkviliðsins þessa nótt bættist að vatnsbrunnarnir í miðbænum voru margir ónýtir eða frosið í þeim. Fyrir ofan steinbryggjuna stóð bátur og stöðugur straumur manna var upp og ofan bryggjuna að sækja sjó og bera í bátinn. Slökkviliðið hafði ekki svo langa vatnsslöngu að hún næði fram í sjó og því var sjó dælt úr bátnum á hin brennandi hús. Á þessum tíma voru 36 menn í aðalslökkviliðinu. Var þeim skipt niður í þrjár tólf manna sveitir, Vesturbæjar-, Miðbæjar- og Austurbæjarlið. Þessir menn höfðu bjöllur heima hjá sér og voru hringdir út er eld bar að höndum.Heimild: Ísland í aldanna rás
Mest lesið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Lífið Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Fleiri fréttir Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Sjá meira