Þetta er annar hluti Nýmálaðs en fyrri hlutinn var opnaður í Hafnarhúsinu í febrúar. Öll verkin eru máluð á síðustu tveimur árum og gefa því yfirlit yfir þá grósku sem er í málaralist í dag.
Þar sem mynd segir meira en þúsund orð fannst okkur tilvalið að sýna hér verk átta listamanna af fjórum kynslóðum, sýnishorn af því sem gefur að líta á Kjarvalsstöðum. Gunnar V. Andrésson, ljósmyndari Fréttablaðsins, lagði leið sína á Kjarvalsstaði og myndaði verkin.






