Undrast 200% hærra gjald á makrílkílóið svavar hávarðsson skrifar 1. apríl 2015 08:15 Sérstök gjaldtaka af makríl vekur undrun. fréttablaðið/óskar Margt í nýjum frumvörpum Sigurðar Inga Jóhannssonar sjávarútvegsráðherra um veiðigjöld kemur á óvart og sumt stenst illa skoðun, segir Kolbeinn Árnason, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi. Veiðigjald á makríl hækkar um nærri 200% sem kemur sér illa fyrir fyrirtæki sem hafa stundað þær veiðar, og sérstaklega kunni þetta að hitta minni fyrirtæki illa fyrir. Jákvætt er þó að kostnaður er tekinn til greina en ekki aðeins aflaverðmæti við að finna afkomustuðla við útreikning á almenna veiðigjaldinu.Kolbeinn ÁrnasonKolbeinn segir að í sínum huga sé tímabundin sex ára úthlutun og viðbótargjald á hvert makrílkíló, 10 krónur, kannski stærsta fréttin. Einfaldlega vegna þess að um svo stórt frávik sé að ræða í fyrirsjáanleika í rekstrarumhverfi sjávarútvegsins, sem löngum hefur verið leiðarljósið í umræðunni og hvetji til ábyrgrar nýtingar, fjárfestinga og verðmætasköpunar. „Nú er komið nýtt sex ára tímabil sem er mjög á skjön við þessa hugsun,“ segir Kolbeinn. Með þessari hugmynd sé ljóst að veiðigjald á makrílkílóið slái yfir 18 krónur, en á markaði fást 50 til 70 krónur fyrir kíló af makríl, svo það hlutfall sé æði hátt. Eins sé talað um að 5% af makrílkvótanum gangi til þeirra sem telja sig frumkvöðla í manneldisvinnslu. Kolbeinn segir ekki gott að átta sig á um hverja sé talað þar sem þetta sé frávik frá grundvallarreglunni um veiðireynslu. Sigurður Ingi segist í fjölmiðlum vera að bregðast við áliti umboðsmanns Alþingis um að hlutdeildarsetja beri makrílinn. Frumvarpið gengur hins vegar þvert á þær úthlutunarreglur sem hafa verið í gildi hingað til hvað varðar veiðireynsluna, segir Kolbeinn. Hvað varðar almenna veiðigjaldið telur Kolbeinn eitt og annað jákvætt, t.d. að miðað er við landaðan afla og gjaldið því innheimt jafn óðum en ekki fyrirfram. „Gallinn er hins vegar sá að tölur Hagstofunnar eru enn þá notaðar til útreiknings, en þau gögn eru ekki ætluð til skattlagningar enda eru þau ónákvæm í besta falli,“ segir Kolbeinn og telur vafasamt að gjaldið hækki á milli ára þegar framlegð er á niðurleið. Alþingi Mest lesið Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Erlent Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Innlent Segir menntuð fífl hættuleg fífl Innlent Fleiri fréttir Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Kennaraverkföll skella á Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Óvissa um verkföll eftir frestunarbeiðni Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni „Hún verður örugglega afbragðsborgarstjóri“ Heiða Björg verður borgarstjóri Ögurstund, staða Play og óreyndur rútubílstjóri Hellti kveikjarabensíni yfir mann og hótaði að kveikja í Ökklasnúnum Esjufara komið til bjargar Banaslys á Þingvallavegi Samræði við þrettán ára nauðgun eftir allt saman Nýr borgarstjóri kynntur á morgun Kennarar samþykkja innanhússtillögu Segir menntuð fífl hættuleg fífl Kókaínsmygl systkina og maka þeirra út um þúfur Fleinn rekinn í hjarta Evrópu verði Úkraína beygð í duftið Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Refsing Dagbjartar þyngd verulega Sameinar sýslumenn: Róar taugar starfsmanna og segir ekkert að óttast Sama rúta olli skemmdum á bannsvæði í hádeginu Hugmyndir Þorgríms séu litaðar vanþekkingu og fordómum Segir karla í forréttindastöðu hafa stofnað Háskólann Stórskemmdi grasflötina við Höfða Sjá meira
Margt í nýjum frumvörpum Sigurðar Inga Jóhannssonar sjávarútvegsráðherra um veiðigjöld kemur á óvart og sumt stenst illa skoðun, segir Kolbeinn Árnason, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi. Veiðigjald á makríl hækkar um nærri 200% sem kemur sér illa fyrir fyrirtæki sem hafa stundað þær veiðar, og sérstaklega kunni þetta að hitta minni fyrirtæki illa fyrir. Jákvætt er þó að kostnaður er tekinn til greina en ekki aðeins aflaverðmæti við að finna afkomustuðla við útreikning á almenna veiðigjaldinu.Kolbeinn ÁrnasonKolbeinn segir að í sínum huga sé tímabundin sex ára úthlutun og viðbótargjald á hvert makrílkíló, 10 krónur, kannski stærsta fréttin. Einfaldlega vegna þess að um svo stórt frávik sé að ræða í fyrirsjáanleika í rekstrarumhverfi sjávarútvegsins, sem löngum hefur verið leiðarljósið í umræðunni og hvetji til ábyrgrar nýtingar, fjárfestinga og verðmætasköpunar. „Nú er komið nýtt sex ára tímabil sem er mjög á skjön við þessa hugsun,“ segir Kolbeinn. Með þessari hugmynd sé ljóst að veiðigjald á makrílkílóið slái yfir 18 krónur, en á markaði fást 50 til 70 krónur fyrir kíló af makríl, svo það hlutfall sé æði hátt. Eins sé talað um að 5% af makrílkvótanum gangi til þeirra sem telja sig frumkvöðla í manneldisvinnslu. Kolbeinn segir ekki gott að átta sig á um hverja sé talað þar sem þetta sé frávik frá grundvallarreglunni um veiðireynslu. Sigurður Ingi segist í fjölmiðlum vera að bregðast við áliti umboðsmanns Alþingis um að hlutdeildarsetja beri makrílinn. Frumvarpið gengur hins vegar þvert á þær úthlutunarreglur sem hafa verið í gildi hingað til hvað varðar veiðireynsluna, segir Kolbeinn. Hvað varðar almenna veiðigjaldið telur Kolbeinn eitt og annað jákvætt, t.d. að miðað er við landaðan afla og gjaldið því innheimt jafn óðum en ekki fyrirfram. „Gallinn er hins vegar sá að tölur Hagstofunnar eru enn þá notaðar til útreiknings, en þau gögn eru ekki ætluð til skattlagningar enda eru þau ónákvæm í besta falli,“ segir Kolbeinn og telur vafasamt að gjaldið hækki á milli ára þegar framlegð er á niðurleið.
Alþingi Mest lesið Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Erlent Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Innlent Segir menntuð fífl hættuleg fífl Innlent Fleiri fréttir Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Kennaraverkföll skella á Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Óvissa um verkföll eftir frestunarbeiðni Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni „Hún verður örugglega afbragðsborgarstjóri“ Heiða Björg verður borgarstjóri Ögurstund, staða Play og óreyndur rútubílstjóri Hellti kveikjarabensíni yfir mann og hótaði að kveikja í Ökklasnúnum Esjufara komið til bjargar Banaslys á Þingvallavegi Samræði við þrettán ára nauðgun eftir allt saman Nýr borgarstjóri kynntur á morgun Kennarar samþykkja innanhússtillögu Segir menntuð fífl hættuleg fífl Kókaínsmygl systkina og maka þeirra út um þúfur Fleinn rekinn í hjarta Evrópu verði Úkraína beygð í duftið Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Refsing Dagbjartar þyngd verulega Sameinar sýslumenn: Róar taugar starfsmanna og segir ekkert að óttast Sama rúta olli skemmdum á bannsvæði í hádeginu Hugmyndir Þorgríms séu litaðar vanþekkingu og fordómum Segir karla í forréttindastöðu hafa stofnað Háskólann Stórskemmdi grasflötina við Höfða Sjá meira