Íslenskur hönnuður á tískupallana í París Guðrún Ansnes skrifar 21. mars 2015 00:01 „Þetta er frábær stökkpallur fyrir mig,“ segir Thelma. Munu gestir tískuvikunnar fá að hitta hana og skoða línuna vandlega. Visir/Rebekka Blöndal „Ég er auðvitað bara í skýjunum með þetta, enda ofboðslegur heiður fyrir mig og frábær stökkpallur,“ segir Thelma Björnsdóttir, nýkrýndur sigurvegari í franskri fatahönnuðakeppni sem tileinkuð er ungum hönnuðum þar í landi. Þar með skaut hún fjórtán öðrum keppendum ref fyrir rass og komin allnokkrum skrefum nær draumnum sínum. „Draumurinn hefur alltaf verið að fá að hanna föt á yfirstærðarmódel og sigurinn skilar mér á tískupallana með mína línu,“ útskýrir Thelma kát. Thelma hefur stundað nám í París frá árinu 2011 og lauk hún BA gráðu í fatahönnun frá Internationa Fashion Akademysem tveimur árum síðar.Í kjölfarið hlaut hún styrk til náms frá skólanum og kláraði framhaldsnámið sitt nýverið. „Línan mín var útskriftarverkefnið mitt þar sem ég stofnaði mitt eigið merki,“ útskýrir Thelma og heldur áfram: „Línan mín er innblásin af líkamsvirðingu og mig með henni langar mig að afnema þessa stimpla um eitthvað sem er annaðhvort „plus size“ eða “ „petit“.“Breyting í bransanum Hugmyndafræði Thelmu gegnur í grunninn út á að konur þurfi ekki að sætta sig við að ákveðin föt fáist aðeins í tiltekinni stærð. „Ég lagðist í rannsóknarvinnu og skoðaði áhrif þess að hafa ekki sömu möguleika í þessum efnum á konur, og kom bersýnilega í ljós að slíkt hefur gríðarleg áhrif á sjálfsmyndina,“ bendir Thelma á. Thelma segir tískubransann vera að breytast til betri vegar. „Ég finn fyrir ákveðinni vitundarvakningu í bransanum og svo virðist sem fólk sé að átta sig á að við komum öll í mismunandi formum. Það er ekki aðeins eitt form fyrir alla, heldur er fjölbreytileikanum fagnað í auknum mæli.“Heilluð af París Thelma kann býsna vel við sig í þessari hátískuborg og segist þrífast þar vel. Aðspurð um hvort hún ætli sér að koma heim og bera út boðskapinn á Íslandi segir hún það ekki næst á dagskránni. „Nú vona ég að sigurinn í keppninni opni fyrir mér dyr og að ég fái að demba mér af fullum þunga inn í bransann hér úti,“ segir Thelma í lokin og á greinilega framtíðina fyrir sér í hinum stóra tískuheimi. Mest lesið Stjörnulífið: Ólétta og ást í 23 ár Lífið Fagnaði 35 árum með stæl í Kólumbíu Lífið Er hægt að njóta kynlífs þrátt fyrir mikla áfallasögu? Lífið Fela einhverfu til að passa inn Lífið Óþægilegt erótískt ljóð Kennedy afhjúpað í framhjáhaldsdeilu Lífið Þessar jólagjafir hitta í mark Lífið samstarf Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Menning „Nýju hverfin eintómar stafsetningarvillur“ Lífið samstarf Hvorki síldarævintýri né gervigreind Lífið Skrímslaævintýri á Álftanesi varð að blómstrandi fjölskyldufyrirtæki Lífið samstarf Fleiri fréttir Skvísur á öllum aldri fögnuðu í Firðinum Íslensk mæðgin slá í gegn í herferð Zöru Sjóðheitar skvísur í feldsfíling Stanslaust stuð í sokkapartýi ársins Þakklát að hafa prófað alls konar hluti Tískukóngar landsins á bleiku skýi Ríghélt í sígarettuna niður tískupallinn Upplifir skotin oftast sem hrós „Ekki spá í hvað öðrum finnst“ Ungir „gúnar“ í essinu sínu Þau hlutu Hönnunarverðlaun Íslands Hætt að nota föt til að fela sig Klæddi sig upp sem hjákona eiginmannsins Sjá meira
„Ég er auðvitað bara í skýjunum með þetta, enda ofboðslegur heiður fyrir mig og frábær stökkpallur,“ segir Thelma Björnsdóttir, nýkrýndur sigurvegari í franskri fatahönnuðakeppni sem tileinkuð er ungum hönnuðum þar í landi. Þar með skaut hún fjórtán öðrum keppendum ref fyrir rass og komin allnokkrum skrefum nær draumnum sínum. „Draumurinn hefur alltaf verið að fá að hanna föt á yfirstærðarmódel og sigurinn skilar mér á tískupallana með mína línu,“ útskýrir Thelma kát. Thelma hefur stundað nám í París frá árinu 2011 og lauk hún BA gráðu í fatahönnun frá Internationa Fashion Akademysem tveimur árum síðar.Í kjölfarið hlaut hún styrk til náms frá skólanum og kláraði framhaldsnámið sitt nýverið. „Línan mín var útskriftarverkefnið mitt þar sem ég stofnaði mitt eigið merki,“ útskýrir Thelma og heldur áfram: „Línan mín er innblásin af líkamsvirðingu og mig með henni langar mig að afnema þessa stimpla um eitthvað sem er annaðhvort „plus size“ eða “ „petit“.“Breyting í bransanum Hugmyndafræði Thelmu gegnur í grunninn út á að konur þurfi ekki að sætta sig við að ákveðin föt fáist aðeins í tiltekinni stærð. „Ég lagðist í rannsóknarvinnu og skoðaði áhrif þess að hafa ekki sömu möguleika í þessum efnum á konur, og kom bersýnilega í ljós að slíkt hefur gríðarleg áhrif á sjálfsmyndina,“ bendir Thelma á. Thelma segir tískubransann vera að breytast til betri vegar. „Ég finn fyrir ákveðinni vitundarvakningu í bransanum og svo virðist sem fólk sé að átta sig á að við komum öll í mismunandi formum. Það er ekki aðeins eitt form fyrir alla, heldur er fjölbreytileikanum fagnað í auknum mæli.“Heilluð af París Thelma kann býsna vel við sig í þessari hátískuborg og segist þrífast þar vel. Aðspurð um hvort hún ætli sér að koma heim og bera út boðskapinn á Íslandi segir hún það ekki næst á dagskránni. „Nú vona ég að sigurinn í keppninni opni fyrir mér dyr og að ég fái að demba mér af fullum þunga inn í bransann hér úti,“ segir Thelma í lokin og á greinilega framtíðina fyrir sér í hinum stóra tískuheimi.
Mest lesið Stjörnulífið: Ólétta og ást í 23 ár Lífið Fagnaði 35 árum með stæl í Kólumbíu Lífið Er hægt að njóta kynlífs þrátt fyrir mikla áfallasögu? Lífið Fela einhverfu til að passa inn Lífið Óþægilegt erótískt ljóð Kennedy afhjúpað í framhjáhaldsdeilu Lífið Þessar jólagjafir hitta í mark Lífið samstarf Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Menning „Nýju hverfin eintómar stafsetningarvillur“ Lífið samstarf Hvorki síldarævintýri né gervigreind Lífið Skrímslaævintýri á Álftanesi varð að blómstrandi fjölskyldufyrirtæki Lífið samstarf Fleiri fréttir Skvísur á öllum aldri fögnuðu í Firðinum Íslensk mæðgin slá í gegn í herferð Zöru Sjóðheitar skvísur í feldsfíling Stanslaust stuð í sokkapartýi ársins Þakklát að hafa prófað alls konar hluti Tískukóngar landsins á bleiku skýi Ríghélt í sígarettuna niður tískupallinn Upplifir skotin oftast sem hrós „Ekki spá í hvað öðrum finnst“ Ungir „gúnar“ í essinu sínu Þau hlutu Hönnunarverðlaun Íslands Hætt að nota föt til að fela sig Klæddi sig upp sem hjákona eiginmannsins Sjá meira