Tillögurnar þarfnast frekari skoðunar Ingólfur Eiríksson skrifar 4. apríl 2015 06:00 Stjórnarandstaðan furðar sig á vinnubrögðum forsætisráðherra við tillögu um byggingu nýrrar Valhallar á Þingvöllum, Húss íslenskra fræða og nýrrar viðbyggingar við þinghúsið. „Þetta er farið að minna svolítið á stíl Jónasar frá Hriflu,“ segir Guðmundur Steingrímsson, formaður Bjartrar framtíðar, um þingsályktunartillögu forsætisráðherra um nýja viðbyggingu Alþingis eftir teikningum Guðjóns Samúelssonar. Bygging hússins er liður í fyrirhuguðum hátíðarhöldum vegna aldarafmælis fullveldis Íslands 2018. Þá er gert ráð fyrir að lokið verði við byggingu Húss íslenskra fræða og nýrrar Valhallar á Þingvöllum sama ár. „Byggingar eiga að vera byggðar eftir þörfum, í samræmi við faglegt ferli og hannaðar af hæfileikaríkum samtímaarkitektum. Ekki til að fagna afmæli,“ segir Guðmundur. „Forgangsröðunin hlýtur að vera húsnæði sem tryggir fyrsta flokks heilbrigðiskerfi,“ segir Jón Þór Ólafsson, fulltrúi Pírata í forsætisnefnd. Þá segir Jón Þór að alvarlega beri að skoða Landssímahúsið eða annan ódýrari kost fyrir skrifstofuhúsnæði þingmanna.Svona kemur þinghúsið til með að vera, verði tillagan samþykkt.Árið 2007 komu fram tillögur um nýtt skrifstofuhúsnæði fyrir alþingismenn, sem unnar voru í samráði við skipulagsráð Reykjavíkur. Núna fá íslenskir arkitektar samtímans hins vegar „tækifæri til að hanna hús með Guðjóni Samúelssyni“, eins og segir í tillögu forsætisráðherra. Í tillögunni segir enn fremur: „Um leið og horft er til framtíðar er fortíðinni sýnd virðing og draumar fyrri kynslóðar uppfylltir í þágu framtíðarkynslóða.“ Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, segist styðja að lokið verði við byggingu Húss íslenskra fræða. Hinar tillögurnar þarfnist frekari skoðunar. „Nýbygging Alþingis á að heyra undir forsætisnefnd en ekki framkvæmdavaldið,“ segir Katrín. Áætlun um að reisa Hús íslenskra fræða hefur legið fyrir í áratug og var fyrsta skóflustungan tekin í marsmánuði 2013. Til stóð að framkvæmdum lyki á næsta ári. Úr því verður þó ekki, þar sem ný ríkisstjórn veitti ekki fé til framkvæmdanna og hefur holan við Arngrímsgötu 5 verið að mestu ósnert. Nú er hins vegar lagt til að húsið, sem kallað er þjóðargjöf í tillögunni, rísi árið 2018. Þá er lagt til að endurreisa Valhöll á Þingvöllum, en gamla byggingin brann árið 2009. Alþingi Tengdar fréttir Hér á nýbygging Alþingis að rísa Forsætisráðherra hefur kynnt tillögu um að ný skrifstofubygging Alþingis verði reist samkvæmt gamalli teikningu Guðjóns Samúelssonar og verði tilbúin árið 2018. 1. apríl 2015 22:00 Nýtt Alþingishús eftir teikningu Guðjóns Samúelssonar Forsætisráðherra hefur fengið afgreidda úr ríkisstjórn þingsályktunartillögu sem kveður á um nýja viðbyggingu við Alþingishúsið, byggingu yfir Stofnun Árna Magnússonar og byggingu nýrrar Valhallar á Þingvöllum. 1. apríl 2015 09:00 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Sjá meira
„Þetta er farið að minna svolítið á stíl Jónasar frá Hriflu,“ segir Guðmundur Steingrímsson, formaður Bjartrar framtíðar, um þingsályktunartillögu forsætisráðherra um nýja viðbyggingu Alþingis eftir teikningum Guðjóns Samúelssonar. Bygging hússins er liður í fyrirhuguðum hátíðarhöldum vegna aldarafmælis fullveldis Íslands 2018. Þá er gert ráð fyrir að lokið verði við byggingu Húss íslenskra fræða og nýrrar Valhallar á Þingvöllum sama ár. „Byggingar eiga að vera byggðar eftir þörfum, í samræmi við faglegt ferli og hannaðar af hæfileikaríkum samtímaarkitektum. Ekki til að fagna afmæli,“ segir Guðmundur. „Forgangsröðunin hlýtur að vera húsnæði sem tryggir fyrsta flokks heilbrigðiskerfi,“ segir Jón Þór Ólafsson, fulltrúi Pírata í forsætisnefnd. Þá segir Jón Þór að alvarlega beri að skoða Landssímahúsið eða annan ódýrari kost fyrir skrifstofuhúsnæði þingmanna.Svona kemur þinghúsið til með að vera, verði tillagan samþykkt.Árið 2007 komu fram tillögur um nýtt skrifstofuhúsnæði fyrir alþingismenn, sem unnar voru í samráði við skipulagsráð Reykjavíkur. Núna fá íslenskir arkitektar samtímans hins vegar „tækifæri til að hanna hús með Guðjóni Samúelssyni“, eins og segir í tillögu forsætisráðherra. Í tillögunni segir enn fremur: „Um leið og horft er til framtíðar er fortíðinni sýnd virðing og draumar fyrri kynslóðar uppfylltir í þágu framtíðarkynslóða.“ Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, segist styðja að lokið verði við byggingu Húss íslenskra fræða. Hinar tillögurnar þarfnist frekari skoðunar. „Nýbygging Alþingis á að heyra undir forsætisnefnd en ekki framkvæmdavaldið,“ segir Katrín. Áætlun um að reisa Hús íslenskra fræða hefur legið fyrir í áratug og var fyrsta skóflustungan tekin í marsmánuði 2013. Til stóð að framkvæmdum lyki á næsta ári. Úr því verður þó ekki, þar sem ný ríkisstjórn veitti ekki fé til framkvæmdanna og hefur holan við Arngrímsgötu 5 verið að mestu ósnert. Nú er hins vegar lagt til að húsið, sem kallað er þjóðargjöf í tillögunni, rísi árið 2018. Þá er lagt til að endurreisa Valhöll á Þingvöllum, en gamla byggingin brann árið 2009.
Alþingi Tengdar fréttir Hér á nýbygging Alþingis að rísa Forsætisráðherra hefur kynnt tillögu um að ný skrifstofubygging Alþingis verði reist samkvæmt gamalli teikningu Guðjóns Samúelssonar og verði tilbúin árið 2018. 1. apríl 2015 22:00 Nýtt Alþingishús eftir teikningu Guðjóns Samúelssonar Forsætisráðherra hefur fengið afgreidda úr ríkisstjórn þingsályktunartillögu sem kveður á um nýja viðbyggingu við Alþingishúsið, byggingu yfir Stofnun Árna Magnússonar og byggingu nýrrar Valhallar á Þingvöllum. 1. apríl 2015 09:00 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Sjá meira
Hér á nýbygging Alþingis að rísa Forsætisráðherra hefur kynnt tillögu um að ný skrifstofubygging Alþingis verði reist samkvæmt gamalli teikningu Guðjóns Samúelssonar og verði tilbúin árið 2018. 1. apríl 2015 22:00
Nýtt Alþingishús eftir teikningu Guðjóns Samúelssonar Forsætisráðherra hefur fengið afgreidda úr ríkisstjórn þingsályktunartillögu sem kveður á um nýja viðbyggingu við Alþingishúsið, byggingu yfir Stofnun Árna Magnússonar og byggingu nýrrar Valhallar á Þingvöllum. 1. apríl 2015 09:00