Íslenskt hugvit sameinað áströlskum efnivið Guðrún Ansnes skrifar 2. mars 2015 11:00 Ragnar Kristjánsson er karlinn í brúnni. Alls starfa þrír við Börk design og er í nægu að snúast. Börkur design hefur hannað og framleitt sólgleraugu, sem ekki væri í frásögur færandi nema fyrir þær sakir að slíkt er einsdæmi á Íslandi í dag. Hugmyndin er íslensk en unnið er úr ástralskri hnotu og kirsuberjavið. Ragnar Kristjánsson, framkvæmdastjóri og eigandi Barkar design, kom af fjöllum þegar sérstöðu sólgleraugnanna bar á góma. „Við gerum bara akkúrat það sem okkur langar til og höfum ekki verið að velta fyrir okkur hvað aðrir eru að gera,“ segir hann kampakátur. Ljóst þykir að hönnunarfyrirtækið hafi hitt á réttan tón því gleraugun hafa vissulega verið vinsæl.Börkur design ræðst ekki á garðinn þar sem hann er lægstur og hannar einnig armbandsúr úr hnotu og kirsuberjavið.Fréttablaðið/GVA„Við erum komin á gott flug. Ég næ að minnsta kosti að lifa á þessu,“ segir Ragnar. Börkur er vaxandi fyrirtæki með þrjá starfsmenn innanborðs og komst upphaflega á kortið fyrir sérstæð iPhone-hulstur. Ferðamenn hafa verið hrifnir af vörum Barkar, en skreytingar á framleiðsluvörum fyrirtækisins hafa verið innblásnar af Íslandi.„Íslenska lopapeysumynstrið, íslenski hesturinn og hrúturinn hafa prýtt vörurnar okkar. Við höldum fast í ræturnar okkar,“ segir Ragnar sem útilokar þó ekki að færa út kvíarnar á erlendan markað. Mest lesið Aðstoðarmennirnir og ástin Lífið „Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði“ Lífið Stjórnarandstaðan hræðist ekkert meðan ríkisstjórnin þori ekki út úr húsi Lífið Einhleypan: Grænkeri sem hrífst af hugrekki Makamál Segist vera nasisti sem elskar Hitler Lífið Lítil þolinmæði fyrir hrekk Audda Lífið Mamma mætti á frumsýningu Fjallsins Lífið Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga Lífið Berglind Festival, Hallgrímur Helga og Unnsteinn á sumarhryllingnum Lífið Finnur þú fyrir uppþembu eða óþægindum eftir mat? Lífið samstarf Fleiri fréttir Gaman að sjá íslenska hönnun skína í dönsku tískusenunni Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Halla forseti rokkar svart og hvítt Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Sjá meira
Börkur design hefur hannað og framleitt sólgleraugu, sem ekki væri í frásögur færandi nema fyrir þær sakir að slíkt er einsdæmi á Íslandi í dag. Hugmyndin er íslensk en unnið er úr ástralskri hnotu og kirsuberjavið. Ragnar Kristjánsson, framkvæmdastjóri og eigandi Barkar design, kom af fjöllum þegar sérstöðu sólgleraugnanna bar á góma. „Við gerum bara akkúrat það sem okkur langar til og höfum ekki verið að velta fyrir okkur hvað aðrir eru að gera,“ segir hann kampakátur. Ljóst þykir að hönnunarfyrirtækið hafi hitt á réttan tón því gleraugun hafa vissulega verið vinsæl.Börkur design ræðst ekki á garðinn þar sem hann er lægstur og hannar einnig armbandsúr úr hnotu og kirsuberjavið.Fréttablaðið/GVA„Við erum komin á gott flug. Ég næ að minnsta kosti að lifa á þessu,“ segir Ragnar. Börkur er vaxandi fyrirtæki með þrjá starfsmenn innanborðs og komst upphaflega á kortið fyrir sérstæð iPhone-hulstur. Ferðamenn hafa verið hrifnir af vörum Barkar, en skreytingar á framleiðsluvörum fyrirtækisins hafa verið innblásnar af Íslandi.„Íslenska lopapeysumynstrið, íslenski hesturinn og hrúturinn hafa prýtt vörurnar okkar. Við höldum fast í ræturnar okkar,“ segir Ragnar sem útilokar þó ekki að færa út kvíarnar á erlendan markað.
Mest lesið Aðstoðarmennirnir og ástin Lífið „Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði“ Lífið Stjórnarandstaðan hræðist ekkert meðan ríkisstjórnin þori ekki út úr húsi Lífið Einhleypan: Grænkeri sem hrífst af hugrekki Makamál Segist vera nasisti sem elskar Hitler Lífið Lítil þolinmæði fyrir hrekk Audda Lífið Mamma mætti á frumsýningu Fjallsins Lífið Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga Lífið Berglind Festival, Hallgrímur Helga og Unnsteinn á sumarhryllingnum Lífið Finnur þú fyrir uppþembu eða óþægindum eftir mat? Lífið samstarf Fleiri fréttir Gaman að sjá íslenska hönnun skína í dönsku tískusenunni Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Halla forseti rokkar svart og hvítt Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Sjá meira