Rakel Pétursdóttir safnafræðingur leiðir gesti um sýninguna Konur stíga fram – svipmyndir 30 kvenna í íslenskri myndlist á sunnudaginn kl. 14 í Listasafni Íslands við Fríkirkjuveg.
Sýningin er byggð á rituðum heimildum og listaverkum valinna kvenna, að mestu úr fórum Listasafns Íslands, sem vitna um vitundarvakningu íslenskra kvenna og þátt myndlistar í staðfestingu á sjálfsmynd þeirra.
Með um 70 verkum eftir 30 íslenskar listakonur, fæddum á árunum 1823 til 1940, bregður sýningin KONUR STÍGA FRAM ljósi á vitundarvakningu kvenna hér á landi og baráttu þeirra fyrir aukinni hlutdeild í sögu íslenskrar myndlistar.
Konur stíga fram
