Þingmenn ósáttir við rök ráðherrans sveinn arnarsson skrifar 20. mars 2015 08:45 Ragnheiður Elín Árnadóttir kom fyrir atvinnuveganefnd í gær þar sem ívilnanasamningur Matorku var til umræðu. Fréttablaðið/Vilhelm Þingmenn stjórnarandstöðunnar voru ekki sáttir við svör Ragnheiðar Elínar Árnadóttur, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, um ívilnanasamning ríkisins við Matorku á fundi atvinnuveganefndar Alþingis í gær.Björt Ólafsdóttir„Mér finnst rök ráðherra ekki halda vatni. Hún gaf okkur ekki svör sem róuðu mig allavega. Það sem stendur eftir í þessum aðgerðum er að markaðsstaða fyrirtækja í bleikjueldi er stórlega skekkt hér á landi,“ segir Björt. „Einnig virðist svo vera að gögn sem Matorka hefur matað ráðuneytið á hafi ekki verið rannsökuð nægjanlega. Margar forsendur stangast á við það sem Landssamband fiskeldisstöðva hefur bent á.“ Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins sýndu útreikningar fyrirtækisins fram á að fjárfestingin væri mjög arðbær. Í nýju frumvarpi ráðherra um ívilnanir til nýfjárfestinga á Íslandi segir hins vegar í 12. grein að fyrirtæki verði að sýna fram á að án ívilnana verði fjárfestingin ekki arðbær. „Þetta atriði er auðvitað fáránlegt og það að krefjast þess í rauninni að eitthvert verkefni sé óarðbært til að fá styrk er skringileg forsenda. Atvinnuveganefnd hefur fett fingur út í þetta orðalag og það eru allar líkur á því að orðalagið muni breytast í meðförum nefndarinnar,“ segir Björt.Kristján L. MöllerFram hefur komið að hlutfall ívilnana af fjárfestingu Matorku geti farið upp í um 60% af heildarfjárfestingu fyrirtækisins með skattaafsláttum og þjálfunarstyrkjum starfsmanna. Það stangast hins vegar á við reglur ESA, Eftirlitsstofnunar EFTA, þar sem ívilnanasamningar ríkja við fyrirtæki mega ekki vera hærri en 35% af heildarfjárfestingunni. Forsvarsmenn Matorku og Ragnheiður Elín mættu á fund atvinnuveganefndar þar sem ívilnanasamningur ríkisins við Matorku var til umræðu. Stjórnarandstöðuþingmenn gagnrýndu að útreikningar Matorku hafi verið lagðir fyrir stjórnvöld án þess að þeir hefðu verið skoðaðir nægilega vel. „Fundurinn var gagnlegur og upplýsandi en ég fór fram á að forsvarsmenn Íslandsstofu myndu koma fyrir nefndina og útskýra þætti málsins sem enn eru mjög óljósir,“ segir Kristján Möller. „Þetta mál hefur vakið spurningar um hvernig lagaramma við viljum hafa. Viljum við ívilna til fyrirtækja sem skekkja markaðinn sem fyrir er mjög viðkvæmur?“ Alþingi Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Sjá meira
Þingmenn stjórnarandstöðunnar voru ekki sáttir við svör Ragnheiðar Elínar Árnadóttur, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, um ívilnanasamning ríkisins við Matorku á fundi atvinnuveganefndar Alþingis í gær.Björt Ólafsdóttir„Mér finnst rök ráðherra ekki halda vatni. Hún gaf okkur ekki svör sem róuðu mig allavega. Það sem stendur eftir í þessum aðgerðum er að markaðsstaða fyrirtækja í bleikjueldi er stórlega skekkt hér á landi,“ segir Björt. „Einnig virðist svo vera að gögn sem Matorka hefur matað ráðuneytið á hafi ekki verið rannsökuð nægjanlega. Margar forsendur stangast á við það sem Landssamband fiskeldisstöðva hefur bent á.“ Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins sýndu útreikningar fyrirtækisins fram á að fjárfestingin væri mjög arðbær. Í nýju frumvarpi ráðherra um ívilnanir til nýfjárfestinga á Íslandi segir hins vegar í 12. grein að fyrirtæki verði að sýna fram á að án ívilnana verði fjárfestingin ekki arðbær. „Þetta atriði er auðvitað fáránlegt og það að krefjast þess í rauninni að eitthvert verkefni sé óarðbært til að fá styrk er skringileg forsenda. Atvinnuveganefnd hefur fett fingur út í þetta orðalag og það eru allar líkur á því að orðalagið muni breytast í meðförum nefndarinnar,“ segir Björt.Kristján L. MöllerFram hefur komið að hlutfall ívilnana af fjárfestingu Matorku geti farið upp í um 60% af heildarfjárfestingu fyrirtækisins með skattaafsláttum og þjálfunarstyrkjum starfsmanna. Það stangast hins vegar á við reglur ESA, Eftirlitsstofnunar EFTA, þar sem ívilnanasamningar ríkja við fyrirtæki mega ekki vera hærri en 35% af heildarfjárfestingunni. Forsvarsmenn Matorku og Ragnheiður Elín mættu á fund atvinnuveganefndar þar sem ívilnanasamningur ríkisins við Matorku var til umræðu. Stjórnarandstöðuþingmenn gagnrýndu að útreikningar Matorku hafi verið lagðir fyrir stjórnvöld án þess að þeir hefðu verið skoðaðir nægilega vel. „Fundurinn var gagnlegur og upplýsandi en ég fór fram á að forsvarsmenn Íslandsstofu myndu koma fyrir nefndina og útskýra þætti málsins sem enn eru mjög óljósir,“ segir Kristján Möller. „Þetta mál hefur vakið spurningar um hvernig lagaramma við viljum hafa. Viljum við ívilna til fyrirtækja sem skekkja markaðinn sem fyrir er mjög viðkvæmur?“
Alþingi Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Sjá meira