Ísland verður vandræðaland fanney birna jónsdóttir skrifar 29. apríl 2015 07:00 Ferðaþjónustan hefur áhyggjur af langtímaáhrifum verkfalls félagsmanna Starfsgreinasambandsins. NORDICPHOTOS/GETTY Verkfall Starfsgreinasambandsins (SGS) sem hefst á fimmtudag getur haft gríðarlega slæm langtímaáhrif á ferðaþjónustu í landinu. Þetta segja allir þeir sem starfa í greininni og Fréttablaðið hafði samband við í gær. Langvarandi verkföll gætu gert út af við mörg fyrirtæki úti á landi sem hafa byggt mikið upp að undanförnu.Helga Árnadóttir„Komi til vinnustöðvunar verða áhrifin mikil. Aðgerðirnar munu falla af fullum þunga á fyrirtæki á landsbyggðinni enda hefur þar átt sér stað mikil uppbygging í ferðaþjónustu. Aðilar hafa fjárfest mikið og því töluvert undir,“ segir Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar. Helga segir árstíðasveiflu í ferðaþjónustunni hafa minnkað mikið en hún sé þó enn til staðar úti á landi og því komi þessi tími illa við þá sem þar starfa. „Þeir aðilar eru sérstaklega áhyggjufullir,“ segir Helga. Tíu þúsund félagsmenn SGS leggja niður störf tímabundið á fimmtudag en eftir það taka við sólarhringsverkföll þar til ótímabundið verkfall hefst 26. maí. Sigrún Björk Jakobsdóttir, hótelstjóri Icelandair hótel Akureyri, segir langtímaáhrifin geta orðið þau að Ísland verði vandræðaland. „Allar neikvæðar fréttir skaða svo fljótt í ferðaþjónustu. Fólk er kannski að plana ferð á næsta ári og sér að hér er allt í ófriði á vinnumarkaði og nennir þá bara ekkert að standa í þessu. Áhrifin eru svo miklu meiri og lengri heldur en bara þessir dagar.“Sigrún Björk JakobsdóttirSigrún segir verkfallið munu hafa töluverð áhrif á þjónustu hótelsins. „Við þurfum að draga úr þjónstu við okkar gesti. Það eru aðilar í ófaglærðum störfum hjá okkur sem eru að fara í verkfall núna, þernur, aðstoð í eldhúsi, aðstoðarþjónar og fleiri. Þetta er rosalega gott og mikilvægt starfsfólk,“ segir Sigrún. Undir þetta tekur Sævar Skaptason, framkvæmdastjóri Ferðaþjónustu bænda. „Þetta hefur skelfilegar afleiðingar fyrir rekstur margra félagsmanna okkar. Ferðamannatímabilið er að bresta á. En þetta skaðar ekki bara viðskiptalegar forsendur heldur einnig orðspor landsins og ferðaþjónustunnar. Ég skora á menn að gyrða sig í brók og fara að ganga frá samningum sem fyrst,“ segir Sævar. Sigrún Björk leitar einnig eftir lausn á deilunum. „Mér finnst svo mikið bera á milli á milli samningsaðila og manni finnst enginn vera að tala í lausnum. Þetta eru bara skotgrafir.“Stærstu félög í verkfallshugFlóabandalagið 21.000 launþegarStarfsgreinasambandið 10.000 launþegarBHM 3.000 launþegarVR 30.000 launþegarLÍV 5.000 launþegarGylfi MagnússonVerkföll gætu lamað landsframleiðsluna Gylfi Magnússon, fyrrverandi efnahags- og viðskiptaráðherra, segir boðuð verkföll geta haft gríðarlega neikvæð áhrif á landsframleiðslu. Náist ekki að semja í tæka tíð og verkföll skelli á munu öll fyrirtæki landsins finna fyrir verkfallsaðgerðunum. „Það er ljóst að það leggst af ákveðin efnahagsstarfssemi í þann tíma sem verkfall varir. Þetta mun snerta öll fyrirtæki annaðhvort með beinum eða óbeinum hætti. Liðleiki í viðskiptum milli fyrirtækja og aðila mun minnka til muna,“ segir Gylfi. Að mati Gylfa er líklegt að áhrifin verði einnig mikil fyrir hið opinbera. Laun fólks eru að jafnaði lægri á meðan verkfall standi yfir og það haldi því að sér höndum á meðan. Minni umsvif þýði lægri tekjur fyrir hið opinbera. Flóabandalagið og Starfsgreinasambandið eru samanlagt með um 31 þúsund félagsmenn. VR boðar nú til kosningar meðal félagsmanna sinna, um 35 þúsund launþega, um verkfallsaðgerðir. Björn Snæbjörnsson, formaður Starfsgreinasambandsins, segir öll fyrirtæki munu finna fyrir boðuðum verkföllum. „Fyrirtæki í ferðaþjónustu gætu fundið mest fyrir boðuðum verkföllum. Vonandi næst að semja í tæka tíð svo ekki þurfi að koma til allsherjarverkfalls. Gylfi telur að landsframleiðslan muni minnka til muna dragist verkföll á langinn. „Þetta hefur augljós neikvæð áhrif á landsframleiðslu og í ljósi þess hversu stór verkalýðsfélögin eru sem boðað hafa aðgerðir verða áhrifin enn meiri,“ segir Gylfi. „Verkföll sem standa yfir í stuttan tíma munu ekki hafa mikil áhrif því hægt er að vinna tapið upp með öðrum hætti. Hins vegar ef verkföll verða viðvarandi þá mun það hafa mikil áhrif.“ Verkfall 2016 Mest lesið Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvun á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Sjá meira
Verkfall Starfsgreinasambandsins (SGS) sem hefst á fimmtudag getur haft gríðarlega slæm langtímaáhrif á ferðaþjónustu í landinu. Þetta segja allir þeir sem starfa í greininni og Fréttablaðið hafði samband við í gær. Langvarandi verkföll gætu gert út af við mörg fyrirtæki úti á landi sem hafa byggt mikið upp að undanförnu.Helga Árnadóttir„Komi til vinnustöðvunar verða áhrifin mikil. Aðgerðirnar munu falla af fullum þunga á fyrirtæki á landsbyggðinni enda hefur þar átt sér stað mikil uppbygging í ferðaþjónustu. Aðilar hafa fjárfest mikið og því töluvert undir,“ segir Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar. Helga segir árstíðasveiflu í ferðaþjónustunni hafa minnkað mikið en hún sé þó enn til staðar úti á landi og því komi þessi tími illa við þá sem þar starfa. „Þeir aðilar eru sérstaklega áhyggjufullir,“ segir Helga. Tíu þúsund félagsmenn SGS leggja niður störf tímabundið á fimmtudag en eftir það taka við sólarhringsverkföll þar til ótímabundið verkfall hefst 26. maí. Sigrún Björk Jakobsdóttir, hótelstjóri Icelandair hótel Akureyri, segir langtímaáhrifin geta orðið þau að Ísland verði vandræðaland. „Allar neikvæðar fréttir skaða svo fljótt í ferðaþjónustu. Fólk er kannski að plana ferð á næsta ári og sér að hér er allt í ófriði á vinnumarkaði og nennir þá bara ekkert að standa í þessu. Áhrifin eru svo miklu meiri og lengri heldur en bara þessir dagar.“Sigrún Björk JakobsdóttirSigrún segir verkfallið munu hafa töluverð áhrif á þjónustu hótelsins. „Við þurfum að draga úr þjónstu við okkar gesti. Það eru aðilar í ófaglærðum störfum hjá okkur sem eru að fara í verkfall núna, þernur, aðstoð í eldhúsi, aðstoðarþjónar og fleiri. Þetta er rosalega gott og mikilvægt starfsfólk,“ segir Sigrún. Undir þetta tekur Sævar Skaptason, framkvæmdastjóri Ferðaþjónustu bænda. „Þetta hefur skelfilegar afleiðingar fyrir rekstur margra félagsmanna okkar. Ferðamannatímabilið er að bresta á. En þetta skaðar ekki bara viðskiptalegar forsendur heldur einnig orðspor landsins og ferðaþjónustunnar. Ég skora á menn að gyrða sig í brók og fara að ganga frá samningum sem fyrst,“ segir Sævar. Sigrún Björk leitar einnig eftir lausn á deilunum. „Mér finnst svo mikið bera á milli á milli samningsaðila og manni finnst enginn vera að tala í lausnum. Þetta eru bara skotgrafir.“Stærstu félög í verkfallshugFlóabandalagið 21.000 launþegarStarfsgreinasambandið 10.000 launþegarBHM 3.000 launþegarVR 30.000 launþegarLÍV 5.000 launþegarGylfi MagnússonVerkföll gætu lamað landsframleiðsluna Gylfi Magnússon, fyrrverandi efnahags- og viðskiptaráðherra, segir boðuð verkföll geta haft gríðarlega neikvæð áhrif á landsframleiðslu. Náist ekki að semja í tæka tíð og verkföll skelli á munu öll fyrirtæki landsins finna fyrir verkfallsaðgerðunum. „Það er ljóst að það leggst af ákveðin efnahagsstarfssemi í þann tíma sem verkfall varir. Þetta mun snerta öll fyrirtæki annaðhvort með beinum eða óbeinum hætti. Liðleiki í viðskiptum milli fyrirtækja og aðila mun minnka til muna,“ segir Gylfi. Að mati Gylfa er líklegt að áhrifin verði einnig mikil fyrir hið opinbera. Laun fólks eru að jafnaði lægri á meðan verkfall standi yfir og það haldi því að sér höndum á meðan. Minni umsvif þýði lægri tekjur fyrir hið opinbera. Flóabandalagið og Starfsgreinasambandið eru samanlagt með um 31 þúsund félagsmenn. VR boðar nú til kosningar meðal félagsmanna sinna, um 35 þúsund launþega, um verkfallsaðgerðir. Björn Snæbjörnsson, formaður Starfsgreinasambandsins, segir öll fyrirtæki munu finna fyrir boðuðum verkföllum. „Fyrirtæki í ferðaþjónustu gætu fundið mest fyrir boðuðum verkföllum. Vonandi næst að semja í tæka tíð svo ekki þurfi að koma til allsherjarverkfalls. Gylfi telur að landsframleiðslan muni minnka til muna dragist verkföll á langinn. „Þetta hefur augljós neikvæð áhrif á landsframleiðslu og í ljósi þess hversu stór verkalýðsfélögin eru sem boðað hafa aðgerðir verða áhrifin enn meiri,“ segir Gylfi. „Verkföll sem standa yfir í stuttan tíma munu ekki hafa mikil áhrif því hægt er að vinna tapið upp með öðrum hætti. Hins vegar ef verkföll verða viðvarandi þá mun það hafa mikil áhrif.“
Verkfall 2016 Mest lesið Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvun á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Sjá meira
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent