Górillustelpur og klifurdans Magnús Guðmundsson skrifar 9. apríl 2015 13:00 Danshópurinn BANDALOOP ætlar að leika listir sínar utan á Aðalstræti 6 á opnunarhátíð Listahátíðarinnar. Opnunarhátíðin þann 13. maí mun endurspegla markmið aðstandendanna að góðu aðgengi almennings að listviðburðum. Þann dag verður afhjúpað nýtt verk eftir myndlistarhópinn Guerilla Girls sem samanstendur af sjö myndlistarkonum sem eru þekktar fyrir baráttu sína fyrir jafnrétti í listheiminum og hafa beitt fyrir sig húmor í fjölda spennandi verka á liðnum þrjátíu árum.Guerilla Girls eru forsíðuefni Listahátíðar í ár enda samnefnari fyrir áhersluna á höfundarverk kvenna, ritskoðun og réttindabaráttu almennt. Opnunaratriðið sjálft er hins vegar á ystu nöf samfélagsins í bókstaflegri merkingu. Þar er á ferðinni bandaríski dansflokkurinn BANDALOOP undir stjórn Ameliu Rudolph sem hefur leitt flokk sinn fram á ystu brún skýjakljúfa og klettabjarga víðsvegar um heim. BANDALOOP sérhæfir sig í lóðréttum dansi og er bakgrunnur listræns stjórnanda ekki einungis í dansi heldur einnig klettaklifri. Þessi heimsþekkti danshópur mun sýna þrjú verk á framhlið Aðalstrætis 6 við opnun Listahátíðarinnar og því um að gera fyrir Reykvíkinga sem og aðra unnendur klettaklifurs, danslistar og spennandi menningarviðburða í orðsins fyllstu merkingu að fjölmenna í Aðalstrætið þann 13. maí. Listahátíð í Reykjavík Menning Mest lesið Svona færðu fullnægingu án handa Lífið Cardi B sýknuð af kröfu um líkamsárás á öryggisvörð Lífið Aðalfyrirsæta í herferð 66°Norður 99 ára gömul Tíska og hönnun Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Bíó og sjónvarp Huggulegustu hommar landsins kaupa heillandi hæð Lífið Súrsætir matcha-bitar úr smiðju danska sjarmatröllsins Lífið Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Lífið „Og Rakel er á lausu!“ Lífið Búið að krýna nýjan arftaka Vogue-veldisins Tíska og hönnun Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Lífið Fleiri fréttir Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
Opnunarhátíðin þann 13. maí mun endurspegla markmið aðstandendanna að góðu aðgengi almennings að listviðburðum. Þann dag verður afhjúpað nýtt verk eftir myndlistarhópinn Guerilla Girls sem samanstendur af sjö myndlistarkonum sem eru þekktar fyrir baráttu sína fyrir jafnrétti í listheiminum og hafa beitt fyrir sig húmor í fjölda spennandi verka á liðnum þrjátíu árum.Guerilla Girls eru forsíðuefni Listahátíðar í ár enda samnefnari fyrir áhersluna á höfundarverk kvenna, ritskoðun og réttindabaráttu almennt. Opnunaratriðið sjálft er hins vegar á ystu nöf samfélagsins í bókstaflegri merkingu. Þar er á ferðinni bandaríski dansflokkurinn BANDALOOP undir stjórn Ameliu Rudolph sem hefur leitt flokk sinn fram á ystu brún skýjakljúfa og klettabjarga víðsvegar um heim. BANDALOOP sérhæfir sig í lóðréttum dansi og er bakgrunnur listræns stjórnanda ekki einungis í dansi heldur einnig klettaklifri. Þessi heimsþekkti danshópur mun sýna þrjú verk á framhlið Aðalstrætis 6 við opnun Listahátíðarinnar og því um að gera fyrir Reykvíkinga sem og aðra unnendur klettaklifurs, danslistar og spennandi menningarviðburða í orðsins fyllstu merkingu að fjölmenna í Aðalstrætið þann 13. maí.
Listahátíð í Reykjavík Menning Mest lesið Svona færðu fullnægingu án handa Lífið Cardi B sýknuð af kröfu um líkamsárás á öryggisvörð Lífið Aðalfyrirsæta í herferð 66°Norður 99 ára gömul Tíska og hönnun Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Bíó og sjónvarp Huggulegustu hommar landsins kaupa heillandi hæð Lífið Súrsætir matcha-bitar úr smiðju danska sjarmatröllsins Lífið Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Lífið „Og Rakel er á lausu!“ Lífið Búið að krýna nýjan arftaka Vogue-veldisins Tíska og hönnun Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Lífið Fleiri fréttir Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira