Kölski á sér margar myndir Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 14. mars 2015 13:30 Það er brugðið á leik í óperunni um Sæmund fróða. Þessar stúlkur túlka öldur hafsins. „Sæmundur fróði hefur lengi leitað á mig sem viðfangsefni en ég vísaði honum alltaf frá því mér fannst sagan svo karllæg en þegar ég áttaði mig á því að kölski á sér margar myndir og getur bæði verið karlmaður og kvenmaður óx mér ásmegin,“ segir Þórunn Guðmundsdóttir, aðstoðarskólastjóri Tónlistarskólans í Reykjavík. Þórunn er höfundur bæði tóna og texta nýrrar óperu um Sæmund fróða sem frumflutt verður í Iðnó annað kvöld, sunnudag, klukkan 20. Auk þess er hún leikstjóri en Hrafnkell Orri útsetti tónlistina fyrir hljómsveit og stjórnar henni. Sæmundur fróði er samvinnuverkefni leikfélagsins Hugleiks og Tónlistarskólans í Reykjavík. Óperan er mannmörg, með tíu manna hljómsveit, tíu einsöngvurum og 21 manns kór. „Það er gaman að virkja svona marga krafta saman og sjá þá birtast á sviðinu, meðal annars sem vinnufólk í Odda og skólafólk í Svartaskóla. Við flökkum hikstalaust á milli heimsálfa og syndum yfir hafið,“ lýsir Þórunn sem kveðst hafa rifjað upp ansi margar þjóðsögur um Sæmund fróða. „Mér finnst gaman að Sæmundur var sannanlega til og við vitum hvenær fæddist og dó. Hann fór til Evrópu til að læra en svo hefur þjóðin ákveðið að spinna alls konar sögur í kringum þennan mann sem var hámenntaður á síns tíma mælikvarða.“ Sýningar verða alls fjórar í Iðnó, 15., 16., 17. og 18. mars og hefjast allar klukkan 20. Menning Mest lesið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Í þrjátíu ára gömlum fötum af mömmu Tíska og hönnun „Pabbi minn gaf okkur saman“ Lífið Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Lífið Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Lífið Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Lífið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Menning Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? Lífið Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Lífið Fleiri fréttir Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
„Sæmundur fróði hefur lengi leitað á mig sem viðfangsefni en ég vísaði honum alltaf frá því mér fannst sagan svo karllæg en þegar ég áttaði mig á því að kölski á sér margar myndir og getur bæði verið karlmaður og kvenmaður óx mér ásmegin,“ segir Þórunn Guðmundsdóttir, aðstoðarskólastjóri Tónlistarskólans í Reykjavík. Þórunn er höfundur bæði tóna og texta nýrrar óperu um Sæmund fróða sem frumflutt verður í Iðnó annað kvöld, sunnudag, klukkan 20. Auk þess er hún leikstjóri en Hrafnkell Orri útsetti tónlistina fyrir hljómsveit og stjórnar henni. Sæmundur fróði er samvinnuverkefni leikfélagsins Hugleiks og Tónlistarskólans í Reykjavík. Óperan er mannmörg, með tíu manna hljómsveit, tíu einsöngvurum og 21 manns kór. „Það er gaman að virkja svona marga krafta saman og sjá þá birtast á sviðinu, meðal annars sem vinnufólk í Odda og skólafólk í Svartaskóla. Við flökkum hikstalaust á milli heimsálfa og syndum yfir hafið,“ lýsir Þórunn sem kveðst hafa rifjað upp ansi margar þjóðsögur um Sæmund fróða. „Mér finnst gaman að Sæmundur var sannanlega til og við vitum hvenær fæddist og dó. Hann fór til Evrópu til að læra en svo hefur þjóðin ákveðið að spinna alls konar sögur í kringum þennan mann sem var hámenntaður á síns tíma mælikvarða.“ Sýningar verða alls fjórar í Iðnó, 15., 16., 17. og 18. mars og hefjast allar klukkan 20.
Menning Mest lesið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Í þrjátíu ára gömlum fötum af mömmu Tíska og hönnun „Pabbi minn gaf okkur saman“ Lífið Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Lífið Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Lífið Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Lífið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Menning Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? Lífið Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Lífið Fleiri fréttir Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira