Slegist um Eyrarrósina 19. mars 2015 11:30 Eyrarrósin verður afhent í tíunda skipti þann 4.apríl næstkomandi á Ísafirði. Þau menningarverkefni sem berjast um verðlaunin í ár eru Listasafn Árnesinga, Frystiklefinn Rifi og Sköpunarmiðstöðin Stöðvarfirði. Það verkefni sem ber sigur úr býtum mun hljóta 1.650.000 króna í verðlaun. Undanfarin tíu ár hafa verkefni á borð við Aldrei fór ég suður, Bræðsluna og Safnasafnið á Svalbarðsströnd hlotið Eyrarrósina og þykir rósin stýra góðri lukku. Forsetafrúin, Dorrit Moussaieff, mun veita verðlaunin við hátíðlega athöfn, en hún er jafnframt verndari samtakanna.1. Listasafn Árnesinga „Ég samgleðst fyrir hönd allra safna þegar ég tek á móti tilnefningunni,“ segir Inga Jónsdóttir, safnstjóri Listasafns Árnesinga. Að jafnaði eru settar upp fjórar til sex sýningar á ári á listasafninu. Útgangspunktur sýningarhaldsins er að efla áhuga og skilning á sjónlistum og sinna fræðslu. „Að safninu standa öll sveitarfélög Árnessýslu, svo hér er unnið metnaðarfullt starf,“ segir Inga og bætir við: „Það er auðvitað alltaf gaman að fá jákvæð viðbrögð við því sem maður er að gera.“2. Sköpunarmiðstöðin Stöðvarfirði „Tilnefningin hefur ofboðslega hvetjandi áhrif. Hér höfum við unnið allt starf í sjálfboðavinnu svo þetta er reglulega gott klapp á bakið,“ útskýrir Rósa Valtingojer, stjórnandi miðstöðvarinnar. Sköpunarmiðstöðin hefur sjálfbærni og nýtingu samlegðaráhrifa skapandi einstaklinga og verkstæða að leiðarljósi í sínu starfi. „Samfélagið allt hefur hjálpast að við uppbygginguna og starfsemina sem hér fer fram,“ segir Rósa alsæl með tilnefninguna.3. Frystiklefinn Rifi „Fólk hefur gríðarlegan áhuga á að koma til okkar hingað á Snæfellsnes. Mikil gróska er í menningarlífinu hér, og yfir fimmtíu sýningar í gangi síðastliðið ár,“ segir Kári Viðarsson, maðurinn á bak við Frystiklefann. Frystiklefinn gegnir hlutverki menningarmiðstöðvar og er listamannasetur þar sem uppákomur af ýmsum toga skjóta upp kollinum. „Ég er hrærður og þakklátur, tilnefningin hefur mikla þýðingu fyrir okkur hér,“ bætir Kári við. Menning Mest lesið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið „Pabbi minn gaf okkur saman“ Lífið Í þrjátíu ára gömlum fötum af mömmu Tíska og hönnun Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Lífið Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? Lífið Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Lífið Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Lífið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Menning Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Lífið Fleiri fréttir Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
Eyrarrósin verður afhent í tíunda skipti þann 4.apríl næstkomandi á Ísafirði. Þau menningarverkefni sem berjast um verðlaunin í ár eru Listasafn Árnesinga, Frystiklefinn Rifi og Sköpunarmiðstöðin Stöðvarfirði. Það verkefni sem ber sigur úr býtum mun hljóta 1.650.000 króna í verðlaun. Undanfarin tíu ár hafa verkefni á borð við Aldrei fór ég suður, Bræðsluna og Safnasafnið á Svalbarðsströnd hlotið Eyrarrósina og þykir rósin stýra góðri lukku. Forsetafrúin, Dorrit Moussaieff, mun veita verðlaunin við hátíðlega athöfn, en hún er jafnframt verndari samtakanna.1. Listasafn Árnesinga „Ég samgleðst fyrir hönd allra safna þegar ég tek á móti tilnefningunni,“ segir Inga Jónsdóttir, safnstjóri Listasafns Árnesinga. Að jafnaði eru settar upp fjórar til sex sýningar á ári á listasafninu. Útgangspunktur sýningarhaldsins er að efla áhuga og skilning á sjónlistum og sinna fræðslu. „Að safninu standa öll sveitarfélög Árnessýslu, svo hér er unnið metnaðarfullt starf,“ segir Inga og bætir við: „Það er auðvitað alltaf gaman að fá jákvæð viðbrögð við því sem maður er að gera.“2. Sköpunarmiðstöðin Stöðvarfirði „Tilnefningin hefur ofboðslega hvetjandi áhrif. Hér höfum við unnið allt starf í sjálfboðavinnu svo þetta er reglulega gott klapp á bakið,“ útskýrir Rósa Valtingojer, stjórnandi miðstöðvarinnar. Sköpunarmiðstöðin hefur sjálfbærni og nýtingu samlegðaráhrifa skapandi einstaklinga og verkstæða að leiðarljósi í sínu starfi. „Samfélagið allt hefur hjálpast að við uppbygginguna og starfsemina sem hér fer fram,“ segir Rósa alsæl með tilnefninguna.3. Frystiklefinn Rifi „Fólk hefur gríðarlegan áhuga á að koma til okkar hingað á Snæfellsnes. Mikil gróska er í menningarlífinu hér, og yfir fimmtíu sýningar í gangi síðastliðið ár,“ segir Kári Viðarsson, maðurinn á bak við Frystiklefann. Frystiklefinn gegnir hlutverki menningarmiðstöðvar og er listamannasetur þar sem uppákomur af ýmsum toga skjóta upp kollinum. „Ég er hrærður og þakklátur, tilnefningin hefur mikla þýðingu fyrir okkur hér,“ bætir Kári við.
Menning Mest lesið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið „Pabbi minn gaf okkur saman“ Lífið Í þrjátíu ára gömlum fötum af mömmu Tíska og hönnun Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Lífið Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? Lífið Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Lífið Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Lífið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Menning Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Lífið Fleiri fréttir Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira