Frosni kjúklingurinn að klárast hjá Bónus sveinn arnarsson skrifar 5. maí 2015 07:00 Kjúklingabirgðir landsins verða búnar innan skamms. Ferskur kjúklingur er ófáanlegur og frosinn kjúklingur verður brátt einnig uppseldur. Fréttablaðið/Valli Hundruð tonna af kjöti liggja á hafnarbakkanum í Sundahöfn eða í skipum á leið til landsins og fást ekki afgreidd til kjötafurðastöðva til vinnslu. Í næstu viku verður nautahakk og frosinn kjúklingur til þurrðar genginn náist ekki samningar milli dýralækna og ríkisins. Þungt hljóð er í svínabændum sem telja stöðuna ólíðandi fyrir bú sín. Guðmundur Gíslason, framkvæmdastjóri Kjötmarkaðarins, segir að í næstu viku verði ekki hægt að fá nautahamborgara á landinu. Slátrun stórgripa liggur að mestu niðri og ekki sé hægt að tollafgreiða nautahakkefni sem liggur á hafnarsvæði í Reykjavík. „Það er alveg ljóst að við munum eiga nóg af nautahakki í þessari viku. Hins vegar er mjög líklegt að nautahakk verði búið í landinu þegar næsta vika rennur sitt skeið. Ástandið er alvarlegt og ég veit til þess að sumar kjötvinnslur eru farnar af stað með prófanir á að búa til hamborgara úr lambakjöti,“ segir Guðmundur. Að sögn Guðmundar á hann um 40 tonn af kjötafurðum í tveimur gámum sem ekki sé hægt að tollafgreiða. Dýralæknar hjá Matvælastofnun þurfa að votta innflutning og því hefur ekkert kjöt verið flutt inn frá því verkfall hófst. Gunnlaugur Eiðsson, framkvæmdastjóri Kjarnafæðis á Svalbarðseyri, tekur í sama streng og segir um 60 tonn af kjöti bíða á hafnarbakka eftir því að verða afgreidd til þeirra.@kvót fréttasíður nafnogtitill:Guðmundur Marteinsson, framkvæmdastjóri Bónuss, segir sumar tegundir búnar og í næstu viku muni fleiri vörutegundir klárast á markaðnum. „Ferskur kjúklingur er auðvitað ekki til og um næstu helgi verður einnig frosinn kjúklingur búinn. Nautakjöt verður einnig búið á þeim tíma og því munum við bara verða með fisk og lamb og svínakjöt á grillið í okkar verslunum. Þetta er staðan sem við búum við ef ekki semst fyrir þann tíma,“ segir Guðmundur. Svínabændur eru einnig uggandi yfir stöðu sinni og segja dýravelferð vera afgangsstærð í verkfalli dýralækna. Ferskt svínakjöt er ekki til í landinu í dag og eru svínabú þeirra að fyllast af grísum sem komnir eru í sláturstærð. Andrés Kristinsson, svínabóndi í Eyjafirði, segir stöðuna ólíðandi. „Við svínabændur erum aðeins þriðji aðili í þessari kjaradeilu og erum ekki viðsemjendur við dýralækna. Hins vegar bitnar verkfallið aðeins á okkur fjárhagslega,“ segir Andrés Kristinsson. Verkfall 2016 Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Innlent Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Sjá meira
Hundruð tonna af kjöti liggja á hafnarbakkanum í Sundahöfn eða í skipum á leið til landsins og fást ekki afgreidd til kjötafurðastöðva til vinnslu. Í næstu viku verður nautahakk og frosinn kjúklingur til þurrðar genginn náist ekki samningar milli dýralækna og ríkisins. Þungt hljóð er í svínabændum sem telja stöðuna ólíðandi fyrir bú sín. Guðmundur Gíslason, framkvæmdastjóri Kjötmarkaðarins, segir að í næstu viku verði ekki hægt að fá nautahamborgara á landinu. Slátrun stórgripa liggur að mestu niðri og ekki sé hægt að tollafgreiða nautahakkefni sem liggur á hafnarsvæði í Reykjavík. „Það er alveg ljóst að við munum eiga nóg af nautahakki í þessari viku. Hins vegar er mjög líklegt að nautahakk verði búið í landinu þegar næsta vika rennur sitt skeið. Ástandið er alvarlegt og ég veit til þess að sumar kjötvinnslur eru farnar af stað með prófanir á að búa til hamborgara úr lambakjöti,“ segir Guðmundur. Að sögn Guðmundar á hann um 40 tonn af kjötafurðum í tveimur gámum sem ekki sé hægt að tollafgreiða. Dýralæknar hjá Matvælastofnun þurfa að votta innflutning og því hefur ekkert kjöt verið flutt inn frá því verkfall hófst. Gunnlaugur Eiðsson, framkvæmdastjóri Kjarnafæðis á Svalbarðseyri, tekur í sama streng og segir um 60 tonn af kjöti bíða á hafnarbakka eftir því að verða afgreidd til þeirra.@kvót fréttasíður nafnogtitill:Guðmundur Marteinsson, framkvæmdastjóri Bónuss, segir sumar tegundir búnar og í næstu viku muni fleiri vörutegundir klárast á markaðnum. „Ferskur kjúklingur er auðvitað ekki til og um næstu helgi verður einnig frosinn kjúklingur búinn. Nautakjöt verður einnig búið á þeim tíma og því munum við bara verða með fisk og lamb og svínakjöt á grillið í okkar verslunum. Þetta er staðan sem við búum við ef ekki semst fyrir þann tíma,“ segir Guðmundur. Svínabændur eru einnig uggandi yfir stöðu sinni og segja dýravelferð vera afgangsstærð í verkfalli dýralækna. Ferskt svínakjöt er ekki til í landinu í dag og eru svínabú þeirra að fyllast af grísum sem komnir eru í sláturstærð. Andrés Kristinsson, svínabóndi í Eyjafirði, segir stöðuna ólíðandi. „Við svínabændur erum aðeins þriðji aðili í þessari kjaradeilu og erum ekki viðsemjendur við dýralækna. Hins vegar bitnar verkfallið aðeins á okkur fjárhagslega,“ segir Andrés Kristinsson.
Verkfall 2016 Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Innlent Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Sjá meira