Verkalýðsfélag Akraness og HB Grandi hafa náð samkomulagi um hækkun bónusgreiðslu starfsmanna HB Granda.
Þetta þýðir að laun almennra starfsmanna hækka um 9 til 18 prósent.
En mismunurinn skýrist af hærri greiðslum vegna lengri starfsaldurs.
Sjá einnig: Sýður á starfsfólki HB Granda: „Erum alltaf að setja ný met en fáum aldrei neitt“
Verkalýðsfélag Akraness fagnar samkomulaginu og að HB Grandi vilji deila góðri afkomu með starfsfólki sínu. Þá hefur samkomulagið engin áhrif á yfirstandandi kjaraviðræður.

