Sláinte mhaith! Sara McMahon skrifar 17. mars 2015 07:00 Dagur heilags Patreks, þjóðhátíðardagur Íra, er haldinn hátíðlegur víða um heim í dag. Fyrir þá sem ekki þekkja til Patreks, þá var hann um margt merkilegur maður. Honum er meðal annars gefið að hafa hrakið alla snáka sem hírðust á Eyjunni grænu á haf út – vísindamenn halda því reyndar fram að snákar hafi aldrei þrifist á Írlandi, en það er óþarfi að hengja sig í smáatriðin. Patrekur þessi var breskur að uppruna og af góðu fólki kominn. Faðir hans var djákni og afi hans prestur, en þrátt fyrir það var Patrekur lítt trúrækið barn. Þegar hann var um sextán ára gamall var hann numinn brott af írskum sjóræningjum (já, Írar voru ekki bara fórnarlömb víkinga og Breta) sem höfðu piltinn með sér heim til Írlands. Næstu sex ár sinnti Patrekur starfi fjárhirðis og gerðist einkar guðhræddur. Það var svo fyrir tilskipan drottins að Patrekur lét loks slag standa, flúði prísundina heim til Englands og ákvað að læra til prests. Að náminu loknu sneri Patrekur aftur til Írlands í þeim erindagjörðum að boða hinum heiðnu Keltum kristna trú. Eitt helsta kennslugagn prestsins var þriggja laufa smári, sem Patrekur studdist gjarnan við þegar hann útskýrði heilaga þrenningu fyrir Keltum. Í dag er smárinn eitt helsta einkennismerki Írlands og er ansi fyrirferðamikill á degi heilags Patreks, en 17. mars er talinn vera dánardagur dýrlingsins. Í dag minnist heimsbyggðin heilags Patreks, dýrlings sem fældi brott snáka frá eyju þar sem engir snákar voru, með því að teyga Guinnes, klæðast grænu og hlýða á írska þjóðsöngva. Í dag eru allir írskir. Svo veltir maður því fyrir sér hvenær veröldin öll mun taka við sér og halda upp á 17. júní. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sara McMahon Mest lesið Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson Skoðun
Dagur heilags Patreks, þjóðhátíðardagur Íra, er haldinn hátíðlegur víða um heim í dag. Fyrir þá sem ekki þekkja til Patreks, þá var hann um margt merkilegur maður. Honum er meðal annars gefið að hafa hrakið alla snáka sem hírðust á Eyjunni grænu á haf út – vísindamenn halda því reyndar fram að snákar hafi aldrei þrifist á Írlandi, en það er óþarfi að hengja sig í smáatriðin. Patrekur þessi var breskur að uppruna og af góðu fólki kominn. Faðir hans var djákni og afi hans prestur, en þrátt fyrir það var Patrekur lítt trúrækið barn. Þegar hann var um sextán ára gamall var hann numinn brott af írskum sjóræningjum (já, Írar voru ekki bara fórnarlömb víkinga og Breta) sem höfðu piltinn með sér heim til Írlands. Næstu sex ár sinnti Patrekur starfi fjárhirðis og gerðist einkar guðhræddur. Það var svo fyrir tilskipan drottins að Patrekur lét loks slag standa, flúði prísundina heim til Englands og ákvað að læra til prests. Að náminu loknu sneri Patrekur aftur til Írlands í þeim erindagjörðum að boða hinum heiðnu Keltum kristna trú. Eitt helsta kennslugagn prestsins var þriggja laufa smári, sem Patrekur studdist gjarnan við þegar hann útskýrði heilaga þrenningu fyrir Keltum. Í dag er smárinn eitt helsta einkennismerki Írlands og er ansi fyrirferðamikill á degi heilags Patreks, en 17. mars er talinn vera dánardagur dýrlingsins. Í dag minnist heimsbyggðin heilags Patreks, dýrlings sem fældi brott snáka frá eyju þar sem engir snákar voru, með því að teyga Guinnes, klæðast grænu og hlýða á írska þjóðsöngva. Í dag eru allir írskir. Svo veltir maður því fyrir sér hvenær veröldin öll mun taka við sér og halda upp á 17. júní.