Kallar eftir nýrri þjóðarsátt kolbeinn óttarsson proppé skrifar 22. apríl 2015 07:00 Bjarni Benediktsson segir skorta alla samstöðu og samhljóm í kröfugerð verkalýðshreyfingarinnar. Skapa þurfi breiða samstöðu. fréttablaðið/vilhelm Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir nauðsynlegt að fá sameiginlegan ramma fyrir þær kjaradeilur sem nú eru í gangi. Hann kallar eftir þjóðarsátt. „Við erum bæði með samninga á almenna markaðnum og opinbera markaðnum opna um þessar mundir og það virðist sem það eina sem gæti komið til bjargar, ef svo mætti orða það, við þessar aðstæður, er að menn sameinist um að leggja sameiginlega upp með ramma, einhvers konar þjóðarsátt, um tiltekin grundvallaratriði. Vonandi tekst okkur að gera það. Ég ætla ekkert að segja, að þó staðan sé alvarleg eins og hún blasir við okkur núna, að það sé ekki hægt.“ Spurður hvort ríkisstjórnin þurfi að sýna frumkvæði í því segir Bjarni fjölda funda hafa verið haldinn og margoft hafi komið fram að stjórnin sé tilbúin til ýmissa aðgerða, til dæmis sem snerti húsnæðismál, skattamál, bótakerfin eða aðra þætti sem kallað hefur verið eftir. Ríkisstjórnin sé því ekki fyrirstaða. En þurfa stjórnvöld ekki að stíga markviss skref til að ná þeirri sátt sem hann kallar eftir? „Það þarf að gerast. Það þarf að takast slík breið samstaða. Það þarf að skapa nýja sátt um ákveðin grundvallaratriði, ella erum við með brotakennda niðurstöðu sem ég hef því miður ekki mikla trú á að verði til gagns.“ En var ekki löngu ljóst að launafólk mundi fara fram á umtalsverðar kjarabætur í þessum samningum, hefði ríkisstjórnin getað brugðist fyrr við og haft meira samráð við aðila vinnumarkaðarins? „Það má vel vera að menn hefðu átt að standa þéttar saman í aðdraganda þess að kjarasamningar renna út, en það breytir því þó ekki að í fyrra mældist kaupmáttur ráðstöfunartekna sá mesti sem hann hefur verið í sögunni, þannig að ef óþolinmæði fólks er einni um að kenna ætti það svo sem að hafa slegið eitthvað á væntingarnar. Ég held að málið sé reyndar miklu, miklu flóknara en það að það snúist bara um að fólk vilji fyrr sjá eitthvað koma til sín. Ég held að það sem við stöndum frammi fyrri núna snúist líka að verulegu leyti um kjarasamningsmódelið, um rammann fyrir vinnulöggjöfina og kjaraviðræður á Íslandi,“ segir Bjarni. Hann segir breytingar hafa orðið í þá veru að nú vilji enginn ganga frá samningum af ótta við að aðrir beiti ýtrustu úrræðum til að fá eitthvað enn meira. „Það skortir alla samstöðu, það er enginn samhljómur í kröfugerðinni.“ Verkfall 2016 Mest lesið Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Erlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Innlent Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Innlent „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ Innlent Fleiri fréttir Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Fengu óveðrið beint í æð „Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Segir mannslífum stofnað í hættu með lokun flugbrautar Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Nýr fundur boðaður eftir hádegi eftir „jákvæða framvindu“ Verkföllum aflýst eftir að samningi var landað hjá sátta Fara fram á að Kópavogsbær fresti lokuninni á Dalvegi Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Sjá meira
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir nauðsynlegt að fá sameiginlegan ramma fyrir þær kjaradeilur sem nú eru í gangi. Hann kallar eftir þjóðarsátt. „Við erum bæði með samninga á almenna markaðnum og opinbera markaðnum opna um þessar mundir og það virðist sem það eina sem gæti komið til bjargar, ef svo mætti orða það, við þessar aðstæður, er að menn sameinist um að leggja sameiginlega upp með ramma, einhvers konar þjóðarsátt, um tiltekin grundvallaratriði. Vonandi tekst okkur að gera það. Ég ætla ekkert að segja, að þó staðan sé alvarleg eins og hún blasir við okkur núna, að það sé ekki hægt.“ Spurður hvort ríkisstjórnin þurfi að sýna frumkvæði í því segir Bjarni fjölda funda hafa verið haldinn og margoft hafi komið fram að stjórnin sé tilbúin til ýmissa aðgerða, til dæmis sem snerti húsnæðismál, skattamál, bótakerfin eða aðra þætti sem kallað hefur verið eftir. Ríkisstjórnin sé því ekki fyrirstaða. En þurfa stjórnvöld ekki að stíga markviss skref til að ná þeirri sátt sem hann kallar eftir? „Það þarf að gerast. Það þarf að takast slík breið samstaða. Það þarf að skapa nýja sátt um ákveðin grundvallaratriði, ella erum við með brotakennda niðurstöðu sem ég hef því miður ekki mikla trú á að verði til gagns.“ En var ekki löngu ljóst að launafólk mundi fara fram á umtalsverðar kjarabætur í þessum samningum, hefði ríkisstjórnin getað brugðist fyrr við og haft meira samráð við aðila vinnumarkaðarins? „Það má vel vera að menn hefðu átt að standa þéttar saman í aðdraganda þess að kjarasamningar renna út, en það breytir því þó ekki að í fyrra mældist kaupmáttur ráðstöfunartekna sá mesti sem hann hefur verið í sögunni, þannig að ef óþolinmæði fólks er einni um að kenna ætti það svo sem að hafa slegið eitthvað á væntingarnar. Ég held að málið sé reyndar miklu, miklu flóknara en það að það snúist bara um að fólk vilji fyrr sjá eitthvað koma til sín. Ég held að það sem við stöndum frammi fyrri núna snúist líka að verulegu leyti um kjarasamningsmódelið, um rammann fyrir vinnulöggjöfina og kjaraviðræður á Íslandi,“ segir Bjarni. Hann segir breytingar hafa orðið í þá veru að nú vilji enginn ganga frá samningum af ótta við að aðrir beiti ýtrustu úrræðum til að fá eitthvað enn meira. „Það skortir alla samstöðu, það er enginn samhljómur í kröfugerðinni.“
Verkfall 2016 Mest lesið Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Erlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Innlent Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Innlent „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ Innlent Fleiri fréttir Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Fengu óveðrið beint í æð „Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Segir mannslífum stofnað í hættu með lokun flugbrautar Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Nýr fundur boðaður eftir hádegi eftir „jákvæða framvindu“ Verkföllum aflýst eftir að samningi var landað hjá sátta Fara fram á að Kópavogsbær fresti lokuninni á Dalvegi Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Sjá meira