Óskarsverðlaunin komu talsvert á óvart Gyða Lóa Ólafsdóttir skrifar 11. apríl 2015 14:00 Laura Poitras er stödd hér á landi í tengslum við sýningu á myndinni Citizenfour. Mynd/IngiR.Ingason „Þetta er í fyrsta skipti sem ég kem hingað en mig hefur lengi langað til þess að koma. Það er frábært að sýna myndina hér og ég veit að það er mikill stuðningur við Ed hér á Íslandi, svo það er frábært,“ segir Laura Poitras, leikstjóri heimildarmyndarinnar Citizenfour sem fjallar um Edward Snowden og opinberun gagna Þjóðaröryggisstofnunar Bandaríkjanna (NSA) árið 2013. Hún er stödd hér vegna frumsýningar myndarinnar hér á landi á kvikmyndahátíðinni Shorts & Docs. Citizenfour hlaut Óskarsverðlaun sem besta heimildarmyndin í febrúar og segir Poitras verðlaunin hafa komið sér talsvert á óvart. „Það kom mjög á óvart, þegar við vorum í Hong Kong voru það ekki verðlaunin sem við höfðum áhyggjur af, það voru meira aðkallandi hlutir,“ segir hún alvarleg en stærstur hluti myndarinnar gerist í borginni og fylgir hún Snowden eftir frá því fyrstu gögnin voru birt. Snowden er sem stendur með pólitískt hæli í Rússlandi og segir Poitras þau halda sambandi. Poitras hefur alltaf verið meðvituð um það að nota samskiptatækni og internetið á ábyrgan hátt, en hún hafi aukið við meðvitund sína og varúðarráðstafanir eftir að hafa komist í samband við Snowden. Einnig var hún verið sett á sérstakan eftirlitslista í kjölfar útgáfu myndarinnar sem hafi meðal annars gert ferðalög erfið. Þrátt fyrir það sem flestir gætu haldið var það að gerast kvikmyndagerðarkona og leikstjóri sem tekur gríðarlegar áhættur við það að færa almenum borgurum sannleikann ekki það sem Pointras stefndi alltaf að því hún starfaði á öðrum vettvangi í talsverðan tíma áður en hún lagði kvikmyndagerð fyrir sig.Kristinn Hrafnsson og Laura Poitras munu sitja fyrir svörum eftir sýningu myndarinnar í kvöld.Mynd/IngiR.Ingason„Ég var kokkur í tíu ár og tók námskeið í kvikmyndagerð meðfram og varð virkilega heilluð af því,“ segir hún. „Þegar ég byrjaði að gera myndir gerði ég mjög abstrakt myndir. Ég er feimin og ég sá aldrei fyrir mér að ég myndi fara inn í líf fólks og segja frá því á þennan máta,“ segir hún afslöppuð en næsta verkefni hennar verður sýning í Whitney Museum of American Art og segir hún efnistök sýningarinnar tengd þeim sem fjallað er um í Citizenfour, þó uppsetningin sé á annan máta. Citizenfour er sýnd á kvikmyndahátíðinni Shorts & Docs klukkan átta í kvöld í Bíó Paradís. Eftir sýningu myndarinnar munu Poitras og Kristinn Hrafnsson svara spurningum áhorfenda auk þess sem Pointas mun vera með ókeypis masterclass á vegum kvimyndarhátíðarinnar sem einnig fer fram í Bíó Paradís og hefst klukkan þrjú í dag. Óskarinn Mest lesið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Birti bónorðið í Bændablaðinu Lífið Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Lífið Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton Lífið Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Lífið Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Lífið Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Lífið Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Menning Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Tónlist Fleiri fréttir Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Sjá meira
„Þetta er í fyrsta skipti sem ég kem hingað en mig hefur lengi langað til þess að koma. Það er frábært að sýna myndina hér og ég veit að það er mikill stuðningur við Ed hér á Íslandi, svo það er frábært,“ segir Laura Poitras, leikstjóri heimildarmyndarinnar Citizenfour sem fjallar um Edward Snowden og opinberun gagna Þjóðaröryggisstofnunar Bandaríkjanna (NSA) árið 2013. Hún er stödd hér vegna frumsýningar myndarinnar hér á landi á kvikmyndahátíðinni Shorts & Docs. Citizenfour hlaut Óskarsverðlaun sem besta heimildarmyndin í febrúar og segir Poitras verðlaunin hafa komið sér talsvert á óvart. „Það kom mjög á óvart, þegar við vorum í Hong Kong voru það ekki verðlaunin sem við höfðum áhyggjur af, það voru meira aðkallandi hlutir,“ segir hún alvarleg en stærstur hluti myndarinnar gerist í borginni og fylgir hún Snowden eftir frá því fyrstu gögnin voru birt. Snowden er sem stendur með pólitískt hæli í Rússlandi og segir Poitras þau halda sambandi. Poitras hefur alltaf verið meðvituð um það að nota samskiptatækni og internetið á ábyrgan hátt, en hún hafi aukið við meðvitund sína og varúðarráðstafanir eftir að hafa komist í samband við Snowden. Einnig var hún verið sett á sérstakan eftirlitslista í kjölfar útgáfu myndarinnar sem hafi meðal annars gert ferðalög erfið. Þrátt fyrir það sem flestir gætu haldið var það að gerast kvikmyndagerðarkona og leikstjóri sem tekur gríðarlegar áhættur við það að færa almenum borgurum sannleikann ekki það sem Pointras stefndi alltaf að því hún starfaði á öðrum vettvangi í talsverðan tíma áður en hún lagði kvikmyndagerð fyrir sig.Kristinn Hrafnsson og Laura Poitras munu sitja fyrir svörum eftir sýningu myndarinnar í kvöld.Mynd/IngiR.Ingason„Ég var kokkur í tíu ár og tók námskeið í kvikmyndagerð meðfram og varð virkilega heilluð af því,“ segir hún. „Þegar ég byrjaði að gera myndir gerði ég mjög abstrakt myndir. Ég er feimin og ég sá aldrei fyrir mér að ég myndi fara inn í líf fólks og segja frá því á þennan máta,“ segir hún afslöppuð en næsta verkefni hennar verður sýning í Whitney Museum of American Art og segir hún efnistök sýningarinnar tengd þeim sem fjallað er um í Citizenfour, þó uppsetningin sé á annan máta. Citizenfour er sýnd á kvikmyndahátíðinni Shorts & Docs klukkan átta í kvöld í Bíó Paradís. Eftir sýningu myndarinnar munu Poitras og Kristinn Hrafnsson svara spurningum áhorfenda auk þess sem Pointas mun vera með ókeypis masterclass á vegum kvimyndarhátíðarinnar sem einnig fer fram í Bíó Paradís og hefst klukkan þrjú í dag.
Óskarinn Mest lesið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Birti bónorðið í Bændablaðinu Lífið Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Lífið Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton Lífið Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Lífið Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Lífið Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Lífið Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Menning Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Tónlist Fleiri fréttir Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Sjá meira