Fötin gaf hann til góðgerðarverslunarinnar St. Elizabet Hospice í Framlingham.
Því eiga aðdáendur Sheerans kost á því að eignast fatnað sem hann kom fram í á þessari stóru hátíð.
Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Sheeran gefur föt til góðgerðarmála, en í fyrra gaf hann átta poka af fatnaði til góðgerðarmála.
Fötin voru gríðarlega vinsæl og seldust fyrir rúmar 800.000 íslenskar krónur.
Sheeran kom fram nokkrum sinnum á hátíðinni, meðal annars með John Mayer, Herbie Hancock og ELO. Hann og Beyoncé fluttu einnig syrpu til heiðurs Stevie Wonder, eins og sjá má í myndbandinu hér fyrir neðan.